Ómissandi hefðir listamanna á aðventunni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. desember 2023 18:12 Kristmundur Axel, Þorgrímur Þráinsson og Ásgrímur Geir Logason eiga það sameiginlegt að vera mikil jólabörn. Hefðir eiga mis stóran sess í hjarta fólks í aðdraganda hátíðarinnar sem nálgast nú óðfluga. Mandarínur, jólamyndir, konfekt og möndlugrautur er meðal þess sem er ómissandi fyrir listamennina, Þorgrím Þráinsson, Kristmund Axel Kristmundsson og Ásgrím Geir Logason á aðventunni. Hamborgarhryggur og mandarínur Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson segist alla tíð hafa verið mikið jólabarn. Að sögn Kristmundar eru jólin fyrir honum mandarínur og samverustundir með fjölskyldunni. „Auk þess finnst mér allir svo næs úti í samfélaginu, allir verða bara betri manneskjur yfir hátíðarnar. En strax í janúar breytist fólk á einhvern óskiljanlegan hátt og það brýst út eitthvað dýrslegt eðli á ný. Ég væri til í að fólk væri jafn hamingjusamt og þakklátt allan ársins hring eins og það er í desember,“ segir hann. Hvað þykir þér ómissandi á aðventunni? „Ég myndi segja að hamborgarhryggurinn sé ómissandi þáttur af jólunum. Þetta árið verðum við fjölskyldan á Tenerife þannig það verður áhugaverð tilbreyting að fara út að borða á aðfangadegi, “ segir Kristmundur. Kristmundur Axel Kristmundsson tónlistarmaður.Aðsend Jólasveinabúningur og laufabrauð „Það sem mér þykir ómissandi á aðventunni er að máta jólasveinabúninginn og fíflast í ókunnugum börnum með trúðnum mínum sem er miklu meiri jólasveinn en ég,“ segir rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sem er aðeins eitt atriði af mörgum sem Þorgrímur hefur helgað sér fyrir hver jól; „Að búa til laufabrauð heima hjá Ferðagerði (Þorgerði systur minni) - Frú Garðabær. Og stelast í deigið. Að blasta George Michael, Eagles, Elton John og ekki síst hlusta á Robbie Williams syngja My way. Að draga djúpt andann, kveikja á kertum og lesa áhugaverðar bækur. Að horfa á Love Actually með fjölskyldunni. Að laumast í lakkrís, malt og appelsín og konfekt. Að taka á því ræktinni og gleyma mér svo í kalda og heitu pottunum. Að detta inn á kaffihús og undirbúa næsta ár og hlakka til að takast á við mikilvægustu verkefnin. Að labba um miðbæinn, kíkja í fallegar búðir og hitta vingjarnlegt fólk. Að verða saddur og sæll í góðra vina hópi og skrafa fram eftir kvöldi. Að byrja á næstu skáldsögu eða handriti sem hafa verið of lengi í biðröð. Að horfa á frúna töfra fram hverja máltíðina á fætur annarri. Að hlakka til að skrifa jólakortin sem gleymast stundum í óðaönn,“ segir Þorgrímur. Þorgrímur Þráinsson.Aðsend Jólahald víða um heiminn Ásgrímur Geir Logason, leikari og hlaðvarpsstjórnandi Betri Helmingsins, segist mikið jólabarn sem hann hefur verið frá blautu barnsbeini. „Ég hef ekki fest í miklum hefðum þar sem ég hef í gegnum tíðina prufað allskonar útfærslur af jólahaldi, bæði á Tenerife með fjölskyldu, San Fransisco, á hótelherbergi í Boston og svo heima í faðmi fjölskyldunnar,“ segir Ási eins og hann er kallaður. Að sögn Ása eyðir hann öðrum hverjum jólum með börnunum sínum sem hann aðlagar að þeim. „Börnin eru hjá mér á aðfangadag annað hvert ár. Jólin á móti eru því með amerískum hætti. Þá tökum við upp pakkana þegar við vöknum á náttfötunum á jóladag og fáum okkur heitt kakó. Að mínu mati er það mega kósý stund,“ segir hann. Ási segir fáar hefðir hafa fest sig í sessi á hans heimili í gegnum tíðina, nema ein: „Svo að jólin komi verður möndlugrauturinn hennar ömmu heitinnar að vera á borðum. Honum hefur meira að segja verið flogið um allan heim bara svo ég geti fundið jólaandann.“ Ásgrímur Geir Logason hlaðvarpsstjórnandi og leikari.Aðsend Jól Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir „Mamma mín, taktu úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn“ Elín Metta Jensen knattspyrnukona og læknanemi segir mikilvægt að eyða tíma með fjölskyldu og vinum á aðventunni til að hámarka huggulegheitin. Föndur, bæjarrölt og lakkrístoppar mömmu hennar séu þar efst á blaði 13. desember 2023 07:02 „Ég verð meira jólabarn með hverju árinu sem líður“ Salka Sól Eyfeld tónlistarkona segist verða meira jólabarn með hverju árinu sem líður. Hún þakkar það börnunum sínum tveimur og segist kunna að meta jólahefðir foreldra sinna enn betur. Laufabrauðsgerð sé órjúfanlegur þáttur í aðdraganda jóla. 7. desember 2023 07:00 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Málar listaverk á laufabrauð: Fallegustu kökurnar geymdar í áraraðir Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Skrautáskorun úr pappír Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Hamborgarhryggur og mandarínur Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson segist alla tíð hafa verið mikið jólabarn. Að sögn Kristmundar eru jólin fyrir honum mandarínur og samverustundir með fjölskyldunni. „Auk þess finnst mér allir svo næs úti í samfélaginu, allir verða bara betri manneskjur yfir hátíðarnar. En strax í janúar breytist fólk á einhvern óskiljanlegan hátt og það brýst út eitthvað dýrslegt eðli á ný. Ég væri til í að fólk væri jafn hamingjusamt og þakklátt allan ársins hring eins og það er í desember,“ segir hann. Hvað þykir þér ómissandi á aðventunni? „Ég myndi segja að hamborgarhryggurinn sé ómissandi þáttur af jólunum. Þetta árið verðum við fjölskyldan á Tenerife þannig það verður áhugaverð tilbreyting að fara út að borða á aðfangadegi, “ segir Kristmundur. Kristmundur Axel Kristmundsson tónlistarmaður.Aðsend Jólasveinabúningur og laufabrauð „Það sem mér þykir ómissandi á aðventunni er að máta jólasveinabúninginn og fíflast í ókunnugum börnum með trúðnum mínum sem er miklu meiri jólasveinn en ég,“ segir rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sem er aðeins eitt atriði af mörgum sem Þorgrímur hefur helgað sér fyrir hver jól; „Að búa til laufabrauð heima hjá Ferðagerði (Þorgerði systur minni) - Frú Garðabær. Og stelast í deigið. Að blasta George Michael, Eagles, Elton John og ekki síst hlusta á Robbie Williams syngja My way. Að draga djúpt andann, kveikja á kertum og lesa áhugaverðar bækur. Að horfa á Love Actually með fjölskyldunni. Að laumast í lakkrís, malt og appelsín og konfekt. Að taka á því ræktinni og gleyma mér svo í kalda og heitu pottunum. Að detta inn á kaffihús og undirbúa næsta ár og hlakka til að takast á við mikilvægustu verkefnin. Að labba um miðbæinn, kíkja í fallegar búðir og hitta vingjarnlegt fólk. Að verða saddur og sæll í góðra vina hópi og skrafa fram eftir kvöldi. Að byrja á næstu skáldsögu eða handriti sem hafa verið of lengi í biðröð. Að horfa á frúna töfra fram hverja máltíðina á fætur annarri. Að hlakka til að skrifa jólakortin sem gleymast stundum í óðaönn,“ segir Þorgrímur. Þorgrímur Þráinsson.Aðsend Jólahald víða um heiminn Ásgrímur Geir Logason, leikari og hlaðvarpsstjórnandi Betri Helmingsins, segist mikið jólabarn sem hann hefur verið frá blautu barnsbeini. „Ég hef ekki fest í miklum hefðum þar sem ég hef í gegnum tíðina prufað allskonar útfærslur af jólahaldi, bæði á Tenerife með fjölskyldu, San Fransisco, á hótelherbergi í Boston og svo heima í faðmi fjölskyldunnar,“ segir Ási eins og hann er kallaður. Að sögn Ása eyðir hann öðrum hverjum jólum með börnunum sínum sem hann aðlagar að þeim. „Börnin eru hjá mér á aðfangadag annað hvert ár. Jólin á móti eru því með amerískum hætti. Þá tökum við upp pakkana þegar við vöknum á náttfötunum á jóladag og fáum okkur heitt kakó. Að mínu mati er það mega kósý stund,“ segir hann. Ási segir fáar hefðir hafa fest sig í sessi á hans heimili í gegnum tíðina, nema ein: „Svo að jólin komi verður möndlugrauturinn hennar ömmu heitinnar að vera á borðum. Honum hefur meira að segja verið flogið um allan heim bara svo ég geti fundið jólaandann.“ Ásgrímur Geir Logason hlaðvarpsstjórnandi og leikari.Aðsend
Jól Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir „Mamma mín, taktu úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn“ Elín Metta Jensen knattspyrnukona og læknanemi segir mikilvægt að eyða tíma með fjölskyldu og vinum á aðventunni til að hámarka huggulegheitin. Föndur, bæjarrölt og lakkrístoppar mömmu hennar séu þar efst á blaði 13. desember 2023 07:02 „Ég verð meira jólabarn með hverju árinu sem líður“ Salka Sól Eyfeld tónlistarkona segist verða meira jólabarn með hverju árinu sem líður. Hún þakkar það börnunum sínum tveimur og segist kunna að meta jólahefðir foreldra sinna enn betur. Laufabrauðsgerð sé órjúfanlegur þáttur í aðdraganda jóla. 7. desember 2023 07:00 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Málar listaverk á laufabrauð: Fallegustu kökurnar geymdar í áraraðir Jól Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Jól Skrautáskorun úr pappír Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Mamma mín, taktu úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn“ Elín Metta Jensen knattspyrnukona og læknanemi segir mikilvægt að eyða tíma með fjölskyldu og vinum á aðventunni til að hámarka huggulegheitin. Föndur, bæjarrölt og lakkrístoppar mömmu hennar séu þar efst á blaði 13. desember 2023 07:02
„Ég verð meira jólabarn með hverju árinu sem líður“ Salka Sól Eyfeld tónlistarkona segist verða meira jólabarn með hverju árinu sem líður. Hún þakkar það börnunum sínum tveimur og segist kunna að meta jólahefðir foreldra sinna enn betur. Laufabrauðsgerð sé órjúfanlegur þáttur í aðdraganda jóla. 7. desember 2023 07:00