Haukar segja sína hlið á laugardagsfundinum með Everage Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 11:01 Everage Lee Richardson talaði við Hauka en hélt því fram að hann væri með lausan samning sem var ekki. Vísir/Diego Everage Lee Richardson er og verður áfram leikmaður Breiðabliks. Haukar hafa lokað málinu enda leikmaðurinn á samningi hjá Breiðabliki. Haukar sýndu honum áhuga og ræddu við hann en segjast þá hafa fengið þær upplýsingar að hann væri að laus hjá Breiðabliki. Svo var hins vegar ekki. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við fréttaflutning um það að Everage vildi komast til Hauka og sagði leikmanninn vera sáttan hjá Blikum auk þess að vera á samning sem Blikar væru að standa við. Ívar var líka ósáttur við það að Haukar væru að tala við samningsbundinn leikmann. Nú hafa Haukarnir komið fram með sína hlið á þessu máli. Þeir segja aðra sögu. „Við skulum hafa eitt alfarið á hreinu að Ívar er að kasta risastórum hnullungi úr glerhúsi. Hann sótti Breka (Gylfason) sjálfur úr Breiðabliki svona eins og hann er að væna okkur um sem er kolrangt,“ sagði Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum og fyrrum leikmaður liðsins, í samtali við Vísi. Everage Richardsson.Vísir/Bára Er vinur þjálfara Hauka „Staðan er einfaldlega sú að Maté (Dalmay, þjálfari Hauka) og Everage eru vinir frá því að Maté samdi við Everage á sínum tíma. Everage er búinn að vera ósáttur hjá Breiðabliki út af fjárhagsstöðunni. Hann er að fá seint borgað. Hann hefur fengið borgað en var ekki búinn að fá borgað fyrir desember á föstudaginn var,“ sagði Kristinn. „Hann lætur Maté vita að hann vilji koma í Hauka, þrátt fyrir að hafa unnið okkur og pakkað okkur saman. Hann lætur Maté vita af því að hann sé búinn að koma sér undan samningi. Ég sagði við Maté: Ekki eyða tímanum mínum í að fara að setjast niður með honum fyrir hönd félagsins ef hann er ekki búinn að fá sig lausan,“ sagði Kristinn. Hélt því fram að hann væri með lausan samning „Hann heldur því fram stanslaust að hann hafi rætt við Ívar (Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks) og Heimi (Snæ Jónsson, formaður KKd. Breiðalbiks) og að hann sé með lausan samning. Ég segi við Maté á laugardagsmorguninn: Segðu Everage að hitta okkur. Við gerum tekið spjallið ef hann vill hitta okkur fyrst hann sé með lausan samning. Þá er ekkert mál að setjast niður og sjá hvað hann er að pæla,“ sagði Kristinn. „Rétt áður við spjöllum við hann þá hringir Bragi (Magnússon, formaður KKd.Hauka) í Ívar. Ívar segir honum að hann sé ekki formlega búinn að leysa sig undan samning og þá förum við inn á fundinn á allt öðrum forsendum. Við segjum Everage hvað Ívar sagði og þá fer Everage eitthvað að malda í móinn og segir að það sé einhver misskilningur. Hann ætlar þá að tala við þá. Þeir tala saman. Everage hættir við og málið er leyst,“ sagði Kristinn. „Málið er búið eftir það. Ég hringi í Heimi og læt hann vita að við höfum hitt Everage og það hafi komið fram fyrir fundinn að hann væri ekki búinn að leysa sig undan samning. Heimir segist ekki ætla að skrifa undir nein félagaskipti og alls ekki til okkar út af samkeppninni,“ sagði Kristinn. Haukar og Breiðablik eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Kristinn er ekki sáttur við það sem Ívar sagði í viðtali við Vísi og segir þjálfara Breiðabliks fara þar með rangt mál. Buðu honum aldrei hærri laun „Við erum ekki að bjóða Everage hærri laun. Það er þá eitthvað sem Everage hefur kannski sagt við hann. Ég veit það ekki. Við buðum honum aldrei hærri laun. Það var laus þjálfarastaða í minnibolta átta og níu ára. Við ætluðum að leyfa honum að koma og þjálfa. Svo myndum við semja við hann eftir tímabilið ef það myndi ganga vel. Það komum við með inn í samningaviðræðurnar,“ sagði Kristinn. „Stjórn Hauka finnst Ívar vera hagræða sannleikanum heldur betur í sinn hag þarna. Leikmaðurinn nálgaðist okkur haldandi því fram að hann væri búinn að leysa sig undan samningi,“ sagði Kristinn. Næstu leikir liðanna eru í kvöld. Haukar heimsækja Njarðvík en Blikar taka á móti Hetti í Smáranum. Leikur Breiðabliks og Hattar hefst klukkan 17.45 en leikur Hauka og Njarðvíkur klukkan 19.15. Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við fréttaflutning um það að Everage vildi komast til Hauka og sagði leikmanninn vera sáttan hjá Blikum auk þess að vera á samning sem Blikar væru að standa við. Ívar var líka ósáttur við það að Haukar væru að tala við samningsbundinn leikmann. Nú hafa Haukarnir komið fram með sína hlið á þessu máli. Þeir segja aðra sögu. „Við skulum hafa eitt alfarið á hreinu að Ívar er að kasta risastórum hnullungi úr glerhúsi. Hann sótti Breka (Gylfason) sjálfur úr Breiðabliki svona eins og hann er að væna okkur um sem er kolrangt,“ sagði Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum og fyrrum leikmaður liðsins, í samtali við Vísi. Everage Richardsson.Vísir/Bára Er vinur þjálfara Hauka „Staðan er einfaldlega sú að Maté (Dalmay, þjálfari Hauka) og Everage eru vinir frá því að Maté samdi við Everage á sínum tíma. Everage er búinn að vera ósáttur hjá Breiðabliki út af fjárhagsstöðunni. Hann er að fá seint borgað. Hann hefur fengið borgað en var ekki búinn að fá borgað fyrir desember á föstudaginn var,“ sagði Kristinn. „Hann lætur Maté vita að hann vilji koma í Hauka, þrátt fyrir að hafa unnið okkur og pakkað okkur saman. Hann lætur Maté vita af því að hann sé búinn að koma sér undan samningi. Ég sagði við Maté: Ekki eyða tímanum mínum í að fara að setjast niður með honum fyrir hönd félagsins ef hann er ekki búinn að fá sig lausan,“ sagði Kristinn. Hélt því fram að hann væri með lausan samning „Hann heldur því fram stanslaust að hann hafi rætt við Ívar (Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks) og Heimi (Snæ Jónsson, formaður KKd. Breiðalbiks) og að hann sé með lausan samning. Ég segi við Maté á laugardagsmorguninn: Segðu Everage að hitta okkur. Við gerum tekið spjallið ef hann vill hitta okkur fyrst hann sé með lausan samning. Þá er ekkert mál að setjast niður og sjá hvað hann er að pæla,“ sagði Kristinn. „Rétt áður við spjöllum við hann þá hringir Bragi (Magnússon, formaður KKd.Hauka) í Ívar. Ívar segir honum að hann sé ekki formlega búinn að leysa sig undan samning og þá förum við inn á fundinn á allt öðrum forsendum. Við segjum Everage hvað Ívar sagði og þá fer Everage eitthvað að malda í móinn og segir að það sé einhver misskilningur. Hann ætlar þá að tala við þá. Þeir tala saman. Everage hættir við og málið er leyst,“ sagði Kristinn. „Málið er búið eftir það. Ég hringi í Heimi og læt hann vita að við höfum hitt Everage og það hafi komið fram fyrir fundinn að hann væri ekki búinn að leysa sig undan samning. Heimir segist ekki ætla að skrifa undir nein félagaskipti og alls ekki til okkar út af samkeppninni,“ sagði Kristinn. Haukar og Breiðablik eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Kristinn er ekki sáttur við það sem Ívar sagði í viðtali við Vísi og segir þjálfara Breiðabliks fara þar með rangt mál. Buðu honum aldrei hærri laun „Við erum ekki að bjóða Everage hærri laun. Það er þá eitthvað sem Everage hefur kannski sagt við hann. Ég veit það ekki. Við buðum honum aldrei hærri laun. Það var laus þjálfarastaða í minnibolta átta og níu ára. Við ætluðum að leyfa honum að koma og þjálfa. Svo myndum við semja við hann eftir tímabilið ef það myndi ganga vel. Það komum við með inn í samningaviðræðurnar,“ sagði Kristinn. „Stjórn Hauka finnst Ívar vera hagræða sannleikanum heldur betur í sinn hag þarna. Leikmaðurinn nálgaðist okkur haldandi því fram að hann væri búinn að leysa sig undan samningi,“ sagði Kristinn. Næstu leikir liðanna eru í kvöld. Haukar heimsækja Njarðvík en Blikar taka á móti Hetti í Smáranum. Leikur Breiðabliks og Hattar hefst klukkan 17.45 en leikur Hauka og Njarðvíkur klukkan 19.15.
Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira