Skutu drónann ekki niður vegna misskilnings Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 18:57 Herstöðin Tower 22 í Jórdaníu. AP/Planet Labs Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir tveimur heimildarmönnum og eru þetta sagðar bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á því hvernig sjálfsprengidróninn komst í gegnum varnir herstöðvarinnar. Dróninn er sagður hafa lent á svefnskála hermanna. Drónanum var flogið með jörðinni í átt að herstöðinni en von var á bandarískum dróna á sama tíma. Honum var flogið frá Írak af meðlimum Kataib Hezbollah, vígahóps sem studdur er af yfirvöldum í Íran. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Herstöðin Tower 22 er ein nokkurra sem Bandaríkjamenn hafa byggt þar sem landamæri Jórdaníu, Íraks og Sýrlands mætast. Upprunalega var her Jórdaníu með viðveru í herstöðinni en bandarískir hermenn komu sér fyrir þar árið 2015. Nú eru þar um 350 bandarískir hermenn, samkvæmt AP. Um tíma voru fleiri hermenn á svæðinu en eftir að vígamenn Íslamska ríkisins mynduðu kalífadæmi sitt árið 2014 héldu rúmlega hundrað þúsund manns til í flóttamannabúðum nærri Tower 22. Nú er áætlað að um 7.500 manns búi í flóttamannabúðunum. Um tuttugu kílómetrum norðar, innan landamæra Sýrlands, er Al-Tanf herstöðin. Hún var sett upp til að berjast gegn Íslamska ríkinu og situr á þjóðveg sem liggur inn í Írak og til Mósúl, sem vígamenn ISIS stjórnuðu lengi. Þjóðvegurinn liggur einnig til Írans. Al-Tanf er að mestu mönnuð af bandarískum sérsveitarmönnum og sýrlenskum sveitum sem börðust með Bandaríkjunum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Fréttakona Politico, sem sérhæfir sig í varnarmálum, segir að frá 17. október hafi bandarískir hermenn á svæðinu orðið fyrir minnst 165 árásum. Flestar hafa þær verið í Sýrlandi, alls 98. Þá hafa 66 árásir verið gerðar í Írak og nú ein í Jórdaníu. Árásin í gær var sú fyrsta um langt skeið þar sem bandarískir hermenn láta lífið. JUST IN: Initial reports show an attack this morning at US patrol base al-Shaddadi, in northeast Syria, per US official. US troops have been attacked 165 times overall since Oct. 17: 66 in Iraq, 98 in Syria, and once in Jordan— Lara Seligman (@laraseligman) January 29, 2024 Sagður vilja forðast átök við Íran Ráðamenn Í Bandaríkjunum hafa beint spjótum sínum að Írönum, sem segjast ekki hafa komið að árásinni. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að árásinni verði svarað. Fyrri árásum hefur verið svarað með einstaka loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Íslamska andspyrnuhreyfingin, nokkurs konar regnhlífasamtök vopnaðra hreyfinga í Mið-Austurlöndum sem studdar eru af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Kataib Hezbollah er í þessari hreyfingu. Lloyd Austin, varnarmálráðherra, sagði í dag að hann og Biden myndu ekki sætta sig við frekari árásir og að öryggi bandarískra hermanna verði tryggt. Biden er sagður vilja forðast möguleg átök við Íran en hann er undir töluverðum pólitískum þrýstingi varðandi það að svara árásinni á Tower 22. Meðal annars gæti hann valið að gera fleiri árásir gegn Írönum í Sýrlandi eða frekari árásir á Kataib Hezbollah og aðra svipaða hópa í Írak. Hann gæti einnig gert árásir innan Íran eða sökkt írönskum skipum, eins og til dæmis njósnaskipi sem Íranir eru sagðir sigla undan ströndum Jemen og notað er til að finna skotmörk fyrir Húta. Sérfræðingur sem Wall Street Journal ræddi við segir að árásir áðurnefndra hópa á bandaríska hermenn munu líklega ekki hætta í bráð. Jafnvel þó loftárásir verði gerðar á meðlimi þessara hópa. Hann segir einu leiðina til að breyta hegðun hópanna sé að finna leiðir til að láta Írana þrýsta á þá. WSJ hefur eftir írönskum erindreka að þar á bæ sé ekki búist við árásum innan landamæra Írans. Bandaríkin Jórdanía Íran Írak Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Þetta hefur AP fréttaveitan eftir tveimur heimildarmönnum og eru þetta sagðar bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á því hvernig sjálfsprengidróninn komst í gegnum varnir herstöðvarinnar. Dróninn er sagður hafa lent á svefnskála hermanna. Drónanum var flogið með jörðinni í átt að herstöðinni en von var á bandarískum dróna á sama tíma. Honum var flogið frá Írak af meðlimum Kataib Hezbollah, vígahóps sem studdur er af yfirvöldum í Íran. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Herstöðin Tower 22 er ein nokkurra sem Bandaríkjamenn hafa byggt þar sem landamæri Jórdaníu, Íraks og Sýrlands mætast. Upprunalega var her Jórdaníu með viðveru í herstöðinni en bandarískir hermenn komu sér fyrir þar árið 2015. Nú eru þar um 350 bandarískir hermenn, samkvæmt AP. Um tíma voru fleiri hermenn á svæðinu en eftir að vígamenn Íslamska ríkisins mynduðu kalífadæmi sitt árið 2014 héldu rúmlega hundrað þúsund manns til í flóttamannabúðum nærri Tower 22. Nú er áætlað að um 7.500 manns búi í flóttamannabúðunum. Um tuttugu kílómetrum norðar, innan landamæra Sýrlands, er Al-Tanf herstöðin. Hún var sett upp til að berjast gegn Íslamska ríkinu og situr á þjóðveg sem liggur inn í Írak og til Mósúl, sem vígamenn ISIS stjórnuðu lengi. Þjóðvegurinn liggur einnig til Írans. Al-Tanf er að mestu mönnuð af bandarískum sérsveitarmönnum og sýrlenskum sveitum sem börðust með Bandaríkjunum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Fréttakona Politico, sem sérhæfir sig í varnarmálum, segir að frá 17. október hafi bandarískir hermenn á svæðinu orðið fyrir minnst 165 árásum. Flestar hafa þær verið í Sýrlandi, alls 98. Þá hafa 66 árásir verið gerðar í Írak og nú ein í Jórdaníu. Árásin í gær var sú fyrsta um langt skeið þar sem bandarískir hermenn láta lífið. JUST IN: Initial reports show an attack this morning at US patrol base al-Shaddadi, in northeast Syria, per US official. US troops have been attacked 165 times overall since Oct. 17: 66 in Iraq, 98 in Syria, and once in Jordan— Lara Seligman (@laraseligman) January 29, 2024 Sagður vilja forðast átök við Íran Ráðamenn Í Bandaríkjunum hafa beint spjótum sínum að Írönum, sem segjast ekki hafa komið að árásinni. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að árásinni verði svarað. Fyrri árásum hefur verið svarað með einstaka loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Íslamska andspyrnuhreyfingin, nokkurs konar regnhlífasamtök vopnaðra hreyfinga í Mið-Austurlöndum sem studdar eru af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Kataib Hezbollah er í þessari hreyfingu. Lloyd Austin, varnarmálráðherra, sagði í dag að hann og Biden myndu ekki sætta sig við frekari árásir og að öryggi bandarískra hermanna verði tryggt. Biden er sagður vilja forðast möguleg átök við Íran en hann er undir töluverðum pólitískum þrýstingi varðandi það að svara árásinni á Tower 22. Meðal annars gæti hann valið að gera fleiri árásir gegn Írönum í Sýrlandi eða frekari árásir á Kataib Hezbollah og aðra svipaða hópa í Írak. Hann gæti einnig gert árásir innan Íran eða sökkt írönskum skipum, eins og til dæmis njósnaskipi sem Íranir eru sagðir sigla undan ströndum Jemen og notað er til að finna skotmörk fyrir Húta. Sérfræðingur sem Wall Street Journal ræddi við segir að árásir áðurnefndra hópa á bandaríska hermenn munu líklega ekki hætta í bráð. Jafnvel þó loftárásir verði gerðar á meðlimi þessara hópa. Hann segir einu leiðina til að breyta hegðun hópanna sé að finna leiðir til að láta Írana þrýsta á þá. WSJ hefur eftir írönskum erindreka að þar á bæ sé ekki búist við árásum innan landamæra Írans.
Bandaríkin Jórdanía Íran Írak Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33
Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44