Hæfðu flóttamannabúðir á Gasa þar sem mannfall nálgast 22 þúsund Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 15:24 Palestínsk kona sem særðist í árásum Ísraels í gær leitaði sér læknishjálpar á spítala á suðurhluta Gasa. Ap/Mohammed Dahman Herflugvélar á vegum Ísraelshers hæfðu tvær flóttamannabúðir á miðri Gasaströndinni í dag og er lítið útlit fyrir að nokkurt hlé verði gert á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Mannfall þar er nú sagt nálgast 22 þúsund manns. Hátt settur ráðamaður innan Hamas segir samtökin enn standa fast á því að fleiri gíslum verði ekki sleppt úr haldi þeirra fyrr en komið verði á ótímabundnu vopnahléi á svæðinu. Samrýmist sú krafa ekki nýlegri tillögu ráðamanna í Egyptalandi sem hafa reynt að miðla málum milli Hamas og ísraelskra stjórnvalda til að binda enda á blóðugu átökin sem nálgast nú þriðja mánuð. Talið er fullvíst að Ísraelsmenn komi til með að hafna kröfum Hamas en stjórnvöld þar hafa sagt stöðvun átaka nú jafngilda sigri Hamas. Ísraelsstjórn hefur heitið því að halda stórfelldum loft- og landhernaði sínum á Gasaströndinni áfram þar til samtökin hafi verið leyst upp. Palestínskur maður ber lík skyldmennis sem fórst í árás Ísraels á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Bandaríkjastjórn hefur stutt Ísrael dyggilega í þessum efnum á alþjóðavettvangi en ríkisstjórn Joe Biden hefur á sama tíma kallað eftir því að Ísraelsher geri meira til þess að komast hjá frekara mannfalli meðal Palestínskra borgara. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en talið er að um 85% af 2,3 milljónum íbúa Gasa séu nú á vergangi. Stríðið hófst í kjölfar mannskæðrar árásar Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Síðan þá hefur mikill fjöldi Palestínumanna leitað skjóls á svæðum á Gasa sem hafa síðar orðið fyrir árásum Ísraels, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svæðin ættu að teljast örugg. Palestínumenn við rústir eftir árás Ísraelshers í Rafah á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Samþykktu aukna vopnasölu Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem er undir stjórn Hamas, gaf út í dag að 21.672 Palestínumenn hafi farist frá því að stríðsátökin hófust í október og 56.165 aðrir særst. Talsmaður ráðuneytisins bætti við að 165 hafi farist á síðastliðnum sólarhring. Ekki er gerður greinarmunur á andlátum bardagamanna og almennra borgara í tölunum en heilbrigðisyfirvöld hafa sagt um 70% hinna látnu vera konur og börn. Sum af nýjustu andlátunum voru tilkynnt í kjölfar áðurnefndra loftárása Ísraelshers á Nuseirat og Bureij flóttamannabúðirnar sem gerðar voru aðfaranótt laugardags og fram á laugardag. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna samþykkti í gær að selja hergögn til Ísraels fyrir 147,5 milljónir Bandaríkjadala, til viðbótar við fyrri vopnasölu og fjárhagsaðstoð. Ísraelskir hermenn tóku sér stöðu Ísraelsmegin við ytri mörk Gasastrandarinnar í gær.Ap/Ariel Schalit Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33 Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Samrýmist sú krafa ekki nýlegri tillögu ráðamanna í Egyptalandi sem hafa reynt að miðla málum milli Hamas og ísraelskra stjórnvalda til að binda enda á blóðugu átökin sem nálgast nú þriðja mánuð. Talið er fullvíst að Ísraelsmenn komi til með að hafna kröfum Hamas en stjórnvöld þar hafa sagt stöðvun átaka nú jafngilda sigri Hamas. Ísraelsstjórn hefur heitið því að halda stórfelldum loft- og landhernaði sínum á Gasaströndinni áfram þar til samtökin hafi verið leyst upp. Palestínskur maður ber lík skyldmennis sem fórst í árás Ísraels á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Bandaríkjastjórn hefur stutt Ísrael dyggilega í þessum efnum á alþjóðavettvangi en ríkisstjórn Joe Biden hefur á sama tíma kallað eftir því að Ísraelsher geri meira til þess að komast hjá frekara mannfalli meðal Palestínskra borgara. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en talið er að um 85% af 2,3 milljónum íbúa Gasa séu nú á vergangi. Stríðið hófst í kjölfar mannskæðrar árásar Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Síðan þá hefur mikill fjöldi Palestínumanna leitað skjóls á svæðum á Gasa sem hafa síðar orðið fyrir árásum Ísraels, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svæðin ættu að teljast örugg. Palestínumenn við rústir eftir árás Ísraelshers í Rafah á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Samþykktu aukna vopnasölu Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem er undir stjórn Hamas, gaf út í dag að 21.672 Palestínumenn hafi farist frá því að stríðsátökin hófust í október og 56.165 aðrir særst. Talsmaður ráðuneytisins bætti við að 165 hafi farist á síðastliðnum sólarhring. Ekki er gerður greinarmunur á andlátum bardagamanna og almennra borgara í tölunum en heilbrigðisyfirvöld hafa sagt um 70% hinna látnu vera konur og börn. Sum af nýjustu andlátunum voru tilkynnt í kjölfar áðurnefndra loftárása Ísraelshers á Nuseirat og Bureij flóttamannabúðirnar sem gerðar voru aðfaranótt laugardags og fram á laugardag. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna samþykkti í gær að selja hergögn til Ísraels fyrir 147,5 milljónir Bandaríkjadala, til viðbótar við fyrri vopnasölu og fjárhagsaðstoð. Ísraelskir hermenn tóku sér stöðu Ísraelsmegin við ytri mörk Gasastrandarinnar í gær.Ap/Ariel Schalit
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33 Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33
Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48
Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48