Kona sem var dæmd fyrir þungunarrof laus úr fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 07:04 Kvenréttindahópar í El-Salvador hafa löngum barist fyrir réttinum til þugnunarrofs. Getty/Roque Alvarenga Ungri konu frá El-Salvador hefur verið sleppt úr fangelsi eftir sjö ára vist en hún var sakfelld fyrir að hafa rofið þungun. Konan var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2015. Mál Lilian vakti mikla athygli á sínum tíma en árið 2015, þegar hún var tvítug, fæddi hún stúlkubarn á sjúkrahúsi. Stúlkan dó þremur dögum síðar eftir stutta en erfiða glímu við ýmsa heilsufarskvilla. Þungunarrof í El Salvador er bannað með öllu og er ríkið þekkt fyrir eina ströngustu þungunarrofslöggjöf heims. Saksóknarar sökuðu Lilian um að hafa ekki gætt að heilbrigði fóstursins á meðan hún gekk með barnið og var hún ákærð fyrir vanrækslu og morð af ásettu ráði. Lilian, sem á tíu ára gamla dóttur, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist aldrei hafa ætlað að rjúfa þungunina. „Fyrir hönd allra kvenna biðla ég til ykkar að hætta að ásaka og dæma saklausar konur eins og mig,“ sagði Lilian á blaðamannafundi í gær. „Þetta var mjög erfið lífsreynsla sem ég vona að enginn annar þurfa að ganga í gegnum.“ Samkvæmt baráttuhópum kvenna í El-Salvador var Lilian sleppt úr fangelsi í desember en aðeins mátti greina frá frelsuninni nú. Að sögn hópanna var ákvörðun dómara um að frelsa Lilian byggð á því að hún hafi verið í viðkvæmri stöðu á sjúkrahúsinu þegar barn hennar dó. Í El-Salvador er bannað með ölu að rjúfa þungun, eins og áður segir. Það á við jafnvel í tilfellum nauðgunar eða þegar þungun leggur líf móðurinnar í hættu. Lögin voru sett árið 1998 og kveða á um það að þeir sem gerist sekir um þugnunarrof eigi yfir höfði sér tveggja til átta ára fangelsisvist. Í mörgum málum eru konur hins vegar ákærðar fyrir morð af ásettu ráði, þar sem lægsta mögulega refsing eru þrjátíu ár í fangelsi. El Salvador Þungunarrof Tengdar fréttir Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43 Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14 Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Mál Lilian vakti mikla athygli á sínum tíma en árið 2015, þegar hún var tvítug, fæddi hún stúlkubarn á sjúkrahúsi. Stúlkan dó þremur dögum síðar eftir stutta en erfiða glímu við ýmsa heilsufarskvilla. Þungunarrof í El Salvador er bannað með öllu og er ríkið þekkt fyrir eina ströngustu þungunarrofslöggjöf heims. Saksóknarar sökuðu Lilian um að hafa ekki gætt að heilbrigði fóstursins á meðan hún gekk með barnið og var hún ákærð fyrir vanrækslu og morð af ásettu ráði. Lilian, sem á tíu ára gamla dóttur, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist aldrei hafa ætlað að rjúfa þungunina. „Fyrir hönd allra kvenna biðla ég til ykkar að hætta að ásaka og dæma saklausar konur eins og mig,“ sagði Lilian á blaðamannafundi í gær. „Þetta var mjög erfið lífsreynsla sem ég vona að enginn annar þurfa að ganga í gegnum.“ Samkvæmt baráttuhópum kvenna í El-Salvador var Lilian sleppt úr fangelsi í desember en aðeins mátti greina frá frelsuninni nú. Að sögn hópanna var ákvörðun dómara um að frelsa Lilian byggð á því að hún hafi verið í viðkvæmri stöðu á sjúkrahúsinu þegar barn hennar dó. Í El-Salvador er bannað með ölu að rjúfa þungun, eins og áður segir. Það á við jafnvel í tilfellum nauðgunar eða þegar þungun leggur líf móðurinnar í hættu. Lögin voru sett árið 1998 og kveða á um það að þeir sem gerist sekir um þugnunarrof eigi yfir höfði sér tveggja til átta ára fangelsisvist. Í mörgum málum eru konur hins vegar ákærðar fyrir morð af ásettu ráði, þar sem lægsta mögulega refsing eru þrjátíu ár í fangelsi.
El Salvador Þungunarrof Tengdar fréttir Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43 Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14 Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43
Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14
Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01