Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. janúar 2024 17:15 Ásdís María Viðarsdóttir er að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum. Sunna Ben „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. Með hundruðir milljóna streyma á Spotify Ásdís hefur verið að gera öfluga hluti í hinum stóra tónlistarheimi og er með 1,4 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Lagið heitir Beat of Your Heart og kemur út á allar helstu streymisveitur 26. janúar. Ásdís og Purple Disco Machine birtu sameiginlega tilkynningu um þetta á samfélagsmiðlinum Instagram fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by Purple Disco Machine (@purple_disco_machine) Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Purple Disco Machine heitir réttu nafni Tino Piontek og kemur frá Þýskalandi. Hann vann til Grammy verðlauna í fyrra fyrir remix sem hann gerði af ofursmellinum About Damn Time með tónlistarkonunni Lizzo. View this post on Instagram A post shared by Purple Disco Machine (@purple_disco_machine) Þá hefur hann troðið upp á stærstu tónlistarhátíðum í heimi og gert það gott á vinsælum klúbbum, meðal annars í Mykonos og Ibiza en staðirnir eru þekktir fyrir öfluga klúbbasenu. Nokkur af lögum hans eru með hundruði milljóna streyma á Spotify. Rólan draumur að rætast Ásdís er búsett í Berlín en ferðast mikið sökum tónlistarinnar. Lögin hennar hafa ratað hátt á vinsældarlista úti og eru sum þeirra með tugi milljóna streyma á Spotify. Blaðamaður tók púlsinn á henni. „Ég var að vinna að lagi með vini mínum sem heitir Jenson Vaughan og hann hefur samið áður fyrir Purple Disco Machine. Við semjum þetta lag og ákveðum að senda það á hann. Purple Disco Machine verður mjög spenntur fyrir laginu en við heyrum svo ekki neitt í eitt ár. Þetta er því búið að vera lengi í vinnslu og svo náðum við aldrei að negla tímasetninguna á þessu en 26. janúar gekk þó að lokum upp.“ Ásdís María segir að verkefnið með Purple Disco Machine sé líklega það stærsta hingað til. Instagram @asdismv Ásdís hefur sem áður segir unnið að ýmsum stórum verkefnum en hún segir þetta þó hafa toppað annað. „Ég fór til Parísar til að taka upp myndband fyrir lagið og ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru. Purple Disco Machine er náttúrulega mjög þekktur hér úti, honum gengur vel og er með mikið af fólki á bak við sig þannig að þetta var algjörlega gígantískt myndband. Ég vil ekki spoila of mikið en ég er í rólu á einum tímapunkti sem er bara draumur að rætast hjá mér.“ Hún segir að fyrir utan erfiðleika með réttu tímasetninguna hafi allt ferlið hafi gengið eins og í sögu. „Hann er ótrúlega almennilegur og við kláruðum lagið meira að segja saman því hann vildi aðeins vinna í því eftir að við Jenson sendum það á hann.“ View this post on Instagram A post shared by ÁSDÍS (@asdismv) Risastórt gamlárspartý í Berlín Það er mikið um að vera hjá Ásdísi og mörg spennandi verkefni framundan. „Það er bara búið að vera dálítið brjálað að gera ef ég á að segja alveg eins og er. Ég næ ekki einu sinni að taka til í íbúðinni minni það er svo mikið að gera,“ segir Ásdís hlæjandi. „Ég var að spila í fyrsta skipti í gamlárspartýinu New Year Celebrate at The Gate Brandenburger Tor og það var geggjað. Ég fattaði ekki að þetta yrði svona stórt og mikið. Þetta var eiginlega bara súrrealískt, ég var með dansara með mér og kvöldið var tryllt. Það var auðvitað smá leiðinlegt að sjá ekki annálinn og skaupið fyrr en daginn eftir en það var vel þess virði,“ segir Ásdís glöð í bragði að lokum. Hér má hlusta á Ásdísi á streymisveitunni Spotify. Íslendingar erlendis Tónlist Grammy-verðlaunin Tengdar fréttir Íslensk söngkona springur út í Þýskalandi Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir er búsett í Berlín þar sem hún lifir sínu besta lífi og vinnur af fullum krafti í heimi tónlistarinnar. Hún hefur að mestu leyti starfað sem lagahöfundur á undanförnum árum en það þróaðist eiginlega óvart yfir í það að hún syngur nú eitt vinsælasta lagið í Þýskalandi, Dirty Dancing. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi. 20. september 2022 16:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Með hundruðir milljóna streyma á Spotify Ásdís hefur verið að gera öfluga hluti í hinum stóra tónlistarheimi og er með 1,4 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Lagið heitir Beat of Your Heart og kemur út á allar helstu streymisveitur 26. janúar. Ásdís og Purple Disco Machine birtu sameiginlega tilkynningu um þetta á samfélagsmiðlinum Instagram fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by Purple Disco Machine (@purple_disco_machine) Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Purple Disco Machine heitir réttu nafni Tino Piontek og kemur frá Þýskalandi. Hann vann til Grammy verðlauna í fyrra fyrir remix sem hann gerði af ofursmellinum About Damn Time með tónlistarkonunni Lizzo. View this post on Instagram A post shared by Purple Disco Machine (@purple_disco_machine) Þá hefur hann troðið upp á stærstu tónlistarhátíðum í heimi og gert það gott á vinsælum klúbbum, meðal annars í Mykonos og Ibiza en staðirnir eru þekktir fyrir öfluga klúbbasenu. Nokkur af lögum hans eru með hundruði milljóna streyma á Spotify. Rólan draumur að rætast Ásdís er búsett í Berlín en ferðast mikið sökum tónlistarinnar. Lögin hennar hafa ratað hátt á vinsældarlista úti og eru sum þeirra með tugi milljóna streyma á Spotify. Blaðamaður tók púlsinn á henni. „Ég var að vinna að lagi með vini mínum sem heitir Jenson Vaughan og hann hefur samið áður fyrir Purple Disco Machine. Við semjum þetta lag og ákveðum að senda það á hann. Purple Disco Machine verður mjög spenntur fyrir laginu en við heyrum svo ekki neitt í eitt ár. Þetta er því búið að vera lengi í vinnslu og svo náðum við aldrei að negla tímasetninguna á þessu en 26. janúar gekk þó að lokum upp.“ Ásdís María segir að verkefnið með Purple Disco Machine sé líklega það stærsta hingað til. Instagram @asdismv Ásdís hefur sem áður segir unnið að ýmsum stórum verkefnum en hún segir þetta þó hafa toppað annað. „Ég fór til Parísar til að taka upp myndband fyrir lagið og ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru. Purple Disco Machine er náttúrulega mjög þekktur hér úti, honum gengur vel og er með mikið af fólki á bak við sig þannig að þetta var algjörlega gígantískt myndband. Ég vil ekki spoila of mikið en ég er í rólu á einum tímapunkti sem er bara draumur að rætast hjá mér.“ Hún segir að fyrir utan erfiðleika með réttu tímasetninguna hafi allt ferlið hafi gengið eins og í sögu. „Hann er ótrúlega almennilegur og við kláruðum lagið meira að segja saman því hann vildi aðeins vinna í því eftir að við Jenson sendum það á hann.“ View this post on Instagram A post shared by ÁSDÍS (@asdismv) Risastórt gamlárspartý í Berlín Það er mikið um að vera hjá Ásdísi og mörg spennandi verkefni framundan. „Það er bara búið að vera dálítið brjálað að gera ef ég á að segja alveg eins og er. Ég næ ekki einu sinni að taka til í íbúðinni minni það er svo mikið að gera,“ segir Ásdís hlæjandi. „Ég var að spila í fyrsta skipti í gamlárspartýinu New Year Celebrate at The Gate Brandenburger Tor og það var geggjað. Ég fattaði ekki að þetta yrði svona stórt og mikið. Þetta var eiginlega bara súrrealískt, ég var með dansara með mér og kvöldið var tryllt. Það var auðvitað smá leiðinlegt að sjá ekki annálinn og skaupið fyrr en daginn eftir en það var vel þess virði,“ segir Ásdís glöð í bragði að lokum. Hér má hlusta á Ásdísi á streymisveitunni Spotify.
Íslendingar erlendis Tónlist Grammy-verðlaunin Tengdar fréttir Íslensk söngkona springur út í Þýskalandi Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir er búsett í Berlín þar sem hún lifir sínu besta lífi og vinnur af fullum krafti í heimi tónlistarinnar. Hún hefur að mestu leyti starfað sem lagahöfundur á undanförnum árum en það þróaðist eiginlega óvart yfir í það að hún syngur nú eitt vinsælasta lagið í Þýskalandi, Dirty Dancing. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi. 20. september 2022 16:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Íslensk söngkona springur út í Þýskalandi Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir er búsett í Berlín þar sem hún lifir sínu besta lífi og vinnur af fullum krafti í heimi tónlistarinnar. Hún hefur að mestu leyti starfað sem lagahöfundur á undanförnum árum en það þróaðist eiginlega óvart yfir í það að hún syngur nú eitt vinsælasta lagið í Þýskalandi, Dirty Dancing. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi. 20. september 2022 16:01