Er ráðherra hafinn yfir lög? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 10. janúar 2024 08:31 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga. Því fólki sem hingað inn er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins.“ Í nágrannalöndum okkar bera stjórnmálamenn mikla virðingu fyrir því trausti sem almenningur veitir þeim. Í fyrra sagði Anette Trettebergstuen af sér sem menningar- og jafnréttisráðherra Noregs þegar hún var ásökuð að hafa skipað vini og fyrrverandi flokksystkin í stjórnir ríkisstofnana. Benny Engelbrecht, fyrrverandi samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína árið 2022 eftir að í ljós kom að hann hafði ekki upplýst danska þingið að fullu um raunverulega kolefnislosun í tengslum við samgönguáætlun, sem hann hafði áður sagt að yrði fyrsta kolefnishlutlausa samgönguáætlunin í sögu Danmerkur. Hér á Íslandi horfum við upp á dvínandi traust til Alþingis og ríkisstjórnarinnar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar firra sig ábyrgð þegar í ljós kemur að þeir hafa brotið gegn lögum. Hver á að bera virðingu fyrir lögum ef ekki löggjafinn sjálfur? Hvaða hagsmunir eru í forgangi þegar ráðherrar neita að axla ábyrgð á eigin gjörðum? Við í Flokki fólksins munum leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, þann 22. jan. n.k. hafi ráðherrann þá ekki þegar sagt af sér ráðherradómi. Það er hafið yfir allan vafa að ráðherrann fór ekki að lögum við setningu reglugerðar um hvalveiðar síðasta vor. Við teljum mikilvægt að hún axli ábyrgð. Ráðherrann hefur rýrt orðspor Alþingis og hugsanlega bakað íslenskum skattgreiðendum skaðabótaskyldu upp á hundruð milljóna króna. Við teljum það grafalvarlegt mál þegar handhafi framkvæmdarvalds brýtur lögmætisregluna og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Það er grafalvarlegt mál þegar ráðherra setur reglugerð án þess að hafa heimild til þess í lögum. Hvað þá ef það er gegn betri vitund. Slík háttsemi er valdníðsla. Vegna þess hefur Flokkur fólksins tekið skýra og ákveðna afstöðu gegn núverandi matvælaráðherra. Ef fulltrúar Alþingis vilja kalla eftir trausti, þurfum við sjálf að sýna starfi okkar tilhlýðilega virðingu. Til að endurreisa traust almennings á Alþingi þurfum við að taka öðruvísi á málunum. Svandís Svavarsdóttir á að segja af sér sem matvælaráðherra. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga. Því fólki sem hingað inn er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins.“ Í nágrannalöndum okkar bera stjórnmálamenn mikla virðingu fyrir því trausti sem almenningur veitir þeim. Í fyrra sagði Anette Trettebergstuen af sér sem menningar- og jafnréttisráðherra Noregs þegar hún var ásökuð að hafa skipað vini og fyrrverandi flokksystkin í stjórnir ríkisstofnana. Benny Engelbrecht, fyrrverandi samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína árið 2022 eftir að í ljós kom að hann hafði ekki upplýst danska þingið að fullu um raunverulega kolefnislosun í tengslum við samgönguáætlun, sem hann hafði áður sagt að yrði fyrsta kolefnishlutlausa samgönguáætlunin í sögu Danmerkur. Hér á Íslandi horfum við upp á dvínandi traust til Alþingis og ríkisstjórnarinnar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar firra sig ábyrgð þegar í ljós kemur að þeir hafa brotið gegn lögum. Hver á að bera virðingu fyrir lögum ef ekki löggjafinn sjálfur? Hvaða hagsmunir eru í forgangi þegar ráðherrar neita að axla ábyrgð á eigin gjörðum? Við í Flokki fólksins munum leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, þann 22. jan. n.k. hafi ráðherrann þá ekki þegar sagt af sér ráðherradómi. Það er hafið yfir allan vafa að ráðherrann fór ekki að lögum við setningu reglugerðar um hvalveiðar síðasta vor. Við teljum mikilvægt að hún axli ábyrgð. Ráðherrann hefur rýrt orðspor Alþingis og hugsanlega bakað íslenskum skattgreiðendum skaðabótaskyldu upp á hundruð milljóna króna. Við teljum það grafalvarlegt mál þegar handhafi framkvæmdarvalds brýtur lögmætisregluna og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Það er grafalvarlegt mál þegar ráðherra setur reglugerð án þess að hafa heimild til þess í lögum. Hvað þá ef það er gegn betri vitund. Slík háttsemi er valdníðsla. Vegna þess hefur Flokkur fólksins tekið skýra og ákveðna afstöðu gegn núverandi matvælaráðherra. Ef fulltrúar Alþingis vilja kalla eftir trausti, þurfum við sjálf að sýna starfi okkar tilhlýðilega virðingu. Til að endurreisa traust almennings á Alþingi þurfum við að taka öðruvísi á málunum. Svandís Svavarsdóttir á að segja af sér sem matvælaráðherra. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun