Vinsælustu lögin á FM957 árið 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. desember 2023 17:10 Þessir tónlistarmenn eiga vinsælustu lögin á FM í ár. SAMSETT Á þessum síðasta degi ársins er vert að fara yfir árið í tónlistarheiminum en útvarpsstöðin FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2023. Patrik vinsælastur Efstu fimm lög ársins eiga það öll sameiginlegt að vera íslensk en tónlistarmaðurinn Patrik trónir á toppnum ásamt Luigi með lagið Skína. Patrik skaust upp á stjörnuhimininn síðastliðið vor þegar hann gaf út smáskífuna PBT. Fyrsti smellurinn hans Prettyboitjokkó situr í áttunda sæti listans. Patrik er með um 75 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og milljónir streyma á lögin sín. Hann segist ánægður og þakklátur fyrir liðið ár og segist jafnframt vera rétt að byrja. „Ég er eiginlega bara meyr eftir allt þetta ár. Það er bara meira á leiðinni, alveg klárt. Plata á næsta ári og svona. Það sem stendur upp úr þegar ég lít yfir árið er lagið Skína, hvað það varð risa stórt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Svo kom þetta jólalag, prettyboi um jólin, frekar óvænt til mín og það stendur líka upp úr. Ég sé svo bara fyrir mér meiri tónlist á nýju ári og ég ætla sömuleiðis að halda tónleika,“ segir Patrik fullur tilhlökkunar fyrir 2024. Yfirtaka ísstrákanna Strákasveitin Iceguys fylgir fast á eftir í öðru sæti með frumraun sveitarinnar Rúlletta. Sveitin er skipuð Rúriki Gíslasyni, Friðriki Dór Jónssyni, Jóni Jónssyni, Herra Hnetusmjöri og Aroni Can en lögin sem skipa 2. - 5. sæti listans tilheyra öll í það minnsta einhverjum meðlimi sveitarinnar. Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór eru í þriðja sætinu með lagið Vinn við það, sem þeir frumfluttu á Idolinu í beinni útsendingu í byrjun febrúar. Iceguys hreppa svo fjórða sætið með lagið Krumla en tónlistarmyndbandið fór sem eldur um sinu á Internetinu á sínum tíma. Það má sjá hér: Bakka ekki út, rappdúett Arons Can og Birnis, tók svo fimmta sætið en lagið sat lengi vel á Íslenska listanum á FM í ár. Aron Can og Herra Hnetusmjör tilheyra því hvor um sig þremur af efstu fimm lögum ársins. Árslisti FM957 árið 2023: Íslenski listinn Tónlist Fréttir ársins 2023 FM957 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Patrik vinsælastur Efstu fimm lög ársins eiga það öll sameiginlegt að vera íslensk en tónlistarmaðurinn Patrik trónir á toppnum ásamt Luigi með lagið Skína. Patrik skaust upp á stjörnuhimininn síðastliðið vor þegar hann gaf út smáskífuna PBT. Fyrsti smellurinn hans Prettyboitjokkó situr í áttunda sæti listans. Patrik er með um 75 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og milljónir streyma á lögin sín. Hann segist ánægður og þakklátur fyrir liðið ár og segist jafnframt vera rétt að byrja. „Ég er eiginlega bara meyr eftir allt þetta ár. Það er bara meira á leiðinni, alveg klárt. Plata á næsta ári og svona. Það sem stendur upp úr þegar ég lít yfir árið er lagið Skína, hvað það varð risa stórt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Svo kom þetta jólalag, prettyboi um jólin, frekar óvænt til mín og það stendur líka upp úr. Ég sé svo bara fyrir mér meiri tónlist á nýju ári og ég ætla sömuleiðis að halda tónleika,“ segir Patrik fullur tilhlökkunar fyrir 2024. Yfirtaka ísstrákanna Strákasveitin Iceguys fylgir fast á eftir í öðru sæti með frumraun sveitarinnar Rúlletta. Sveitin er skipuð Rúriki Gíslasyni, Friðriki Dór Jónssyni, Jóni Jónssyni, Herra Hnetusmjöri og Aroni Can en lögin sem skipa 2. - 5. sæti listans tilheyra öll í það minnsta einhverjum meðlimi sveitarinnar. Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór eru í þriðja sætinu með lagið Vinn við það, sem þeir frumfluttu á Idolinu í beinni útsendingu í byrjun febrúar. Iceguys hreppa svo fjórða sætið með lagið Krumla en tónlistarmyndbandið fór sem eldur um sinu á Internetinu á sínum tíma. Það má sjá hér: Bakka ekki út, rappdúett Arons Can og Birnis, tók svo fimmta sætið en lagið sat lengi vel á Íslenska listanum á FM í ár. Aron Can og Herra Hnetusmjör tilheyra því hvor um sig þremur af efstu fimm lögum ársins. Árslisti FM957 árið 2023:
Íslenski listinn Tónlist Fréttir ársins 2023 FM957 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira