Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2023 11:00 USS Carney er eitt herskipanna sem siglt er á og við Rauðahafið þessa dagana. AP/Ryan U. Kledzik Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. Skipið heitir Al Jasrah og skráð í Líberíu. Hútar hafa ekki lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sérfræðingum sem vakta siglingar um Rauðahafið. Leiðtogar Húta hafa lýst því yfir að skotið verði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim verði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð handa íbúum þar. Fyrr í vikunni hæfðu Hútar norsk flutningaskip en útgerð þess segir stefnuna ekki hafa verið setta á Ísrael, heldur hafi verið að sigla því til Ítalíu. Þá lýstu Hútar því yfir í gær að sjálfsprengidróna hefði verið flogið að flutningaskipinu Maersik Gebrelater í gær og að dróninn hafi hæft skipið. Talsmaður sagði að þeim hefði tekist að stöðva þó nokkur skip sem hefði átt að sigla til Ísrael. Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Hútar hafa skotið eldflaugum að mörgum skipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar á meðal eru bandarísk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Bandarískt og franskt herskip er á svæðinu og hafa áhafnir þeirra skotið niður þó nokkra dróna og eldflaugar. Áðurnefndir sérfræðingar sem vakta skipasiglingar á svæðinu segja einn gám hafa falli í sjóinn vegna árásarinnar og að eldur hafi kviknað á efsta þilfari skipsins. Engar fregnir hafa borist af mannfalli. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Líbería Tengdar fréttir Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu. 11. desember 2023 11:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Skipið heitir Al Jasrah og skráð í Líberíu. Hútar hafa ekki lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sérfræðingum sem vakta siglingar um Rauðahafið. Leiðtogar Húta hafa lýst því yfir að skotið verði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim verði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð handa íbúum þar. Fyrr í vikunni hæfðu Hútar norsk flutningaskip en útgerð þess segir stefnuna ekki hafa verið setta á Ísrael, heldur hafi verið að sigla því til Ítalíu. Þá lýstu Hútar því yfir í gær að sjálfsprengidróna hefði verið flogið að flutningaskipinu Maersik Gebrelater í gær og að dróninn hafi hæft skipið. Talsmaður sagði að þeim hefði tekist að stöðva þó nokkur skip sem hefði átt að sigla til Ísrael. Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Hútar hafa skotið eldflaugum að mörgum skipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar á meðal eru bandarísk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Bandarískt og franskt herskip er á svæðinu og hafa áhafnir þeirra skotið niður þó nokkra dróna og eldflaugar. Áðurnefndir sérfræðingar sem vakta skipasiglingar á svæðinu segja einn gám hafa falli í sjóinn vegna árásarinnar og að eldur hafi kviknað á efsta þilfari skipsins. Engar fregnir hafa borist af mannfalli.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Líbería Tengdar fréttir Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu. 11. desember 2023 11:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu. 11. desember 2023 11:01