Gjörbreytt staða í húsnæðismálum á Suðurnesjum sem kallar á nýja nálgun Anton Guðmundsson skrifar 22. janúar 2024 11:30 Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögðin sem aldrei fyrr. Samstaða og kærleikur er eitt af einkennum þessarar þjóðar, Við sem byggjum þetta land saman höfum hlotið þá gæfu að til heyra þessu samfélagi. Ég vill byrja á að þakka almannavörnum og öllum þeim viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins. Staðan er hins vegar sú að þrýstingur hefur verið aukin til muna á fasteignamarkaðinn við þessar krefjandi aðstæður og var hann töluverður fyrir atburðina í Grindavík. Náttúruhamfarirnar hafa gefið okkur aukin verkefni á þessu sviði sem kallar á nýja sýn að mínu mati. Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Vogar er nú þegar í gríðarlegum kostnaðarsömum framkvæmdum á sviði gatnagerðar í hverfum og uppbyggingu innviða, t.d. í nýbyggingum leikskóla og grunnskóla til þess að bregðast við auknum íbúafjölda á Suðurnesjum. Íbúar Suðurnesja voru 32.583 talsins þann 1. Október 2023 Þeim hefur fjölgað um 1.621 frá 1. desember 2022. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.278 íbúa á sama tímabili sem gerir 5,8% fjölgun íbúa. Hlutfallslega er þó mest fjölgun í Sveitarfélaginu Vogum eða 10,7%. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá. Hlutfallslega hefur mest íbúafjölgun verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%. Í Reykjanesbæ búa 23.276 manns. Íbúar Suðurnesjabæjar eru orðnir 4.046 talsins. Fjölgunin þar er 137 talsins eða 3,5% á tímabilinu. Grindvíkingar eru 3.718. Grindavíkurbær er byggður á lifandi eldstöð og er mikil óvissa uppi hvenær þeim atburðum linnir Það er samfélagsleg skylda stjórnvalda og nágranna sveitarfélaga að grípa samfélagið í Grindavík. Sú staðreynd blasir við að stór hluti af fólki frá Grindavík mun vilja búa áfram á Suðurnesjum. Ég tel að nú sem aldrei fyrr verði menn að setjast niður og móta markvissar aðgerðir til þess að komast á móts við íbúa og atvinnurekendur á svæðinu. Aukin gatnagerð er kostnaðarsöm, Sveitarfélögin hafa öll gert sínar fjárhagsáætlanir sem bera þess merki að sótt sé fram á öllum sviðum í innviða uppbyggingu en þörfin er meiri nú og hvernig ætlum við að bregðast við þeirri stöðu sem nú er kominn upp? Hægt er að setja aukinn þunga og flýta en frekar fyrir uppbyggingu á gatnagerð, lóðaúthlutunum og innviðaruppbyggingu með því að Alþingi setji á dagskrá og ræði það efnislega að færa nágrannasveitarfélögum Grindavíkur aukna fjármuni tímabundið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að bregðast við stöðunni á Suðurnesjum það gerir það að verkum að sveitarfélögin geta farið mun hraðar í skipulagða uppbyggingu á svæðinu en það sem er í gangi nú þegar. Einnig þurfum við að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum en eins og sakir standa er staðan ekki þannig í dag.Við munum komast í gegnum þessa erfiðu tíma saman með von um bjarta framtíð á Suðurnesjum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Suðurnesjabær Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögðin sem aldrei fyrr. Samstaða og kærleikur er eitt af einkennum þessarar þjóðar, Við sem byggjum þetta land saman höfum hlotið þá gæfu að til heyra þessu samfélagi. Ég vill byrja á að þakka almannavörnum og öllum þeim viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins. Staðan er hins vegar sú að þrýstingur hefur verið aukin til muna á fasteignamarkaðinn við þessar krefjandi aðstæður og var hann töluverður fyrir atburðina í Grindavík. Náttúruhamfarirnar hafa gefið okkur aukin verkefni á þessu sviði sem kallar á nýja sýn að mínu mati. Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Vogar er nú þegar í gríðarlegum kostnaðarsömum framkvæmdum á sviði gatnagerðar í hverfum og uppbyggingu innviða, t.d. í nýbyggingum leikskóla og grunnskóla til þess að bregðast við auknum íbúafjölda á Suðurnesjum. Íbúar Suðurnesja voru 32.583 talsins þann 1. Október 2023 Þeim hefur fjölgað um 1.621 frá 1. desember 2022. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.278 íbúa á sama tímabili sem gerir 5,8% fjölgun íbúa. Hlutfallslega er þó mest fjölgun í Sveitarfélaginu Vogum eða 10,7%. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá. Hlutfallslega hefur mest íbúafjölgun verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%. Í Reykjanesbæ búa 23.276 manns. Íbúar Suðurnesjabæjar eru orðnir 4.046 talsins. Fjölgunin þar er 137 talsins eða 3,5% á tímabilinu. Grindvíkingar eru 3.718. Grindavíkurbær er byggður á lifandi eldstöð og er mikil óvissa uppi hvenær þeim atburðum linnir Það er samfélagsleg skylda stjórnvalda og nágranna sveitarfélaga að grípa samfélagið í Grindavík. Sú staðreynd blasir við að stór hluti af fólki frá Grindavík mun vilja búa áfram á Suðurnesjum. Ég tel að nú sem aldrei fyrr verði menn að setjast niður og móta markvissar aðgerðir til þess að komast á móts við íbúa og atvinnurekendur á svæðinu. Aukin gatnagerð er kostnaðarsöm, Sveitarfélögin hafa öll gert sínar fjárhagsáætlanir sem bera þess merki að sótt sé fram á öllum sviðum í innviða uppbyggingu en þörfin er meiri nú og hvernig ætlum við að bregðast við þeirri stöðu sem nú er kominn upp? Hægt er að setja aukinn þunga og flýta en frekar fyrir uppbyggingu á gatnagerð, lóðaúthlutunum og innviðaruppbyggingu með því að Alþingi setji á dagskrá og ræði það efnislega að færa nágrannasveitarfélögum Grindavíkur aukna fjármuni tímabundið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að bregðast við stöðunni á Suðurnesjum það gerir það að verkum að sveitarfélögin geta farið mun hraðar í skipulagða uppbyggingu á svæðinu en það sem er í gangi nú þegar. Einnig þurfum við að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum en eins og sakir standa er staðan ekki þannig í dag.Við munum komast í gegnum þessa erfiðu tíma saman með von um bjarta framtíð á Suðurnesjum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun