Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 20:15 Lilja og Katrín Tinna njóta sín vel á heimsmeistaramótinu. Samsett/Valur Páll Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. Íslenska liðið komst ágætlega frá leiknum við Frakkland í gær sem tapaðist með níu mörkum eftir að liðið hafði verið tíu mörkum undir í hálfleik. Lykilleikmenn fengu hvíld fyrir leikinn við Angóla og þá fengu ungir leikmenn tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið í ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt. Að fá að spila á móti þeim er ótrúlega gott og gaman að sjá hvernig með stendur á móti þessum stóru liðum,“ segir hin 19 ára gamla Lilja Ágústsdóttir, sem þótti gaman að sjá stuðninginn í stúkunni í gær. „Þetta var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn að koma. Maður fékk alveg gæsahúð eftir leik að sjá þetta. Þetta var rosalegt.“ Mikilvægt, skemmtilegt og lærdómsríkt Hin 21 árs gamla Katrín Tinna Jensdóttir spilaði einnig lungann úr leik gærdagsins. „Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að spila á móti svona sterkum þjóðum og fá að máta okkur við þær.“ segir Katrín Tinna og bætir við: „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem svona ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er bara gríðarlega mikilvægt og maður lærir ótrúlega mikið af þessu.“ Mæta brjálaðar til leiks Angóla er næsta verkefni klukkan 17:00 á morgun í lokaumferð riðilsins. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í milliriðil í Þrándheimi en tapliðið hafnar í neðsta sæti og fer í Forsetabikarinn í Danmörku. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir, sem setur stefnuna á Þrándheim. „Já, klárlega við viljum það.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Íslenska liðið komst ágætlega frá leiknum við Frakkland í gær sem tapaðist með níu mörkum eftir að liðið hafði verið tíu mörkum undir í hálfleik. Lykilleikmenn fengu hvíld fyrir leikinn við Angóla og þá fengu ungir leikmenn tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið í ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt. Að fá að spila á móti þeim er ótrúlega gott og gaman að sjá hvernig með stendur á móti þessum stóru liðum,“ segir hin 19 ára gamla Lilja Ágústsdóttir, sem þótti gaman að sjá stuðninginn í stúkunni í gær. „Þetta var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn að koma. Maður fékk alveg gæsahúð eftir leik að sjá þetta. Þetta var rosalegt.“ Mikilvægt, skemmtilegt og lærdómsríkt Hin 21 árs gamla Katrín Tinna Jensdóttir spilaði einnig lungann úr leik gærdagsins. „Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að spila á móti svona sterkum þjóðum og fá að máta okkur við þær.“ segir Katrín Tinna og bætir við: „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem svona ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er bara gríðarlega mikilvægt og maður lærir ótrúlega mikið af þessu.“ Mæta brjálaðar til leiks Angóla er næsta verkefni klukkan 17:00 á morgun í lokaumferð riðilsins. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í milliriðil í Þrándheimi en tapliðið hafnar í neðsta sæti og fer í Forsetabikarinn í Danmörku. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir, sem setur stefnuna á Þrándheim. „Já, klárlega við viljum það.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira