Koffínlímonaði dregur annan til dauða í Bandaríkjunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 00:17 Dennis Brown drakk vanalega ekki orkudrykki vegna hás blóðþrýstings og hefur sennilega ekki gert sér grein fyrir koffínmagninu í límonaðinu frá Panera. AP Límonaði bakarískeðjunnar Panera Bread er kennt um andlát manns í málsókn sem var höfðuð gegn keðjunni á mánudag. Maðurinn er annar til að deyja eftir að hafa drukkið límonaðið sem inniheldur um 390 millígrömm af koffíni. Í málsókninni segir að hinn 46 ára Dennis Brown, sem er frá Fleming Island í Flórída, hafi drukkið þrjú límonaði frá keðjunni þann 9. október síðastliðinn áður en hann fékk hjartaáfall á leið sinni heim frá bakaríinu. Dennis Brown var vanur að stoppa á Panera Bread eftir vinnu. Koffínmagn í límonaðinu sem kallast „Hlaðið límonaði“ (e. „Charged Lemonade“) er 390 millígrömm sem er álíka mikið koffín og í fjórum kaffibollum. Brown var með óskilgreindan litningagalla og var greindur með þroskahömlun að því er segir í málsóknin. Hann bjó einn og stoppaði gjarnan á Panera í nágrenninu eftir vinnu sína í stórmarkaði. Hann var með háan blóðþrýsting og drakk því vanalega ekki orkudrykki samkvæmt málsókninni. Ekki sá fyrsti til að deyja eftir neyslu límonaðisins Fjölskylda Brown höfðaði málsóknina tæplega tveimur mánuðum eftir að búið var að höfða málsókn gegn keðjunni í tengslum við andlát Söruh Katz, 21 árs gamals háskólanema við Univeristy of Pennsylvania. Sarah Katz var nemandi við Ivy League-skólann Penn þegar hún lést. Katz lést í september 2022 eftir að hafa drukkið límonaði frá Panera. Í þeirri málsókn var því haldið fram að Panera hefði ekki varað viðskiptavini sína nægilega við innihaldi drykksins. Panera hafa auglýst „Hlaðna límonaðið“ sem „hreinan drykk“ sem er að stofni til úr plöntum og inniheldur jafnmikið koffín og er í „dark roast“ kaffi keðjunnar. Hins vegar inniheldur límonaðið meira koffín en allir kaffidrykkir Panera, meira koffín en er til dæmis í þremur Nocco-dósum (einn Nocco innheldur 105 millígrömm af koffíni) og um þrjátíu teskeiðar af sykri. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segir að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar geti drukkið 400 millígrömm af koffíni á dag án þess að verða meint af. Það er ekki ljóst hvort Brown hafi vitað hve mikið af koffíni var í límonaðinu sem var til sölu í sjálfsafgreiðslusölum Panera ásamt „öllum koffínlausum drykkjum verslunarinnar og drykkjum með minna koffínmagn,“ segir í málsókninni. Svona lítur „Hlaðna límonaðið“ út í auglýsingum Panera.Panera Bread Segja málsóknirnar tilhæfulausar Panera hefur vottað fjölskyldu Brown samúð sína en heldur þó því samt fram að vörur fyrirtækisins séu öruggar. „Samkvæmt rannsókn okkar trúum við því að andlát hans hafi ekki verið af völdum vöru fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu Panera um andlát Brown. „Við lítum þessa málsókn sömu augum og þá fyrri, sem var höfðuð af sömu lögmannsstofu og þær séu báðar tilhæfulausar. Panera stendur staðfastlega við öryggi vara okkar.“ Eftir fyrri málsóknina setti Panera frekari upplýsingar um „Hlaðna límonaðið“ á bæði vefsíðu sína og staði þar sem varað er við að drekka límonaðið í hófi og það sé ekki mælt með því fyrir börn, óléttar konur og þá sem eru viðkvæmir fyrir koffíni. Matur Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Í málsókninni segir að hinn 46 ára Dennis Brown, sem er frá Fleming Island í Flórída, hafi drukkið þrjú límonaði frá keðjunni þann 9. október síðastliðinn áður en hann fékk hjartaáfall á leið sinni heim frá bakaríinu. Dennis Brown var vanur að stoppa á Panera Bread eftir vinnu. Koffínmagn í límonaðinu sem kallast „Hlaðið límonaði“ (e. „Charged Lemonade“) er 390 millígrömm sem er álíka mikið koffín og í fjórum kaffibollum. Brown var með óskilgreindan litningagalla og var greindur með þroskahömlun að því er segir í málsóknin. Hann bjó einn og stoppaði gjarnan á Panera í nágrenninu eftir vinnu sína í stórmarkaði. Hann var með háan blóðþrýsting og drakk því vanalega ekki orkudrykki samkvæmt málsókninni. Ekki sá fyrsti til að deyja eftir neyslu límonaðisins Fjölskylda Brown höfðaði málsóknina tæplega tveimur mánuðum eftir að búið var að höfða málsókn gegn keðjunni í tengslum við andlát Söruh Katz, 21 árs gamals háskólanema við Univeristy of Pennsylvania. Sarah Katz var nemandi við Ivy League-skólann Penn þegar hún lést. Katz lést í september 2022 eftir að hafa drukkið límonaði frá Panera. Í þeirri málsókn var því haldið fram að Panera hefði ekki varað viðskiptavini sína nægilega við innihaldi drykksins. Panera hafa auglýst „Hlaðna límonaðið“ sem „hreinan drykk“ sem er að stofni til úr plöntum og inniheldur jafnmikið koffín og er í „dark roast“ kaffi keðjunnar. Hins vegar inniheldur límonaðið meira koffín en allir kaffidrykkir Panera, meira koffín en er til dæmis í þremur Nocco-dósum (einn Nocco innheldur 105 millígrömm af koffíni) og um þrjátíu teskeiðar af sykri. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segir að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar geti drukkið 400 millígrömm af koffíni á dag án þess að verða meint af. Það er ekki ljóst hvort Brown hafi vitað hve mikið af koffíni var í límonaðinu sem var til sölu í sjálfsafgreiðslusölum Panera ásamt „öllum koffínlausum drykkjum verslunarinnar og drykkjum með minna koffínmagn,“ segir í málsókninni. Svona lítur „Hlaðna límonaðið“ út í auglýsingum Panera.Panera Bread Segja málsóknirnar tilhæfulausar Panera hefur vottað fjölskyldu Brown samúð sína en heldur þó því samt fram að vörur fyrirtækisins séu öruggar. „Samkvæmt rannsókn okkar trúum við því að andlát hans hafi ekki verið af völdum vöru fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu Panera um andlát Brown. „Við lítum þessa málsókn sömu augum og þá fyrri, sem var höfðuð af sömu lögmannsstofu og þær séu báðar tilhæfulausar. Panera stendur staðfastlega við öryggi vara okkar.“ Eftir fyrri málsóknina setti Panera frekari upplýsingar um „Hlaðna límonaðið“ á bæði vefsíðu sína og staði þar sem varað er við að drekka límonaðið í hófi og það sé ekki mælt með því fyrir börn, óléttar konur og þá sem eru viðkvæmir fyrir koffíni.
Matur Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira