Segir Þjóðverja standa frammi fyrir nýjum raunveruleika Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 14:10 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir ætlanir ríkisstjórnar hans varðandi fjárfestingu í þýskum iðnaði í uppnámi. AP/Markus Schreiber Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórninni væri ekki heimilt að nota ónýtt lán sem ætluð voru sérstökum verkefnum í kjölfar faraldurs Covid-19 í svokölluð græn verkefni og nútímavæðingu. Það væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár Þýskalands um lánsheimildir ríkisins, samkvæmt frétt DW. Um er að ræða um sextíu milljarða evra (Rúmar níu billjónir króna) á næstu tveimur árum sem til stóð að verja í náttúruvæn orkuverkefni og í að niðurgreiða hátt orkuverð í Þýskalandi. Scholz og ráðherrar hans þurfa nú að taka upp niðurskurðarhnífinn en kanslarinn hét því að standa við skuldbindingar ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og að verja velferðarkerfi Þýskalands. DW hefur eftir Friedrich Merz, leiðtoga Kristinna Demókrata, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Þýskalandi, að lögsóknin sem hann og aðrir í flokknum höfðuðu á sínum tíma hefði verið réttmæt. Nú væri sannað að ríkisstjórnin hefði reynt að komast hjá ákvæði stjórnarskrár landsins. Vandræðin byrja á næsta ári Umræddu ákvæði var bætt við stjórnarskrá Þýskalands árið 2009 í kjölfar fjármálahrunsins. Það felur í sér að ríkinu er ekki heimilt að taka meiri lán en sem samsvarar 0,35 prósentum af vergri landsframleiðslu. Vegna nauðsynjar var ákvæðið lagt til hliðar frá 2020 til 2022, sem má gera á tímum neyðar, en það var aftur í gildi á þessu ári. Ríkisstjórnin mun lýsa yfir neyðarástandi svo fjárlögin fyrir þetta ár breytist ekki, og er vísað til skert aðgengi að jarðgasi. Vandræðin hefjast á næsta ári, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Hagfræðingar óttast að umfangsmikill niðurskurður muni koma niður á hagkerfi Þýskalands, sem þykir þegar rúlla hægt, ef svo má að orði komast. Þjóðverjar hafa til að mynda ekki lengur aðgang að ódýru jarðgasi frá Rússlandi, sem notað var til að keyra þýskar verksmiðjur fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar hafa um árabil haft aðgang að ódýru eldsneyti og öflugum útflutningi á bílum og iðnarðartólum og tækjum, að mestu til Kína. Ráðamenn hafa þó dregið fæturna í að halda við innviðum og öðru. Því er talinn töluverður skortur á nútímavæðingu í Þýskalandi. Líkön Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á hagkerfi Þýskalands á þessu ári, sem yrði versta frammistaða stærstu hagkerfa heimsins. Sérfræðingar bjuggust við hagvexti á næsta ári en nú ríkir óvissa um það. Þýskaland er þó lang minnst skuldsetta ríkið í G7, með skuldir sem samsvarar einungis 66 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið er 102 prósent í Bretlandi, 121 prósent í Bandaríkjunum, 144 prósent á Ítalíu og 260 prósent í Japan. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórninni væri ekki heimilt að nota ónýtt lán sem ætluð voru sérstökum verkefnum í kjölfar faraldurs Covid-19 í svokölluð græn verkefni og nútímavæðingu. Það væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár Þýskalands um lánsheimildir ríkisins, samkvæmt frétt DW. Um er að ræða um sextíu milljarða evra (Rúmar níu billjónir króna) á næstu tveimur árum sem til stóð að verja í náttúruvæn orkuverkefni og í að niðurgreiða hátt orkuverð í Þýskalandi. Scholz og ráðherrar hans þurfa nú að taka upp niðurskurðarhnífinn en kanslarinn hét því að standa við skuldbindingar ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og að verja velferðarkerfi Þýskalands. DW hefur eftir Friedrich Merz, leiðtoga Kristinna Demókrata, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Þýskalandi, að lögsóknin sem hann og aðrir í flokknum höfðuðu á sínum tíma hefði verið réttmæt. Nú væri sannað að ríkisstjórnin hefði reynt að komast hjá ákvæði stjórnarskrár landsins. Vandræðin byrja á næsta ári Umræddu ákvæði var bætt við stjórnarskrá Þýskalands árið 2009 í kjölfar fjármálahrunsins. Það felur í sér að ríkinu er ekki heimilt að taka meiri lán en sem samsvarar 0,35 prósentum af vergri landsframleiðslu. Vegna nauðsynjar var ákvæðið lagt til hliðar frá 2020 til 2022, sem má gera á tímum neyðar, en það var aftur í gildi á þessu ári. Ríkisstjórnin mun lýsa yfir neyðarástandi svo fjárlögin fyrir þetta ár breytist ekki, og er vísað til skert aðgengi að jarðgasi. Vandræðin hefjast á næsta ári, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Hagfræðingar óttast að umfangsmikill niðurskurður muni koma niður á hagkerfi Þýskalands, sem þykir þegar rúlla hægt, ef svo má að orði komast. Þjóðverjar hafa til að mynda ekki lengur aðgang að ódýru jarðgasi frá Rússlandi, sem notað var til að keyra þýskar verksmiðjur fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar hafa um árabil haft aðgang að ódýru eldsneyti og öflugum útflutningi á bílum og iðnarðartólum og tækjum, að mestu til Kína. Ráðamenn hafa þó dregið fæturna í að halda við innviðum og öðru. Því er talinn töluverður skortur á nútímavæðingu í Þýskalandi. Líkön Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á hagkerfi Þýskalands á þessu ári, sem yrði versta frammistaða stærstu hagkerfa heimsins. Sérfræðingar bjuggust við hagvexti á næsta ári en nú ríkir óvissa um það. Þýskaland er þó lang minnst skuldsetta ríkið í G7, með skuldir sem samsvarar einungis 66 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið er 102 prósent í Bretlandi, 121 prósent í Bandaríkjunum, 144 prósent á Ítalíu og 260 prósent í Japan.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira