Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum Anna Lára Steindal skrifar 26. nóvember 2023 09:01 Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Skortur er á rannsóknum og umfjöllun um ofbeldi gagnvart fötluðum konum en eftirfarandi eru þó staðreyndir r sem liggja fyrir: Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en fatlaðir karlar. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Fötluð börn eru í mun meiri hættu á því að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þó að fatlaðar stúlkur og konur verði oft fyrir sams konar ofbeldi og aðrar konur eru þær einnig útsettar fyrir formi ofbeldis sem verður til í skörun kyns og fötlunar. Þannig gerir félagsleg jaðarsetning , takmarkaðari hreyfanleiki, erfiðara aðgengi að umhverfi og upplýsingum og skortur á stuðningi þær sérstaklega útsettar fyrir ofbeldi og getur haft annars konar áhrif á líf þeirra en annarra kvenna sem eru fórnarlömb ofbeldis. Í sumum tilfellum eru gerendur umönnunaraðilar eða einhver nákominn sem þær eru háðar hvað varðar aðstoð vegna fötlunar sinnar eða fjárhagslega og/eða félagslega. Það gerir þeim enn erfiðara um vik að komast úr aðstæðunum sem þær eru í. Í öðrum tilfellum hafa fatlaðar stúlkur og konur vanist því vegna valdleysis síns og mismununar sem þær hafa þurft að þola að farið sé yfir persónuleg mörk þeirra og gera sér því síður grein fyrir því að þær eru þolendur ofbeldis. Ferlið við að tilkynna ofbeldi reynist fötluðum konum og stúlkum oft óaðgengilegt vegna þess að verkferlar gera ekki ráð fyrir reynsluheimi þeirra og þörfum. Í þessu samhengi má m.a. benda á fordóma og viðhorf gagnvart fötluðu fólki, aðgengi að umhverfi, aðgengi að upplýsingum, samskipti og tjáskiptaleiðir, skort á stuðningi við hæfi, vanfjármögnun og skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðra stúlkna og kvenna. Stúlkur og konur með þroskahömlun og skyldar fatlanir Stúlkur og konur með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverfar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi af öllu tagi, þar með talið kynferðisofbeldi. Samkvæmt skýrslu sem The Roeher Institute gaf út árið 2004 í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Ottawa í Kanada eru tvöfalt meiri líkur á því að stúlkur og konur með þroskahömlun verði fyrir kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Þær mæta einnig sérstökum hindrunum við að tilkynna eða kæra ofbeldi þar sem ferlið er óaðgengilegt, miðað við þarfir ófatlaðs fólks og aðferðafræði við yfirheyrslur og skýrslutökur taka ekki mið af þörfum þeirra. Það er því líklegra að framburður þeirra sé metinn ótrúverðugur og rannsókn hætt. Fatlaðar stúlkur og konur eru af sambærilegum ástæðum ólíklegri en aðrir þolendur ofbeldis til að leita sér aðstoðar, þar sem skortur er á aðstoð við hæfi. Fatlaðar stúlkur og konur búa við mismunun og aukna jaðarsetningu sem grundvallast á kyni, aldri og fötlun og stúlkur og konur með þroskahömlun eru í sérstakri hættu á kynferðisofbeldi. Rannsóknir benda til þess að kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum og konum með þroskahömlun sé allt að tvisvar sinnum meira en gegn ófötluðum konum. Konur með þroskahömlun átta sig stundum ekki á því að verið er að beita þær ofbeldi og vangeta þeirra til að hafna ofbeldinu getur verið ranglega túlkuð sem samþykki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein og gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt geri það sem mögulegt er til uppræta allt ofbeldi gegn öllum konum. Í því skyni er mikilvægt að rannsaka samtvinnun kyns og fötlunar sem og aldurs til að skilja ofbeldið sem fatlaðar stúlkur og konur verða fyrir og þær flóknu aðstæður sem það leiðir af sér. Aðeins með aukinni þekkingu og innsýn er mögulegt að útfæra forvarnirnar og veita öllum þolendum kynbundins ofbeldis stuðning. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Skortur er á rannsóknum og umfjöllun um ofbeldi gagnvart fötluðum konum en eftirfarandi eru þó staðreyndir r sem liggja fyrir: Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en fatlaðir karlar. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Fötluð börn eru í mun meiri hættu á því að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þó að fatlaðar stúlkur og konur verði oft fyrir sams konar ofbeldi og aðrar konur eru þær einnig útsettar fyrir formi ofbeldis sem verður til í skörun kyns og fötlunar. Þannig gerir félagsleg jaðarsetning , takmarkaðari hreyfanleiki, erfiðara aðgengi að umhverfi og upplýsingum og skortur á stuðningi þær sérstaklega útsettar fyrir ofbeldi og getur haft annars konar áhrif á líf þeirra en annarra kvenna sem eru fórnarlömb ofbeldis. Í sumum tilfellum eru gerendur umönnunaraðilar eða einhver nákominn sem þær eru háðar hvað varðar aðstoð vegna fötlunar sinnar eða fjárhagslega og/eða félagslega. Það gerir þeim enn erfiðara um vik að komast úr aðstæðunum sem þær eru í. Í öðrum tilfellum hafa fatlaðar stúlkur og konur vanist því vegna valdleysis síns og mismununar sem þær hafa þurft að þola að farið sé yfir persónuleg mörk þeirra og gera sér því síður grein fyrir því að þær eru þolendur ofbeldis. Ferlið við að tilkynna ofbeldi reynist fötluðum konum og stúlkum oft óaðgengilegt vegna þess að verkferlar gera ekki ráð fyrir reynsluheimi þeirra og þörfum. Í þessu samhengi má m.a. benda á fordóma og viðhorf gagnvart fötluðu fólki, aðgengi að umhverfi, aðgengi að upplýsingum, samskipti og tjáskiptaleiðir, skort á stuðningi við hæfi, vanfjármögnun og skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðra stúlkna og kvenna. Stúlkur og konur með þroskahömlun og skyldar fatlanir Stúlkur og konur með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverfar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi af öllu tagi, þar með talið kynferðisofbeldi. Samkvæmt skýrslu sem The Roeher Institute gaf út árið 2004 í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Ottawa í Kanada eru tvöfalt meiri líkur á því að stúlkur og konur með þroskahömlun verði fyrir kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Þær mæta einnig sérstökum hindrunum við að tilkynna eða kæra ofbeldi þar sem ferlið er óaðgengilegt, miðað við þarfir ófatlaðs fólks og aðferðafræði við yfirheyrslur og skýrslutökur taka ekki mið af þörfum þeirra. Það er því líklegra að framburður þeirra sé metinn ótrúverðugur og rannsókn hætt. Fatlaðar stúlkur og konur eru af sambærilegum ástæðum ólíklegri en aðrir þolendur ofbeldis til að leita sér aðstoðar, þar sem skortur er á aðstoð við hæfi. Fatlaðar stúlkur og konur búa við mismunun og aukna jaðarsetningu sem grundvallast á kyni, aldri og fötlun og stúlkur og konur með þroskahömlun eru í sérstakri hættu á kynferðisofbeldi. Rannsóknir benda til þess að kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum og konum með þroskahömlun sé allt að tvisvar sinnum meira en gegn ófötluðum konum. Konur með þroskahömlun átta sig stundum ekki á því að verið er að beita þær ofbeldi og vangeta þeirra til að hafna ofbeldinu getur verið ranglega túlkuð sem samþykki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein og gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt geri það sem mögulegt er til uppræta allt ofbeldi gegn öllum konum. Í því skyni er mikilvægt að rannsaka samtvinnun kyns og fötlunar sem og aldurs til að skilja ofbeldið sem fatlaðar stúlkur og konur verða fyrir og þær flóknu aðstæður sem það leiðir af sér. Aðeins með aukinni þekkingu og innsýn er mögulegt að útfæra forvarnirnar og veita öllum þolendum kynbundins ofbeldis stuðning. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun