„Vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:44 Ívar lét dómarana heyra það eftir leik Vísir/Hulda Margrét Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ómyrkur í máli í garð dómaranna eftir tap hans manna í Keflavík, 100-86. Alls voru dæmdar 25 villur á Blika í kvöld en aðeins tólf á heimamenn og þeir voru villulausir í fjórða leikhluta þar til í blálokin. Blikar voru nokkuð sprækir framan af leik og leiddu í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér undir lokin þrátt fyrir að gefast aldrei upp. „Okkur vantaði held ég bara Everage í lokin. Okkur vantaði svona smá sóknarógn í lokin. Það var eiginlega bara munurinn. Plús það að við fáum hvað 26-7 villur en þeir tólf. Þeir voru ekki komnir með eina villu þegar það var ein og hálf mínúta eftir að fjórða leikhluta, þá var ekki búið að dæma eina villu á Keflavík. Það er margt sem ég skil ekki en þetta var ótrúlegt.“ Þessi skakka tölfræði í villunum vakti einnig athygli blaðamanns sem og sú staðreynd að heimamenn vældu nær látlaust í dómurnum yfir því að fá fleiri villur dæmdar á gestina. Ívar sagði að það væri einföld skýring á pirringi Keflvíkinga, þeir væru bara of góðu vanir á heimavelli. „Þeir eru vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík. Ég vildi að dómaranir kæmu í Smárann og dæmdu svona eins og þeir dæma hér. Ef þeir dæma villurnar öðru megin þá verða þeir að dæma þær hinumegin líka. Þetta er alveg galið! Ég held að þetta sé sama dómaratríó og var að klúðra síðasta leik hjá Álftanesi, þetta er ekki boðlegt.“ Eftir að hafa látið gamminn geysa um dómgæsluna róaðist Ívar þó fljótt og viðurkenndi að dómgæslan hefði sennilega ekki kostað þá sigurinn þegar öllu var á botninn hvolft. „En við erum ekki að tapa þar endilega en það hefði kannski hjálpað okkur að fá eina tvær villur. Okkur vantaði bara smá sóknarógn í fjórða leikhluta, við vorum að ströggla aðeins í sókninni. Eiginlega allan leikinn vorum við búnir að spila mjög vel saman þar sem við fengum þá til að fara úr sínum varnarstöðum en svo kemur kannski aðeins þreyta í lokin og þá vantar okkur kannski aðeins smá gæði þar.“ Herslumuninn skorti „Með örlítið betri leik hér í fjórða leikhluta hefðum við getað gert eitthvað en því miður. Heilt yfir stoltur af strákunum og mér finnst þeir vera í mikilli framför. Við erum að spila fullt af íslenskum strákum í kvöld á móti atvinnumannaliði. Þetta er nokkurn veginn atvinnumannadeild svo að ég get ekki verið að afsaka mig með því. Við vissum í hvað við vorum að fara og ég er ánægður með okkar framfarir og vona að við stígum næsta skref. Ég tel að við séum á góðri vegferð. Við eigum Val næst og ég held að við „mötsum“ ágætlega upp á móti þeim. Við þurfum bara að koma grimmir í þann leik.“ Blikar lönduðu sínum fyrsta sigri í síðstu umferð og Ívar tók undir greiningu blaðamanns sem sagði að það væri allt annar bragur á liðinu en í upphafi móts. „Við erum líka búnir að vera í meiðslum. Ég er ekki búinn að vera í einum leik í vetur með fullt lið. Við vorum með Árna og Snorra út í byrjun, svo missum við Everage sem var búinn að vera meiddur líka í byrjun. Everage kemur örugglega inn í næsta leik og hann mun pottþétt hjálpa okkur gríðarlega mikið.“ Ívar lauk viðtalinu á að stappa stálinu í sína menn og sagði að þeir færu í alla leiki til að vinna, þar á meðal þennan þó það hafi ekki gengið eftir að þessu sinni. „Þannig að ég er bara spenntur að sjá hvernig við verðum með fullt lið. Við þurfum náttúrulega bara að fara að vinna fleiri leiki. Við ætluðum okkur sigur hér, það er engin launung að við ætluðum okkur að koma hér og vinna. Ég geri þá kröfu að við förum hvert sem er og við ætlum að vinna og við ætlum að vinna á fimmtudaginn líka.“ Körfubolti Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Blikar voru nokkuð sprækir framan af leik og leiddu í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér undir lokin þrátt fyrir að gefast aldrei upp. „Okkur vantaði held ég bara Everage í lokin. Okkur vantaði svona smá sóknarógn í lokin. Það var eiginlega bara munurinn. Plús það að við fáum hvað 26-7 villur en þeir tólf. Þeir voru ekki komnir með eina villu þegar það var ein og hálf mínúta eftir að fjórða leikhluta, þá var ekki búið að dæma eina villu á Keflavík. Það er margt sem ég skil ekki en þetta var ótrúlegt.“ Þessi skakka tölfræði í villunum vakti einnig athygli blaðamanns sem og sú staðreynd að heimamenn vældu nær látlaust í dómurnum yfir því að fá fleiri villur dæmdar á gestina. Ívar sagði að það væri einföld skýring á pirringi Keflvíkinga, þeir væru bara of góðu vanir á heimavelli. „Þeir eru vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík. Ég vildi að dómaranir kæmu í Smárann og dæmdu svona eins og þeir dæma hér. Ef þeir dæma villurnar öðru megin þá verða þeir að dæma þær hinumegin líka. Þetta er alveg galið! Ég held að þetta sé sama dómaratríó og var að klúðra síðasta leik hjá Álftanesi, þetta er ekki boðlegt.“ Eftir að hafa látið gamminn geysa um dómgæsluna róaðist Ívar þó fljótt og viðurkenndi að dómgæslan hefði sennilega ekki kostað þá sigurinn þegar öllu var á botninn hvolft. „En við erum ekki að tapa þar endilega en það hefði kannski hjálpað okkur að fá eina tvær villur. Okkur vantaði bara smá sóknarógn í fjórða leikhluta, við vorum að ströggla aðeins í sókninni. Eiginlega allan leikinn vorum við búnir að spila mjög vel saman þar sem við fengum þá til að fara úr sínum varnarstöðum en svo kemur kannski aðeins þreyta í lokin og þá vantar okkur kannski aðeins smá gæði þar.“ Herslumuninn skorti „Með örlítið betri leik hér í fjórða leikhluta hefðum við getað gert eitthvað en því miður. Heilt yfir stoltur af strákunum og mér finnst þeir vera í mikilli framför. Við erum að spila fullt af íslenskum strákum í kvöld á móti atvinnumannaliði. Þetta er nokkurn veginn atvinnumannadeild svo að ég get ekki verið að afsaka mig með því. Við vissum í hvað við vorum að fara og ég er ánægður með okkar framfarir og vona að við stígum næsta skref. Ég tel að við séum á góðri vegferð. Við eigum Val næst og ég held að við „mötsum“ ágætlega upp á móti þeim. Við þurfum bara að koma grimmir í þann leik.“ Blikar lönduðu sínum fyrsta sigri í síðstu umferð og Ívar tók undir greiningu blaðamanns sem sagði að það væri allt annar bragur á liðinu en í upphafi móts. „Við erum líka búnir að vera í meiðslum. Ég er ekki búinn að vera í einum leik í vetur með fullt lið. Við vorum með Árna og Snorra út í byrjun, svo missum við Everage sem var búinn að vera meiddur líka í byrjun. Everage kemur örugglega inn í næsta leik og hann mun pottþétt hjálpa okkur gríðarlega mikið.“ Ívar lauk viðtalinu á að stappa stálinu í sína menn og sagði að þeir færu í alla leiki til að vinna, þar á meðal þennan þó það hafi ekki gengið eftir að þessu sinni. „Þannig að ég er bara spenntur að sjá hvernig við verðum með fullt lið. Við þurfum náttúrulega bara að fara að vinna fleiri leiki. Við ætluðum okkur sigur hér, það er engin launung að við ætluðum okkur að koma hér og vinna. Ég geri þá kröfu að við förum hvert sem er og við ætlum að vinna og við ætlum að vinna á fimmtudaginn líka.“
Körfubolti Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira