Álftanes fær einn efnilegasta körfuboltamann landsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 17:27 Róbert Sean Birmingham mun klára tímabilið með Álftanesi og það eru margir spenntir að sjá hvað hann hefur bætt sig út í Bandaríkjunum. Álftanes Það er nóg af gleðitíðindum úr herbúðum nýliðana af Álftanesi. Í gær komst liðið í bikarúrslitin í Laugardalshöllinni með sigri á Grindavík og í dag tilkynnti félagið að einn efnilegasti körfuboltamaður Íslands væri á leiðinni til félagsins. Róbert Sean Birmingham hefur ákveðið að koma heim frá Bandaríkjunum og klára þetta tímabil með Álftanesliðinu í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur til liðsins um leið og tímabilinu lýkur hjá honum og liðsfélögum hans í Concorde Academy í miðskólaboltanum í Bandaríkjunum. Róbert hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands en hann er uppalinn í Njarðvík. Róbert er 19 ára, 202 sentímetra vængmaður. Á sínum ferli hefur hann heillað margan þjálfarann, sem endurspeglaðist meðal annars í áhuga stórra háskólaliða á honum. Sá áhugi endaði með því að Róbert ákvað að ganga til liðs við skólalið Indiana State, en þekktasti leikmaður í sögu þess skóla er goðsögnin Larry Bird. Róbert mun fara til Indiana State eftir dvöl sína á Álftanesi. Áður en Róbert hóf að leika í bandaríska miðskólaboltanum var hann á Spáni. Þar var hann í tvö ár hjá akademíu spænska stórliðsins Baskonia. Hann hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands og þykir mikið efni. Hann lék upp yngri flokkana með Njarðvík og hóf að leika með meistaraflokki félagsins 15 ára að aldri. Sem fyrr segir kemur hann á Nesið að tímabili sínu loknu í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins einhverntímann í febrúarmánuði. „Við á Álftanesi hlökkum til að fá Róbert inn í liðið. Hann er mikið efni og ekki skemmir fyrir að hann kemur af einstaklega góðu fólki. Hann hefur átt frábæran yngri flokka feril, hvort sem það er hér á landi, á Spáni eða í Bandaríkjunum. Það er gaman fyrir okkur að vera hluti af hans vegferð og gaman fyrir hann að vera hluti af flottu liði og verða hluti af sterkri liðsheild sem myndast hefur á tímabilinu og undanfarin ár. Við erum afskaplega glöð með þessa niðurstöðu,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Ég hlakka til að koma aðeins heim til Íslands og spila í Subway deildinni. Ég er ótrúlega þakklátur Kjartani Atla og öllum í stjórninni hjá Álftanes að gefa mér þetta tækifæri. Kjartan Atli er einn af efnilegustu þjálfurum á landinu og það verða miklar fyrirmyndir með mér í liðinu“ segir Róbert Sean Birmingham. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Sjá meira
Róbert Sean Birmingham hefur ákveðið að koma heim frá Bandaríkjunum og klára þetta tímabil með Álftanesliðinu í Subway deild karla í körfubolta. Hann kemur til liðsins um leið og tímabilinu lýkur hjá honum og liðsfélögum hans í Concorde Academy í miðskólaboltanum í Bandaríkjunum. Róbert hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands en hann er uppalinn í Njarðvík. Róbert er 19 ára, 202 sentímetra vængmaður. Á sínum ferli hefur hann heillað margan þjálfarann, sem endurspeglaðist meðal annars í áhuga stórra háskólaliða á honum. Sá áhugi endaði með því að Róbert ákvað að ganga til liðs við skólalið Indiana State, en þekktasti leikmaður í sögu þess skóla er goðsögnin Larry Bird. Róbert mun fara til Indiana State eftir dvöl sína á Álftanesi. Áður en Róbert hóf að leika í bandaríska miðskólaboltanum var hann á Spáni. Þar var hann í tvö ár hjá akademíu spænska stórliðsins Baskonia. Hann hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands og þykir mikið efni. Hann lék upp yngri flokkana með Njarðvík og hóf að leika með meistaraflokki félagsins 15 ára að aldri. Sem fyrr segir kemur hann á Nesið að tímabili sínu loknu í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins einhverntímann í febrúarmánuði. „Við á Álftanesi hlökkum til að fá Róbert inn í liðið. Hann er mikið efni og ekki skemmir fyrir að hann kemur af einstaklega góðu fólki. Hann hefur átt frábæran yngri flokka feril, hvort sem það er hér á landi, á Spáni eða í Bandaríkjunum. Það er gaman fyrir okkur að vera hluti af hans vegferð og gaman fyrir hann að vera hluti af flottu liði og verða hluti af sterkri liðsheild sem myndast hefur á tímabilinu og undanfarin ár. Við erum afskaplega glöð með þessa niðurstöðu,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Ég hlakka til að koma aðeins heim til Íslands og spila í Subway deildinni. Ég er ótrúlega þakklátur Kjartani Atla og öllum í stjórninni hjá Álftanes að gefa mér þetta tækifæri. Kjartan Atli er einn af efnilegustu þjálfurum á landinu og það verða miklar fyrirmyndir með mér í liðinu“ segir Róbert Sean Birmingham.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti