Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum? Ólafur Stephensen skrifar 6. desember 2023 12:31 Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Ráðherra væri þannig í raun að semja við einn einkaaðila, Bændasamtökin, um að hækka skatta á keppinautum hans, matvöruinnflytjendum, til að rýra samkeppnisstöðu þeirra. Endurskoða ber búvörusamninga ríkisins og Bændasamtakanna öðru sinni nú á árinu 2023. Fram hefur komið opinberlega að Bændasamtökin setji í viðræðum um endurskoðunina fram kröfur um hækkun tolla á innfluttum búvörum og er í erindi FA vísað í að sumir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafi tekið undir slíkar hugmyndir. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins í Kastljósi RÚV 27. september síðastliðinn er rætt var um hækkun tolla að slíkt „kosti ekki ríkissjóð nokkra krónu en myndi hjálpa landbúnaðinum.“ Þetta er reyndar útúrsnúningur; eigendur ríkissjóðs eru skattgreiðendur, sem eru sama fólkið og neytendur. Engum vafa er undirorpið að hækkun tolla bitnar á buddu neytenda og skattgreiðenda, bara með minna sýnilegum hætti en þegar stuðningur við landbúnaðinn kemur beint úr ríkissjóði. Í Félagi atvinnurekenda eru margir af helztu matvöruinnflytjendum landsins. Hækkun tolla á innfluttum matvörum fæli í sér íþyngjandi aðgerðir gagnvart þeim fyrirtækjum og rekstri þeirra. Rétt er að rifja upp að í 30. grein búvörulaga, sem búvörusamningar byggjast á, er enga heimild að finna til handa ráðherra að semja við einkaaðila, Bændasamtökin, um að leggja skatta á aðra einkaaðila, innflytjendur matvöru, sem eru í samkeppni við þann fyrrnefnda, jafnvel þótt slíkt hafi verið gert með búvörusamningum sem voru undirritaðir árið 2016. Verður að telja það einsdæmi að ríkið semji sérstaklega um það við eina atvinnugrein að hækka skatta á keppinautum hennar og skaða þannig hagsmuni eins einkaaðila í samkeppni hans við annan. „Semji ráðherra við Bændasamtökin um að hann beiti sér fyrir hækkun tolla á innfluttum búvörum er hann að taka stjórnsýsluákvörðun sem hefur rík áhrif á starfsskilyrði og hagsmuni félagsmanna FA. Í því ljósi fer félagið fram á að fá stöðu aðila að endurskoðun búvörusamninganna hvað tollamál varðar, til samræmis við meginreglur um aðild að stjórnsýslumálum, enda hafa félagsmenn FA beinna, sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af ákvörðuninni,“ segir í erindi FA til matvælaráðherra. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Búvörusamningar Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Ráðherra væri þannig í raun að semja við einn einkaaðila, Bændasamtökin, um að hækka skatta á keppinautum hans, matvöruinnflytjendum, til að rýra samkeppnisstöðu þeirra. Endurskoða ber búvörusamninga ríkisins og Bændasamtakanna öðru sinni nú á árinu 2023. Fram hefur komið opinberlega að Bændasamtökin setji í viðræðum um endurskoðunina fram kröfur um hækkun tolla á innfluttum búvörum og er í erindi FA vísað í að sumir talsmenn ríkisstjórnarinnar hafi tekið undir slíkar hugmyndir. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins í Kastljósi RÚV 27. september síðastliðinn er rætt var um hækkun tolla að slíkt „kosti ekki ríkissjóð nokkra krónu en myndi hjálpa landbúnaðinum.“ Þetta er reyndar útúrsnúningur; eigendur ríkissjóðs eru skattgreiðendur, sem eru sama fólkið og neytendur. Engum vafa er undirorpið að hækkun tolla bitnar á buddu neytenda og skattgreiðenda, bara með minna sýnilegum hætti en þegar stuðningur við landbúnaðinn kemur beint úr ríkissjóði. Í Félagi atvinnurekenda eru margir af helztu matvöruinnflytjendum landsins. Hækkun tolla á innfluttum matvörum fæli í sér íþyngjandi aðgerðir gagnvart þeim fyrirtækjum og rekstri þeirra. Rétt er að rifja upp að í 30. grein búvörulaga, sem búvörusamningar byggjast á, er enga heimild að finna til handa ráðherra að semja við einkaaðila, Bændasamtökin, um að leggja skatta á aðra einkaaðila, innflytjendur matvöru, sem eru í samkeppni við þann fyrrnefnda, jafnvel þótt slíkt hafi verið gert með búvörusamningum sem voru undirritaðir árið 2016. Verður að telja það einsdæmi að ríkið semji sérstaklega um það við eina atvinnugrein að hækka skatta á keppinautum hennar og skaða þannig hagsmuni eins einkaaðila í samkeppni hans við annan. „Semji ráðherra við Bændasamtökin um að hann beiti sér fyrir hækkun tolla á innfluttum búvörum er hann að taka stjórnsýsluákvörðun sem hefur rík áhrif á starfsskilyrði og hagsmuni félagsmanna FA. Í því ljósi fer félagið fram á að fá stöðu aðila að endurskoðun búvörusamninganna hvað tollamál varðar, til samræmis við meginreglur um aðild að stjórnsýslumálum, enda hafa félagsmenn FA beinna, sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af ákvörðuninni,“ segir í erindi FA til matvælaráðherra. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun