Hinsegin ungmenni í Rússlandi þvinguð í bælingarmeðferðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2023 12:10 Frá sýningunni „Það er ekkert slíkt fólk hér“ í Berlin, sem sækir titil sinn í svar Ramzan Kadyrov, leiðtoga Téténíu, þegar hann var spurður um hinsegin fólk í landinu. Getty/Adam Berry Upp hafa komið mál í Rússlandi þar sem efnaðir foreldrar hafa greitt óþokkamennum fyrir að flytja hinsegin ungmenni gegn vilja sínum á einkastofnanir sem sérhæfa sig í svokallaðri bælingarmeðferð. Frá þessu greinir Washington Post og segir sumt af þessu unga fólki hafa flúið land í kjölfarið. Fyrrverandi skjólstæðingar stofnananna lýsa þeim eins og fangelsum, þar sem „erfiðum“ einstaklingum sé safnað saman; alkóhólistum, fíklum og einstaklingum sem fjölskyldum þykja til vandræða. Þeir hafa greint frá því að hafa verið beittir ofbeldi, að hafa verið neyddir til játninga um „fíkn“ í kynhneigð sína eða kynvitund og til að hafa verið látnir undirgangast meðferð vegna þessa. Meðferðin fólst meðal annars í daglegum böðum í ísköldu vatni. Vladimir Komov, fyrrverandi mannréttindalögmaður hjá baráttusamtökunum DELO LGBT+, segir marga þessa einstaklinga hafa komið brotna úr meðferðinni og sannfærða um að eitthvað væri að hjá þeim. DELO LGBT+ voru lögð niður á dögunum eftir að hæstiréttur Rússlands lagði blessun sína yfir fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að banna „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ og skilgreina hana sem öfgahreyfingu. Eftir að úrskurðurinn var kveðin upp gerði lögregla húsleitir hjá ýmsum LGBTQ+ samtökum í Moskvu. Þá greip ein streymisveita til þess úrræðis að banna sjónvarpsþættina My Little Pony: Friendship Is Magic fyrir börnum, líklega vegna persónunnar Rainbow Dash, sem er með regnbogalitað fax og tagl. Neydd út í á í refsingaskyni og látin slátra dýrum Áður en DELO LGBT+ lokaði dyrum sínum leituðu um 200 manns til samtakanna í hverjum mánuði. Þar af sjö prósent vegna tilrauna foreldra og annarra aðstandenda til að koma þeim fyrir á stofnun. Komov segir hótunum af þessu tagi hafa fjölgað eftir að úrskurður hæstaréttar lá fyrir. Washington Post segir frá reynslu tveggja einstaklinga sem báðir máttu þola margra mánaða bælingarmeðferð. Ada Blackwell, 23 ára transkona, lýsir því hvernig hún hafi verið beitt ofbeldi og henni kastað út í á í refsingarskyni. Þá voru henni fengin „karlmannleg störf“ á borð við að höggva við og slátra dýrum, sem áttu að aðstoða hana við að verða karlmaður. Var Blackwell einnig neydd til að skera undan svíni, sem átti að sýna henni hvernig það yrði að gangast undir kynleiðréttingu. Alexöndru, 29 ára transkonu, var haldið í meira en eitt og hálft ár gegn vilja sínum en að ósk efnaðra foreldra sinna. Hún segist hafa verið beitt blekkingum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Ég var í afar viðkvæmu ástandi andlega á þessum tíma.“ Konstantin Boikov, lögmaður hjá DELO LGBT+, flúið til Bandaríkjanna í nóvember eftir að hafa sætt hótunum. Óttaðist hann að vera handtekinn og fangelsaður. „Ríkið er að reyna að sannfæra þjóðina um að allan vanda þjóðfélagsins megi rekja til þessara „óvina“. Til að fólk sameinist í kringum einn leiðtoga, án þess að hugsa,“ segir hann. Rússland Mannréttindi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Frá þessu greinir Washington Post og segir sumt af þessu unga fólki hafa flúið land í kjölfarið. Fyrrverandi skjólstæðingar stofnananna lýsa þeim eins og fangelsum, þar sem „erfiðum“ einstaklingum sé safnað saman; alkóhólistum, fíklum og einstaklingum sem fjölskyldum þykja til vandræða. Þeir hafa greint frá því að hafa verið beittir ofbeldi, að hafa verið neyddir til játninga um „fíkn“ í kynhneigð sína eða kynvitund og til að hafa verið látnir undirgangast meðferð vegna þessa. Meðferðin fólst meðal annars í daglegum böðum í ísköldu vatni. Vladimir Komov, fyrrverandi mannréttindalögmaður hjá baráttusamtökunum DELO LGBT+, segir marga þessa einstaklinga hafa komið brotna úr meðferðinni og sannfærða um að eitthvað væri að hjá þeim. DELO LGBT+ voru lögð niður á dögunum eftir að hæstiréttur Rússlands lagði blessun sína yfir fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að banna „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ og skilgreina hana sem öfgahreyfingu. Eftir að úrskurðurinn var kveðin upp gerði lögregla húsleitir hjá ýmsum LGBTQ+ samtökum í Moskvu. Þá greip ein streymisveita til þess úrræðis að banna sjónvarpsþættina My Little Pony: Friendship Is Magic fyrir börnum, líklega vegna persónunnar Rainbow Dash, sem er með regnbogalitað fax og tagl. Neydd út í á í refsingaskyni og látin slátra dýrum Áður en DELO LGBT+ lokaði dyrum sínum leituðu um 200 manns til samtakanna í hverjum mánuði. Þar af sjö prósent vegna tilrauna foreldra og annarra aðstandenda til að koma þeim fyrir á stofnun. Komov segir hótunum af þessu tagi hafa fjölgað eftir að úrskurður hæstaréttar lá fyrir. Washington Post segir frá reynslu tveggja einstaklinga sem báðir máttu þola margra mánaða bælingarmeðferð. Ada Blackwell, 23 ára transkona, lýsir því hvernig hún hafi verið beitt ofbeldi og henni kastað út í á í refsingarskyni. Þá voru henni fengin „karlmannleg störf“ á borð við að höggva við og slátra dýrum, sem áttu að aðstoða hana við að verða karlmaður. Var Blackwell einnig neydd til að skera undan svíni, sem átti að sýna henni hvernig það yrði að gangast undir kynleiðréttingu. Alexöndru, 29 ára transkonu, var haldið í meira en eitt og hálft ár gegn vilja sínum en að ósk efnaðra foreldra sinna. Hún segist hafa verið beitt blekkingum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Ég var í afar viðkvæmu ástandi andlega á þessum tíma.“ Konstantin Boikov, lögmaður hjá DELO LGBT+, flúið til Bandaríkjanna í nóvember eftir að hafa sætt hótunum. Óttaðist hann að vera handtekinn og fangelsaður. „Ríkið er að reyna að sannfæra þjóðina um að allan vanda þjóðfélagsins megi rekja til þessara „óvina“. Til að fólk sameinist í kringum einn leiðtoga, án þess að hugsa,“ segir hann.
Rússland Mannréttindi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira