Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2023 15:05 Þúsundir íbúa Gasastrandarinnar hafa fallið í linnulausum loftárásum Ísrael síðustu sjö vikur. AP/Abed Khaled Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. Forsvarsmenn Hamas-samtakanna segja í yfirlýsingu að fimmtíu gíslum í þeirra haldi, konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri, verði skipt fyrir 150 konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri í haldi Ísraela. Samkvæmt Hamas munu Ísraelar hætta loftárásum á suðurhluta Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Þeir eiga einnig að hætta árásum milli tíu og fjögur að degi til á norðurhlutanum. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Sleppa fimmtíu fyrir 150 Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í dag að þrettán ísraelskum gíslum yrði sleppt klukkan sex á morgun. Þá verður væntanlega 39 Palestínumönnum sleppt úr haldi Ísraela. Times of Israel hefur eftir talsmanninum að mest áhersla hafi verið lögð á að losa konur og börn úr haldi og vonast sé til að áframhaldandi viðræður muni leiða til áframhaldandi friðar. Talið er að um 240 manns séu í haldi Hamas, eftir árásir vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Ráðamenn í Palestínu segjast vera komnir með lista yfir þá gísla sem sleppa á úr haldi á morgun og verið sé að hafa samband við fjölskyldur þeirra. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Fregnir hafa þó nokkrum sinnum borist af því að samkomulag hafi verið í myndinni en það raungerðist svo fyrr í vikunni. Vopnahléið átti að hefjast í dag en var frestað til morguns. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Tengdar fréttir Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. 21. nóvember 2023 17:53 Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. 21. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Forsvarsmenn Hamas-samtakanna segja í yfirlýsingu að fimmtíu gíslum í þeirra haldi, konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri, verði skipt fyrir 150 konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri í haldi Ísraela. Samkvæmt Hamas munu Ísraelar hætta loftárásum á suðurhluta Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Þeir eiga einnig að hætta árásum milli tíu og fjögur að degi til á norðurhlutanum. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Sleppa fimmtíu fyrir 150 Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í dag að þrettán ísraelskum gíslum yrði sleppt klukkan sex á morgun. Þá verður væntanlega 39 Palestínumönnum sleppt úr haldi Ísraela. Times of Israel hefur eftir talsmanninum að mest áhersla hafi verið lögð á að losa konur og börn úr haldi og vonast sé til að áframhaldandi viðræður muni leiða til áframhaldandi friðar. Talið er að um 240 manns séu í haldi Hamas, eftir árásir vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Ráðamenn í Palestínu segjast vera komnir með lista yfir þá gísla sem sleppa á úr haldi á morgun og verið sé að hafa samband við fjölskyldur þeirra. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Fregnir hafa þó nokkrum sinnum borist af því að samkomulag hafi verið í myndinni en það raungerðist svo fyrr í vikunni. Vopnahléið átti að hefjast í dag en var frestað til morguns.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Tengdar fréttir Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. 21. nóvember 2023 17:53 Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. 21. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57
Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25
Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. 21. nóvember 2023 17:53
Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. 21. nóvember 2023 14:58