„Ætluðum að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2024 21:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Valur vann 22 stiga útisigur gegn Hamri 89-111. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sóknarleikinn en fannst ýmislegt vanta upp á í varnarleiknum. „Sóknarlega gerðum við ágætlega en varnarlega vorum við ekkert sérstakir. Mér fannst við oft á hælunum og slakir þar. Mér fannst allt annar bragur á Hamri eftir breytingarnar. Ég er hrifinn af þessum strákum sem komu inn og það er allt annað að sjá þetta lið núna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir leik. Valsarar áttu gott áhlaup í öðrum leikhluta sem varð til þess að Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, brenndi tvö leikhlé á stuttum tíma. „Mér fannst við mistækir á köflum og við ætluðum alltaf að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn og byggja ofan á það. Mér fannst þetta aldrei í hættu og við vorum með gæði til að refsa þegar við þurftum á því að halda.“ Finni fannst gaman að mæta Hamri í Hveragerði þar sem þetta var hans fyrsta heimsókn í Frystikistuna sem aðalþjálfari. „Það er erfitt að spila í þessu húsi. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég þjálfa sem aðalþjálfari í þessu íþróttahúsi. Ég hef komið hingað oft sem aðstoðarþjálfari í mjög erfiða leiki og þetta er skemmtilegt íþróttahús.“ Franck Kamgain gerði 21 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í síðari hálfleik. Finni fannst liðið einbeita sér betur að honum í síðari hálfleik. „Einbeitingin var meiri á hann í síðari hálfleik. Hann er frábær á opnum velli og við vorum að skilja hann of mikið eftir í einn á einn stöðu. Hann gerði vel í að sækja á hringinn og okkur tókst að loka betur á það.“ Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Hamars, gerði 17 stig í kvöld og Finnur endaði á að hrósa honum. „Mér fannst Björn Ásgeir mjög góður. Þetta var sá Björn Ásgeir sem maður hefur beðið eftir að sjá og hefur séð í 1. deildinni. Björn Ásgeir nýtur sín betur í svona liði með leikstjórnanda sem spilar upp á aðra,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson Valur Subway-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira
„Sóknarlega gerðum við ágætlega en varnarlega vorum við ekkert sérstakir. Mér fannst við oft á hælunum og slakir þar. Mér fannst allt annar bragur á Hamri eftir breytingarnar. Ég er hrifinn af þessum strákum sem komu inn og það er allt annað að sjá þetta lið núna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir leik. Valsarar áttu gott áhlaup í öðrum leikhluta sem varð til þess að Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, brenndi tvö leikhlé á stuttum tíma. „Mér fannst við mistækir á köflum og við ætluðum alltaf að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn og byggja ofan á það. Mér fannst þetta aldrei í hættu og við vorum með gæði til að refsa þegar við þurftum á því að halda.“ Finni fannst gaman að mæta Hamri í Hveragerði þar sem þetta var hans fyrsta heimsókn í Frystikistuna sem aðalþjálfari. „Það er erfitt að spila í þessu húsi. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég þjálfa sem aðalþjálfari í þessu íþróttahúsi. Ég hef komið hingað oft sem aðstoðarþjálfari í mjög erfiða leiki og þetta er skemmtilegt íþróttahús.“ Franck Kamgain gerði 21 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í síðari hálfleik. Finni fannst liðið einbeita sér betur að honum í síðari hálfleik. „Einbeitingin var meiri á hann í síðari hálfleik. Hann er frábær á opnum velli og við vorum að skilja hann of mikið eftir í einn á einn stöðu. Hann gerði vel í að sækja á hringinn og okkur tókst að loka betur á það.“ Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Hamars, gerði 17 stig í kvöld og Finnur endaði á að hrósa honum. „Mér fannst Björn Ásgeir mjög góður. Þetta var sá Björn Ásgeir sem maður hefur beðið eftir að sjá og hefur séð í 1. deildinni. Björn Ásgeir nýtur sín betur í svona liði með leikstjórnanda sem spilar upp á aðra,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson
Valur Subway-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira