Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 07:54 Reykur yfir Gasa. Myndin er tekin um helgina. Alls eru 25 þúsund látin á Gasa frá því að árásir Ísraela hófust þann 7. október í kjölfar árása Hamas í Ísrael. 1.300 létust í árásum Hamas. Vísir/EPA Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. Á vef Guardian segir að ráðherrarnir 27 muni fyrst funda með utanríkisráðherra Ísrael, Israel Katz, og svo með utanríkisráðherra Palestínu, Riyad al-Maliki. Þeir tveir munu ekki hittast á fundi. Eftir það munu evrópsku ráðherrarnir einnig funda með utanríkisráðherrum Egyptalands, Jórdaníu og Sádi Arabíu. Ekki er eining um lausn á svæðinu í Evrópu en í grein Guardian um málið segir að á meðan Írar og Spánverjar hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi hafi Þjóðverjar ekki gert það. Evrópskir ráðamenn hafi þó teiknað upp það sem þeir sjái fyrir sér að gerist eftir stríðið. Þeir geri ráð fyrir að langvarandi hertöku Ísraela á svæðinu muni ljúka og að Hamas verði ekki lengur við völd heldur stjórni heimastjórn Palestínumanna. Israel Katz er utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun fyrst funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Á Guardian segir að varaforsætisráðherra Írlands, sem einnig er utanríkisráðherra landsins, Micheal Martin, verði á ráðstefnu ráðherranna í Brussel í dag þar sem hann vonast til þess að hægt verði að setja meiri þrýsting á Ísrael að láta af hernaðaraðgerðum sínum á Gasa. Hann mun á fundinum ítreka áhyggjur Íra af almenningi í Palestínu og hvetja til þess að vopnahléi verði komið á strax. Þá þurfi einnig að vinna að því að fá gíslum Hamas sleppt og að koma neyðaraðstoð inn á Gasa. Haft er eftir honum að Evrópusambandið þurfi að vera skýrt og ákveðið hvað þetta varðar. Mótmælendur tjalda við heimili Netanyahu Á meðan því stendur hafa mótmælendur tjaldað nærri heimili Netanyahu í Jerúsalem og krefjast þess að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við Hamas um að sleppa gíslunum. Mótmælendur eru fjölskyldumeðlimir og vinir gíslanna sem enn eru í haldi Hamas og hafa verið það frá 7. október. Netanyahu hafnaði um helgina skilmálum Hamas til að sleppa gíslunum en meðal þeirra voru að Ísrael myndi binda enda á stríðið og láta Hamas um stjórn á Gasa. Riyad al-Maliki mun funda með ráðherrunum að loknum fundi þeirra með Katz. Ekki er talið líklegt að þeir al-Maliki og Katz fundi saman. Vísir/EPA Alls hafa um 25 þúsund látist í stríðinu sem hefur geisað á Gasa frá því í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu. Þetta kemur fram á vef BBC. Heilbrigðisráðuneytinu er stjórnað af Hamas samtökunum. Í yfirlýsingu frá þeim í gær kom fram að síðasta sólarhringinn hefðu 178 dáið og því væri það ein banvænasti dagur stríðsins. Palestína Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Spánn Írland Þýskaland Tengdar fréttir Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Á vef Guardian segir að ráðherrarnir 27 muni fyrst funda með utanríkisráðherra Ísrael, Israel Katz, og svo með utanríkisráðherra Palestínu, Riyad al-Maliki. Þeir tveir munu ekki hittast á fundi. Eftir það munu evrópsku ráðherrarnir einnig funda með utanríkisráðherrum Egyptalands, Jórdaníu og Sádi Arabíu. Ekki er eining um lausn á svæðinu í Evrópu en í grein Guardian um málið segir að á meðan Írar og Spánverjar hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi hafi Þjóðverjar ekki gert það. Evrópskir ráðamenn hafi þó teiknað upp það sem þeir sjái fyrir sér að gerist eftir stríðið. Þeir geri ráð fyrir að langvarandi hertöku Ísraela á svæðinu muni ljúka og að Hamas verði ekki lengur við völd heldur stjórni heimastjórn Palestínumanna. Israel Katz er utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun fyrst funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Á Guardian segir að varaforsætisráðherra Írlands, sem einnig er utanríkisráðherra landsins, Micheal Martin, verði á ráðstefnu ráðherranna í Brussel í dag þar sem hann vonast til þess að hægt verði að setja meiri þrýsting á Ísrael að láta af hernaðaraðgerðum sínum á Gasa. Hann mun á fundinum ítreka áhyggjur Íra af almenningi í Palestínu og hvetja til þess að vopnahléi verði komið á strax. Þá þurfi einnig að vinna að því að fá gíslum Hamas sleppt og að koma neyðaraðstoð inn á Gasa. Haft er eftir honum að Evrópusambandið þurfi að vera skýrt og ákveðið hvað þetta varðar. Mótmælendur tjalda við heimili Netanyahu Á meðan því stendur hafa mótmælendur tjaldað nærri heimili Netanyahu í Jerúsalem og krefjast þess að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við Hamas um að sleppa gíslunum. Mótmælendur eru fjölskyldumeðlimir og vinir gíslanna sem enn eru í haldi Hamas og hafa verið það frá 7. október. Netanyahu hafnaði um helgina skilmálum Hamas til að sleppa gíslunum en meðal þeirra voru að Ísrael myndi binda enda á stríðið og láta Hamas um stjórn á Gasa. Riyad al-Maliki mun funda með ráðherrunum að loknum fundi þeirra með Katz. Ekki er talið líklegt að þeir al-Maliki og Katz fundi saman. Vísir/EPA Alls hafa um 25 þúsund látist í stríðinu sem hefur geisað á Gasa frá því í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu. Þetta kemur fram á vef BBC. Heilbrigðisráðuneytinu er stjórnað af Hamas samtökunum. Í yfirlýsingu frá þeim í gær kom fram að síðasta sólarhringinn hefðu 178 dáið og því væri það ein banvænasti dagur stríðsins.
Palestína Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Spánn Írland Þýskaland Tengdar fréttir Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49
Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. 20. janúar 2024 23:43
Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damascus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damascus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03
Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15