Réttarhöldum yfir árásarmanni Rushdie frestað vegna nýrrar bókar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2024 07:02 Rushdie hefur ritað bók um árásina sem kemur út á næstunni. Hann segist vilja horfa fram á við og halda áfram með líf sitt. Getty/Thomas Lohnes Réttarhöldum yfir manninum sem réðist á rithöfundinn Salman Rushdie í ágúst 2022 hefur verið frestar vegna útgáfu nýrrar bókar Rushdie um árásina og eftirmála hennar. Til stóð að réttarhöldin hæfust 8. janúar næstkomandi en dómari í New York féllst á umleitan verjenda árásarmannsins, Hadi Matar, um að þeim yrði frestað þannig að þeir fengju tækifæri til að kynna sér efni bókarinnar. Hún yrði mögulega lögð fram sem sönnunargagn í málinu. Bókin ber titilinn „Hnífur: Hugleiðingar eftir morðtilraun“ og fjallar um það þegar Matar, 26 ára íbúi New Jersey, réðist upp á svið þar sem Rushie stóð og stakk hann ítrekað. Rushdie blindaðist á öðru auga og hlaut skaða á hendi. Verjendur eru sagðir munu krefjast þess að fá afrit af handriti bókarinnar áður en hún kemur út en saksóknarinn í málinu segir bókina ekki munu hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Eins og þekkt er varði Rushdie mörgum árum í felum eftir útgáfu bókarinnar „Söngvar Satans“ árið 1988 en hann var úrskurðaður réttdræpur í kjölfarið af þáverandi leiðtoga Íran. Öfgamenn hafa ítrekað vísað til bókarinnar sem hvatans á bak við voðaverk sín. Rushdie sagðist í samtali við BBC í fyrra vera óviss um það hvort hann vildi mæta Matar í dómsal; hluti af honum vildi vera viðstaddur og horfa í augu árásarmannsins en hluti af honum vildi hreinlega ekki verja meiri orku í málið. Bandaríkin Erlend sakamál Bókmenntir Mál Salman Rushdie Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Til stóð að réttarhöldin hæfust 8. janúar næstkomandi en dómari í New York féllst á umleitan verjenda árásarmannsins, Hadi Matar, um að þeim yrði frestað þannig að þeir fengju tækifæri til að kynna sér efni bókarinnar. Hún yrði mögulega lögð fram sem sönnunargagn í málinu. Bókin ber titilinn „Hnífur: Hugleiðingar eftir morðtilraun“ og fjallar um það þegar Matar, 26 ára íbúi New Jersey, réðist upp á svið þar sem Rushie stóð og stakk hann ítrekað. Rushdie blindaðist á öðru auga og hlaut skaða á hendi. Verjendur eru sagðir munu krefjast þess að fá afrit af handriti bókarinnar áður en hún kemur út en saksóknarinn í málinu segir bókina ekki munu hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Eins og þekkt er varði Rushdie mörgum árum í felum eftir útgáfu bókarinnar „Söngvar Satans“ árið 1988 en hann var úrskurðaður réttdræpur í kjölfarið af þáverandi leiðtoga Íran. Öfgamenn hafa ítrekað vísað til bókarinnar sem hvatans á bak við voðaverk sín. Rushdie sagðist í samtali við BBC í fyrra vera óviss um það hvort hann vildi mæta Matar í dómsal; hluti af honum vildi vera viðstaddur og horfa í augu árásarmannsins en hluti af honum vildi hreinlega ekki verja meiri orku í málið.
Bandaríkin Erlend sakamál Bókmenntir Mál Salman Rushdie Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira