Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 14:58 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist vonast eftir góðum fréttum á næstunni. AP/Ariel Schalit Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. Fundurinn verður klukkan sex, eða klukkan átta að ísraelskum tíma. Tveimur tímum fyrir fundinn mun herráð Ísrael funda og einum tíma fyrir ríkisstjórnarfundinn mun öryggisráðið koma saman. Fjölmiðlar ytra hafa í dag haft eftir heimildarmönnum sínum í Katar (sem hafa komið að viðræðunum milli Ísraela og Hamas), í Ísrael og víðar að samkomulag sé í sjónmáli. Þá sendi leiðtogi Hamas frá sér yfirlýsingu um slíkt í morgun. Sjá einnig: Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur gefið út að hann vonist eftir góðum fréttum á næstunni. Hvað slíkt samkomulag myndi fela í sér liggur ekki fyrir en Channel 12 í Ísrael segir að samkvæmt heimildarmanni miðilsins verði að minnsta kosti fimmtíu gíslum sleppt úr haldi Hamas yfir næstu daga. Þar af séu um fjörutíu börn. Í skiptum eiga Ísraelar að sleppa um þrjú hundruð Palestínumönnum úr haldi og þar á meðal konur og börn. Vopnahlé á að standa yfir í nokkra daga, á meðan þessi skipti fara fram. Samkomulag verður líklega ekki gert opinbert fyrr en eftir ríkisstjórnarfundinn, þar sem ríkisstjórnin þarf að samþykkja losun fanga úr haldi Ísraela. Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir hléi á átökunum á Gasaströndinni, svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Ísraelar hafa ekki viljað gera það fyrr en Hamas-liðar sleppi gíslum. Um 240 gíslar voru teknir í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október. Þá hafa Ísraelar sagt að Hamas-liðar gætu notað vopnahlé til að styrkja varnir sínar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir 31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44 Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Fundurinn verður klukkan sex, eða klukkan átta að ísraelskum tíma. Tveimur tímum fyrir fundinn mun herráð Ísrael funda og einum tíma fyrir ríkisstjórnarfundinn mun öryggisráðið koma saman. Fjölmiðlar ytra hafa í dag haft eftir heimildarmönnum sínum í Katar (sem hafa komið að viðræðunum milli Ísraela og Hamas), í Ísrael og víðar að samkomulag sé í sjónmáli. Þá sendi leiðtogi Hamas frá sér yfirlýsingu um slíkt í morgun. Sjá einnig: Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur gefið út að hann vonist eftir góðum fréttum á næstunni. Hvað slíkt samkomulag myndi fela í sér liggur ekki fyrir en Channel 12 í Ísrael segir að samkvæmt heimildarmanni miðilsins verði að minnsta kosti fimmtíu gíslum sleppt úr haldi Hamas yfir næstu daga. Þar af séu um fjörutíu börn. Í skiptum eiga Ísraelar að sleppa um þrjú hundruð Palestínumönnum úr haldi og þar á meðal konur og börn. Vopnahlé á að standa yfir í nokkra daga, á meðan þessi skipti fara fram. Samkomulag verður líklega ekki gert opinbert fyrr en eftir ríkisstjórnarfundinn, þar sem ríkisstjórnin þarf að samþykkja losun fanga úr haldi Ísraela. Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir hléi á átökunum á Gasaströndinni, svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Ísraelar hafa ekki viljað gera það fyrr en Hamas-liðar sleppi gíslum. Um 240 gíslar voru teknir í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október. Þá hafa Ísraelar sagt að Hamas-liðar gætu notað vopnahlé til að styrkja varnir sínar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir 31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44 Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44
Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57
Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56
Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30