„Mér varð hreinlega óglatt" Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2024 07:01 Sigga hakkara þótti það afar athyglisvert þegar því var haldið fram að Kristjón Kormákur og Kristinn Hrafnsson hafi skrifað grein sem Bjartmar var skrifaður fyrir. Bjartmar segir frásögn Kristjóns Kormáks ekki standast. vísir/grafík „Þetta er alrangt. Og það get ég sagt það með góðri samvisku,“ segir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður. Í dönsku sjónvarpsþáttaseríunni Hættulegur strákur um Sigurð Inga Þórðarson, sem betur er þekktur sem Siggi hakkari, og Wikileaks er komið víða við sögu. Meðal annars er þar undir grein sem Bjartmar skrifaði og vann meðal annars upp úr átta tíma viðtali við Sigga hakkara. Bjartmar hefur látið hafa það eftir sér, í umræðuþætti Samstöðunnar sem sjá má að neðan, að hann hafi verið lengi að jafna sig eftir þá raun, sem fólst í því að ræða við svo siðblindan einstakling. Það þurfti í raun að fara yfir hvert orð sem Siggi sagði, engu var treystandi. Við lok þáttaraðarinnar verður einkennileg vending sem er til þess fallin að gera trúverðugleika Wikileaks, Stundarinnar og Bjartmars að engu. Þá stígur Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi ritstjóri með meiru, fram og hefur ótrúlega sögu að segja. Nefnilega þá að hann hafi nánast skrifað grein sem Bjartmar er skrifaður fyrir, grein sem skiptir miklu í þessu máli öllu þar sem fram kemur að Siggi hakkari hafi logið í FBI, frá A til Ö. Og það hafi hann gert sem starfsmaður Wikileaks. FBI hafði þá sem nú Júlían Assange, stofnanda Wikileaks, til rannsóknar. „Já, þessi Wikileaks-sirkus. Jæja,“ segir Kristjón Kormákur. Frásögn hans er til þess fallin að setja allt Wikileaks-málið í nýtt samhengi. Þáttagerðarmennirnir eru í það minnsta sannfærðir um að svo sé sem og Siggi sjálfur. Frásögn Kristjóns er eftirfarandi: Bjartmar kunni ekki að skrifa „Ég sem sagt ræð mig til Wikileaks, ég held að það hafi verið í lok febrúar. Kristinn Hrafnsson hefur samband og spyr mig hvort ég sé til í að taka að mér tveggja mánaða verkefni. Ca. Sem gengur út á að finna skít um Sigga. Ég held að þetta hafi verið fyrsta daginn að ég fer að leita; hvaða félög eru skráð á Sigga og bara alla í kringum hann. Svo kom hann inn og eftir okkur beið stútfullur póstkassi. Þarna var ég kominn með blaðamann með mér. Bjartmar. Kristjón Kormákur heldur því fram að hann hafi skrifað greinina um Sigga hakkara en ekki Bjartmar. Þessu hafnar Bjartmar hins vegar alfarið.vísir/vilhelm Hann hafði reynst frábær í síma og ósvífinn í að fara af stað, tilbúinn að fara af stað, svolítið eins og einn annar blaðamaður sem ég hef haft en … já, að vaða í hlutina. Þó hann kynni ekki „jack shit“ að skrifa. Ég þurfti að kenna honum það.“ Klippt er yfir í aðrar aðstæður og nú talar Kristjón ensku sem hér hefur verið snarað yfir á íslensku. „Starf mitt var einfalt, að finna skít á Sigga. Sem hægt væri að nota í málinu á hendur Júlían. Gera hann ótrúverðugan. Bjartmar er hæfileikaríkur blaðamaður ef þú notar hann á réttan hátt. Og þá ekki síst ef hann er að vinna með öðrum blaðamanni. Hann gæti aldrei skrifað grein sem þessa upp á eigin spýtur.“ En af hverju varst þú þá ekki skrifaður fyrir greininni? „Af því að ég var hluti af Wikileaks. Varðandi greinina, ég skrifaði nánast hvern staf í þessari grein. Hvað mig varðaði var hún að sextíu prósentum tilbúin. Þá sagði ég Bjartmari, jæja, nú er komið að þér. Fá Kristinn til að klára greinina. Kristinn á hluta í þessari grein þó hann starfi fyrir Wikileaks.“ Kristjón Kormákur góður penni Hér er um býsna alvarlegar ásakanir að ræða, að Wikileaks hafi í raun ritað grein sem birtist í Stundinni sem afrakstur rannsóknarblaðamennsku. Bjartmar segir þetta hins vegar alrangt. En vissulega sé rétt að Kristjón hafi lesið yfir hluta greinarinnar. „Sem vinur og fyrrverandi ritstjóri bað ég hann um að fara yfir orðalag að hluta og það voru mistök – greinilega.“ Bjartmar segir að hann hafi vissulega leitað til Kristjóns, þá sem vinar og fyrrum ritstjóra, til að lesa yfir innganginn fyrir sig. En að Kristjón hafi skrifað greinina sé fráleitt.vísir/frosti Bjartmar segist auðvitað hafa vitað að Kristjón var á þessum tíma í tímabundnu verkefni hjá Wikileaks. Enda hafi hann verið að þiggja upplýsingar frá Kristjóni. En að hann hafi þar með skrifað greinina sé algerlega úr vegi. „Kristjón er mjög góður penni. Og hann sendi mér athugasemdir en það átti bara við um innganginn. En ef það er svo að ég hafi beðið vin um að prófarkalesa fyrir mig, þá er ég náttúrlega sekur.“ Varð óglatt við að sjá Sigga við legstein fórnarlambs Spurður hvað honum þyki um þáttaröðina sjálfa segir Bjartmar þar margt ágætt en því miður sé þar einnig býsna margt rangt. Og hann skilur í raun ekki, ef þeir hafi svona mikið við grein sína að athuga, af hverju þeir spurðu þá ekki hinn „raunverulega höfund“ betur út í hana. „Þeir benda aldrei á neinar villur í greininni minni, afsakið, greininni hans Kristjóns,“ segir Bjartmar mæðulega: „Þetta er skrípaleikur.“ Þá segir Bjartmar að honum hafi brugðið þegar hann sá Sigga sýndan í myndinni standa yfir legsteini eins fórnarlamba sinna. Siggi er dæmdur kynferðisbrotamaður gagnvart ungum drengjum. Einn þeirra svipti sig lífi. Þetta segir hann sanna að dönsku kvikmyndagerðarmennirnir hafi ekki unnið vinnu sína. „Mér varð hreinlega óglatt. Ótrúlega ósmekklegt og ég vona innilega að fjölskylda og ættingjar hans þurfi ekki að sjá þetta. Mér fannst það út fyrir öll siðferðismörk því ég hef lesið samskiptin sem voru á milli þeirra. Þetta var rosalega ljótt að sjá.“ WikiLeaks Fjölmiðlar Mál Julians Assange Bíó og sjónvarp Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. 16. janúar 2024 08:01 Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Í dönsku sjónvarpsþáttaseríunni Hættulegur strákur um Sigurð Inga Þórðarson, sem betur er þekktur sem Siggi hakkari, og Wikileaks er komið víða við sögu. Meðal annars er þar undir grein sem Bjartmar skrifaði og vann meðal annars upp úr átta tíma viðtali við Sigga hakkara. Bjartmar hefur látið hafa það eftir sér, í umræðuþætti Samstöðunnar sem sjá má að neðan, að hann hafi verið lengi að jafna sig eftir þá raun, sem fólst í því að ræða við svo siðblindan einstakling. Það þurfti í raun að fara yfir hvert orð sem Siggi sagði, engu var treystandi. Við lok þáttaraðarinnar verður einkennileg vending sem er til þess fallin að gera trúverðugleika Wikileaks, Stundarinnar og Bjartmars að engu. Þá stígur Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi ritstjóri með meiru, fram og hefur ótrúlega sögu að segja. Nefnilega þá að hann hafi nánast skrifað grein sem Bjartmar er skrifaður fyrir, grein sem skiptir miklu í þessu máli öllu þar sem fram kemur að Siggi hakkari hafi logið í FBI, frá A til Ö. Og það hafi hann gert sem starfsmaður Wikileaks. FBI hafði þá sem nú Júlían Assange, stofnanda Wikileaks, til rannsóknar. „Já, þessi Wikileaks-sirkus. Jæja,“ segir Kristjón Kormákur. Frásögn hans er til þess fallin að setja allt Wikileaks-málið í nýtt samhengi. Þáttagerðarmennirnir eru í það minnsta sannfærðir um að svo sé sem og Siggi sjálfur. Frásögn Kristjóns er eftirfarandi: Bjartmar kunni ekki að skrifa „Ég sem sagt ræð mig til Wikileaks, ég held að það hafi verið í lok febrúar. Kristinn Hrafnsson hefur samband og spyr mig hvort ég sé til í að taka að mér tveggja mánaða verkefni. Ca. Sem gengur út á að finna skít um Sigga. Ég held að þetta hafi verið fyrsta daginn að ég fer að leita; hvaða félög eru skráð á Sigga og bara alla í kringum hann. Svo kom hann inn og eftir okkur beið stútfullur póstkassi. Þarna var ég kominn með blaðamann með mér. Bjartmar. Kristjón Kormákur heldur því fram að hann hafi skrifað greinina um Sigga hakkara en ekki Bjartmar. Þessu hafnar Bjartmar hins vegar alfarið.vísir/vilhelm Hann hafði reynst frábær í síma og ósvífinn í að fara af stað, tilbúinn að fara af stað, svolítið eins og einn annar blaðamaður sem ég hef haft en … já, að vaða í hlutina. Þó hann kynni ekki „jack shit“ að skrifa. Ég þurfti að kenna honum það.“ Klippt er yfir í aðrar aðstæður og nú talar Kristjón ensku sem hér hefur verið snarað yfir á íslensku. „Starf mitt var einfalt, að finna skít á Sigga. Sem hægt væri að nota í málinu á hendur Júlían. Gera hann ótrúverðugan. Bjartmar er hæfileikaríkur blaðamaður ef þú notar hann á réttan hátt. Og þá ekki síst ef hann er að vinna með öðrum blaðamanni. Hann gæti aldrei skrifað grein sem þessa upp á eigin spýtur.“ En af hverju varst þú þá ekki skrifaður fyrir greininni? „Af því að ég var hluti af Wikileaks. Varðandi greinina, ég skrifaði nánast hvern staf í þessari grein. Hvað mig varðaði var hún að sextíu prósentum tilbúin. Þá sagði ég Bjartmari, jæja, nú er komið að þér. Fá Kristinn til að klára greinina. Kristinn á hluta í þessari grein þó hann starfi fyrir Wikileaks.“ Kristjón Kormákur góður penni Hér er um býsna alvarlegar ásakanir að ræða, að Wikileaks hafi í raun ritað grein sem birtist í Stundinni sem afrakstur rannsóknarblaðamennsku. Bjartmar segir þetta hins vegar alrangt. En vissulega sé rétt að Kristjón hafi lesið yfir hluta greinarinnar. „Sem vinur og fyrrverandi ritstjóri bað ég hann um að fara yfir orðalag að hluta og það voru mistök – greinilega.“ Bjartmar segir að hann hafi vissulega leitað til Kristjóns, þá sem vinar og fyrrum ritstjóra, til að lesa yfir innganginn fyrir sig. En að Kristjón hafi skrifað greinina sé fráleitt.vísir/frosti Bjartmar segist auðvitað hafa vitað að Kristjón var á þessum tíma í tímabundnu verkefni hjá Wikileaks. Enda hafi hann verið að þiggja upplýsingar frá Kristjóni. En að hann hafi þar með skrifað greinina sé algerlega úr vegi. „Kristjón er mjög góður penni. Og hann sendi mér athugasemdir en það átti bara við um innganginn. En ef það er svo að ég hafi beðið vin um að prófarkalesa fyrir mig, þá er ég náttúrlega sekur.“ Varð óglatt við að sjá Sigga við legstein fórnarlambs Spurður hvað honum þyki um þáttaröðina sjálfa segir Bjartmar þar margt ágætt en því miður sé þar einnig býsna margt rangt. Og hann skilur í raun ekki, ef þeir hafi svona mikið við grein sína að athuga, af hverju þeir spurðu þá ekki hinn „raunverulega höfund“ betur út í hana. „Þeir benda aldrei á neinar villur í greininni minni, afsakið, greininni hans Kristjóns,“ segir Bjartmar mæðulega: „Þetta er skrípaleikur.“ Þá segir Bjartmar að honum hafi brugðið þegar hann sá Sigga sýndan í myndinni standa yfir legsteini eins fórnarlamba sinna. Siggi er dæmdur kynferðisbrotamaður gagnvart ungum drengjum. Einn þeirra svipti sig lífi. Þetta segir hann sanna að dönsku kvikmyndagerðarmennirnir hafi ekki unnið vinnu sína. „Mér varð hreinlega óglatt. Ótrúlega ósmekklegt og ég vona innilega að fjölskylda og ættingjar hans þurfi ekki að sjá þetta. Mér fannst það út fyrir öll siðferðismörk því ég hef lesið samskiptin sem voru á milli þeirra. Þetta var rosalega ljótt að sjá.“
WikiLeaks Fjölmiðlar Mál Julians Assange Bíó og sjónvarp Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. 16. janúar 2024 08:01 Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. 16. janúar 2024 08:01
Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01