Platinum-tryggingin dekkaði ekki hurð sem fauk upp undir Hafnarfjalli Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 15:15 Konan var stödd undir Hafnarfjalli þegar hurðin á bílnum fauk upp. Vísir/Vilhelm Kona fær ekki endurgreitt frá bílaleigu þrátt fyrir að hafa verið með „Platinum-tryggingu“ sem hún taldi dekka tjón sem hún lenti í. Fær hún því ekki endurgreiddar 230 þúsund krónurnar sem hún óskaði eftir. Konan sem leigði bifreiðina hafði leigt hana dagana 20. til 26. febrúar á síðasta ári. Valdi hún „platinum“ trygginguna og segir fyrirtækið hafa hvatt hana til þess að gera það þar sem hún myndi þá ekki þurfa að greiða neinn kostnað ef bifreiðin yrði fyrir tjóni á leigutímanum. Vill 230 þúsund krónur Þegar konan lenti síðan í óveðri undir Hafnarfjalli fauk framhurð bifreiðarinnar upp og skemmdist. Þegar bílnum var skilað skuldfærði bílaleigan kreditkort konunnar um 2.400 dollara, 330 þúsund íslenskar krónur. Vildi hún hins vegar meina að hún þyrfti einungis að greiða 770 dollara, rétt rúmar hundrað þúsund krónur. Krafðist hún þess að fá hinar 230 þúsund krónurnar endurgreiddar. „Að sögn sóknaraðila hafi starfsmaður varnaraðila sagt henni að hún ætti að kaupa tryggingu sem myndi tryggja hana fyrir tjóni vegna sand- og malarfoks enda væri veðurfar á Íslandi að vetrarlagi oft slæmt. Hins vegar hafi viðkomandi starfsmaður ekki upplýst hana um að tjón sem hljótist af því að vindhviða feyki upp bílhurð falli ekki undir neinar af tryggingum varnaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Ekki hluti af tryggingunni Bílaleigan fékk tækifæri til þess að skila inn andsvörum og gögnum máli sínu til stuðnings. Það var ekki gert og byggist niðurstaða málsins því eingöngu á gögnum frá konunni sem kærði. Nefndin bendir á að í leigusamningi konunnar og bílaleigunnar sé tekið fram dæmi um atvik sem eru undanskilin tryggingunni. Er þar sérstaklega tekið fram að tjón vegna þess að vindur feykir up hurð sé ekki hluti af tryggingunni. Einnig mátti finna þessar upplýsingar á vef bílaleigunnar. Var kröfu konunnar því hafnað og þarf bílaleigan ekki að endurgreiða krónurnar 230 þúsund. Úrskurðinn má finna í heild sinni hér en hann er númer 31 á þessu ári. Neytendur Bílaleigur Hvalfjarðarsveit Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Konan sem leigði bifreiðina hafði leigt hana dagana 20. til 26. febrúar á síðasta ári. Valdi hún „platinum“ trygginguna og segir fyrirtækið hafa hvatt hana til þess að gera það þar sem hún myndi þá ekki þurfa að greiða neinn kostnað ef bifreiðin yrði fyrir tjóni á leigutímanum. Vill 230 þúsund krónur Þegar konan lenti síðan í óveðri undir Hafnarfjalli fauk framhurð bifreiðarinnar upp og skemmdist. Þegar bílnum var skilað skuldfærði bílaleigan kreditkort konunnar um 2.400 dollara, 330 þúsund íslenskar krónur. Vildi hún hins vegar meina að hún þyrfti einungis að greiða 770 dollara, rétt rúmar hundrað þúsund krónur. Krafðist hún þess að fá hinar 230 þúsund krónurnar endurgreiddar. „Að sögn sóknaraðila hafi starfsmaður varnaraðila sagt henni að hún ætti að kaupa tryggingu sem myndi tryggja hana fyrir tjóni vegna sand- og malarfoks enda væri veðurfar á Íslandi að vetrarlagi oft slæmt. Hins vegar hafi viðkomandi starfsmaður ekki upplýst hana um að tjón sem hljótist af því að vindhviða feyki upp bílhurð falli ekki undir neinar af tryggingum varnaraðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Ekki hluti af tryggingunni Bílaleigan fékk tækifæri til þess að skila inn andsvörum og gögnum máli sínu til stuðnings. Það var ekki gert og byggist niðurstaða málsins því eingöngu á gögnum frá konunni sem kærði. Nefndin bendir á að í leigusamningi konunnar og bílaleigunnar sé tekið fram dæmi um atvik sem eru undanskilin tryggingunni. Er þar sérstaklega tekið fram að tjón vegna þess að vindur feykir up hurð sé ekki hluti af tryggingunni. Einnig mátti finna þessar upplýsingar á vef bílaleigunnar. Var kröfu konunnar því hafnað og þarf bílaleigan ekki að endurgreiða krónurnar 230 þúsund. Úrskurðinn má finna í heild sinni hér en hann er númer 31 á þessu ári.
Neytendur Bílaleigur Hvalfjarðarsveit Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira