Þjóðarsátt – um hvað og fyrir hverja? Þórarinn Eyfjörð skrifar 8. janúar 2024 06:00 Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild. Á síðustu vikum hafa tiltekin stéttarfélög innan ASÍ verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Aðilar beggja vegna borðsins hafa notað hugtökin Breiðfylking og Þjóðarsátt um þau samtöl og lýst vilja til að leggja áherslu á kjarasamninga til lengri tíma, gera breytingar á tilfærslukerfunum og vinna að því að ná verðbólgunni niður. En það þarf meira en góðan vilja og samtöl þessara aðila til að leggja drög að þjóðarsátt um kjarasamninga, fleiri samnings- og hagsmunaaðilar þurfa að koma að málum ef alvöru þjóðarsátt er í sigtinu. Bandalög launafólks og stéttarfélögin innan þeirra þurfa öll að koma að málum með virku samráði. Það þarf að tryggja aðkomu BSRB, BHM, KÍ og fjölmennra félaga sem standa utan bandalaga. Þá þarf að tryggja aðkomu ríkisins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka allra atvinnurekenda á almennum markaði. Samkomulag um þjóðarsátt þarf einnig að gera í samráði við mikilvæg hagsmuna- og velferðarsamtök eins og Öryrkjabandalagið og samtök eldri borgara. Og það þarf víðtækt samkomulag um breytingar á velferðar-, heilbrigðis-, skatta- og fjármálakerfinu. Eitt stærsta hagsmunamál almennings, launafólks og fjölskyldna á Íslandi er að heilbrigðiskerfið sé rekið með sómasamlegum hætti, að gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu verði hætt og þar á tannlæknaþjónusta ekki að vera undanskilin. Það þarf róttækar breytingar á skattkerfinu þannig að létt verði á skattbyrði þeirra sem minna hafa milli handanna og meira verði sótt til hinna efnameiri. Hækka þarf skattheimtu á arðgreiðslum og fjármagnstekjum og miklu öflugri skattheimta þarf að koma til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum. Það er löngu tímabært að styrkja fjármögnun sveitarfélaganna þannig að þau geti með sóma sinnt hlutverki sínu við uppvöxt og menntun barna og almennt styrkt þjónustuhlutverk sitt gagnvart íbúum. Það þarf að koma á öflugum bankaskatti, setja reglur um heimildir bankanna hvað varðar vaxtamun á milli inn- og útlána og setja hömlur á þjónustugjöld bankanna út frá hagsmunum almennings. Það er aðkallandi að efla húsnæðiskerfið, gera samkomulag um verðþróun á nauðsynjum og lækka álagningu og opinber gjöld. Síðast en ekki síst þá þarf aðgerðir til að útrýma fátækt á Íslandi og setja á oddinn að fátæk börn fái sömu tækifæri og önnur börn til að þroskast og dafna. Til þess að ná þjóðarsátt þarf því að líta til allra átta. Breið samstaða og samhent átak til að ná meiri jöfnuði í samfélaginu og meira jafnvægi í hagkerfinu, verður einungis að veruleika ef heiðarleg tilraun verður gerð til að leiða alla aðila saman í að byggja upp betra samfélag fyrir okkur öll. Það er örugglega ómaksins vert að reyna að ná samstöðu um það góða markmið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild. Á síðustu vikum hafa tiltekin stéttarfélög innan ASÍ verið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Aðilar beggja vegna borðsins hafa notað hugtökin Breiðfylking og Þjóðarsátt um þau samtöl og lýst vilja til að leggja áherslu á kjarasamninga til lengri tíma, gera breytingar á tilfærslukerfunum og vinna að því að ná verðbólgunni niður. En það þarf meira en góðan vilja og samtöl þessara aðila til að leggja drög að þjóðarsátt um kjarasamninga, fleiri samnings- og hagsmunaaðilar þurfa að koma að málum ef alvöru þjóðarsátt er í sigtinu. Bandalög launafólks og stéttarfélögin innan þeirra þurfa öll að koma að málum með virku samráði. Það þarf að tryggja aðkomu BSRB, BHM, KÍ og fjölmennra félaga sem standa utan bandalaga. Þá þarf að tryggja aðkomu ríkisins, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka allra atvinnurekenda á almennum markaði. Samkomulag um þjóðarsátt þarf einnig að gera í samráði við mikilvæg hagsmuna- og velferðarsamtök eins og Öryrkjabandalagið og samtök eldri borgara. Og það þarf víðtækt samkomulag um breytingar á velferðar-, heilbrigðis-, skatta- og fjármálakerfinu. Eitt stærsta hagsmunamál almennings, launafólks og fjölskyldna á Íslandi er að heilbrigðiskerfið sé rekið með sómasamlegum hætti, að gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjónustu verði hætt og þar á tannlæknaþjónusta ekki að vera undanskilin. Það þarf róttækar breytingar á skattkerfinu þannig að létt verði á skattbyrði þeirra sem minna hafa milli handanna og meira verði sótt til hinna efnameiri. Hækka þarf skattheimtu á arðgreiðslum og fjármagnstekjum og miklu öflugri skattheimta þarf að koma til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlindum. Það er löngu tímabært að styrkja fjármögnun sveitarfélaganna þannig að þau geti með sóma sinnt hlutverki sínu við uppvöxt og menntun barna og almennt styrkt þjónustuhlutverk sitt gagnvart íbúum. Það þarf að koma á öflugum bankaskatti, setja reglur um heimildir bankanna hvað varðar vaxtamun á milli inn- og útlána og setja hömlur á þjónustugjöld bankanna út frá hagsmunum almennings. Það er aðkallandi að efla húsnæðiskerfið, gera samkomulag um verðþróun á nauðsynjum og lækka álagningu og opinber gjöld. Síðast en ekki síst þá þarf aðgerðir til að útrýma fátækt á Íslandi og setja á oddinn að fátæk börn fái sömu tækifæri og önnur börn til að þroskast og dafna. Til þess að ná þjóðarsátt þarf því að líta til allra átta. Breið samstaða og samhent átak til að ná meiri jöfnuði í samfélaginu og meira jafnvægi í hagkerfinu, verður einungis að veruleika ef heiðarleg tilraun verður gerð til að leiða alla aðila saman í að byggja upp betra samfélag fyrir okkur öll. Það er örugglega ómaksins vert að reyna að ná samstöðu um það góða markmið. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun