Fagnaði sigri á meðan kærastinn lá slasaður á sjúkrahúsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 13:30 Mikaela Shiffrin kyssir Aleksander Aamodt Kilde áður en hún dreif sig af stað til Austurríkis þar sem hún vann síðan mótið í gærkvöldi. @mikaelashiffrin Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin sýndi mikinn andlegan styrk með því að vinna svigmót í Austurríki í gærkvöldi. Það er ekkert óvanalegt að Shiffrin sé að vinna mót enda sú sigursælasta frá upphafi en það voru kringumstæðurnar sem gerðu sigurinn enn merkilegri. Shiffrin var þarna að vinna sitt 94. heimsbikarsmót á ferlinum sem er met hjá bæði körlum og konum. Kærasti hennar, Aleksander Aamodt Kilde, hafði nefnilega slasast illa í skíðabrekku aðeins nokkrum dögum fyrr og lá illa slasaður á sjúkrahúsi. All the emotions today in Flachau as @MikaelaShiffrin brought home her fifth victory on this course #stifelusskiteam pic.twitter.com/zIFvIszk0U— U.S. Ski & Snowboard Team (@usskiteam) January 17, 2024 Kilde féll illa í brunkeppni í Sviss og var fluttur í burtu í þyrlu. Hann fór meðal annars úr axlarlið, fékk stóran skurð á kálfa og marðist í andliti. Shiffrin heimsótti Kilde á sjúkrahúsið í Bern í Sviss en fór síðan til Flachau í Austurríki þar sem svigmótið fór fram. „Ég vonast til þess að geta hringt í ‚Aleks' áður en hann fer að sofa,“ sagði Mikaela Shiffrin við NRK þegar hún yfirgaf viðtalið eftir sigurinn. Hún átti erfitt með sér í verðlaunaafhendingunni og gat ekki haldið aftur af tárunum. Þetta var í 81. sinn sem hún kemst á verðlaunapall í svigi á heimsbikarmóti. „Það er svo erfitt að halda einbeitingu þegar hjartað þitt er allt annars staðar. Það var samt hápunktur kvöldsins að ná að tala aðeins við ‚Aleks', skrifaði Shiffrin síðan á samfélagsmiðla sína eftir keppnina. Eftir sigurinn er Shiffrin bæði efst í svigi og samanlögðu í heimsbikarnum. View this post on Instagram A post shared by Aleksander Aamodt Kilde (@akilde) Skíðaíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira
Það er ekkert óvanalegt að Shiffrin sé að vinna mót enda sú sigursælasta frá upphafi en það voru kringumstæðurnar sem gerðu sigurinn enn merkilegri. Shiffrin var þarna að vinna sitt 94. heimsbikarsmót á ferlinum sem er met hjá bæði körlum og konum. Kærasti hennar, Aleksander Aamodt Kilde, hafði nefnilega slasast illa í skíðabrekku aðeins nokkrum dögum fyrr og lá illa slasaður á sjúkrahúsi. All the emotions today in Flachau as @MikaelaShiffrin brought home her fifth victory on this course #stifelusskiteam pic.twitter.com/zIFvIszk0U— U.S. Ski & Snowboard Team (@usskiteam) January 17, 2024 Kilde féll illa í brunkeppni í Sviss og var fluttur í burtu í þyrlu. Hann fór meðal annars úr axlarlið, fékk stóran skurð á kálfa og marðist í andliti. Shiffrin heimsótti Kilde á sjúkrahúsið í Bern í Sviss en fór síðan til Flachau í Austurríki þar sem svigmótið fór fram. „Ég vonast til þess að geta hringt í ‚Aleks' áður en hann fer að sofa,“ sagði Mikaela Shiffrin við NRK þegar hún yfirgaf viðtalið eftir sigurinn. Hún átti erfitt með sér í verðlaunaafhendingunni og gat ekki haldið aftur af tárunum. Þetta var í 81. sinn sem hún kemst á verðlaunapall í svigi á heimsbikarmóti. „Það er svo erfitt að halda einbeitingu þegar hjartað þitt er allt annars staðar. Það var samt hápunktur kvöldsins að ná að tala aðeins við ‚Aleks', skrifaði Shiffrin síðan á samfélagsmiðla sína eftir keppnina. Eftir sigurinn er Shiffrin bæði efst í svigi og samanlögðu í heimsbikarnum. View this post on Instagram A post shared by Aleksander Aamodt Kilde (@akilde)
Skíðaíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira