DalaAuður - sóknarfæri fyrir samfélagið Jóhanna María Sigmundsdóttir og Linda Guðmundsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 07:30 Nú er nýafstaðinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs, verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Fundurinn var vel heppnaður og voru ýmis mál rædd, meðal annars mikilvægi þess að haldið verði áfram uppbyggingu innviða enda samgöngumálin eitt brýnasta verkefnið í Dalabyggð. Íbúar viðruðu einnig hugmyndir um nýja möguleika varðandi dagvöruverslun á svæðinu. Þá voru lagðar fram tillögur um félags- og menningarstarf ásamt því að málefni eldri borgara og skólamálin voru rædd. Íbúafundir sem þessir eru verkefninu gífurlega mikilvægir því þar fá íbúar tækifæri til að koma sínum áherslum og hugmyndum á framfæri. Það sem gleður einnig er að sjá þann samhljóm sem er með óskum íbúa og áætlunum sveitarfélagsins. Það skiptir miklu máli, því þannig verður útkoman öflugri. Sveitarfélagið Dalabyggð er nefnilega í sókn. Sem dæmi má nefna að áform um byggingu á íþróttahúsi og sundlaug í Búðardal ásamt því að unnið er að deiliskipulagi lóða til frekari húsnæðisuppbyggingar. Þá hefur verið stofnaður vinnuhópur um uppbyggingu iðngarða í Búðardal. Íbúarnir eru líka í sókn, það sést einna helst í gróskunni í samfélaginu. Nýr kór hefur tekið til starfa, leikfélagið hefur risið úr dvala og um þessar mundir eru haldin námskeið eða viðburðir vikulega. Íbúar hafa sýnt einstaka jákvæðni gagnvart verkefninu og fjölmargir sótt um styrki í Frumkvæðissjóð DalaAuðs en samtals hefur verið úthlutað 24,5 milljónum til ýmissa frumkvæðisverkefna í Dalabyggð. Þegar þetta fléttast svo allt saman, verkefnin og áhugi íbúanna og gott samstarf allra sem koma að DalaAuði, þá verður til eitthvað magnað. Við sjáum sprota og ný störf að mótast, nýjar vörur í þróun, mannlífið dafnar og hæfileikar fá að blómstra. Það er engu líkara en að DalaAuður hafi vökvað og borið á akra sem að upplagi voru mjög frjósamir, því styrkleikar Dalanna eru svo sannarlega að birtast okkur í gegnum verkefnið. Í amstri dagsins getum við gleymt að horfa yfir sviðið og sjá hvert við erum komin. Stundum þarf ekki nema dagspart á íbúafundi til að minna á hve mikið hefur náð fram að ganga og hversu mikið við getum gert með samhentu átaki. Það er gífurlega gefandi að horfa yfir sal þar sem fólk á í jákvæðum samræðum á hverju borði, samræðum sem miða allar að því að efla, byggja upp og ná árangri fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Ugglaust hljómum við ögn háfleygar en í grunninn, vildum við einfaldlega setjast niður og koma í orð þakklæti til íbúa Dalabyggðar. Takk fyrir að leyfa fleirum að njóta hugmynda ykkar og hæfileika. Takk fyrir að vilja samfélaginu vel og sýna það með þátttöku ykkar í DalaAuði. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Dalabyggð.Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Jóhanna María Sigmundsdóttir Byggðamál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er nýafstaðinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs, verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Fundurinn var vel heppnaður og voru ýmis mál rædd, meðal annars mikilvægi þess að haldið verði áfram uppbyggingu innviða enda samgöngumálin eitt brýnasta verkefnið í Dalabyggð. Íbúar viðruðu einnig hugmyndir um nýja möguleika varðandi dagvöruverslun á svæðinu. Þá voru lagðar fram tillögur um félags- og menningarstarf ásamt því að málefni eldri borgara og skólamálin voru rædd. Íbúafundir sem þessir eru verkefninu gífurlega mikilvægir því þar fá íbúar tækifæri til að koma sínum áherslum og hugmyndum á framfæri. Það sem gleður einnig er að sjá þann samhljóm sem er með óskum íbúa og áætlunum sveitarfélagsins. Það skiptir miklu máli, því þannig verður útkoman öflugri. Sveitarfélagið Dalabyggð er nefnilega í sókn. Sem dæmi má nefna að áform um byggingu á íþróttahúsi og sundlaug í Búðardal ásamt því að unnið er að deiliskipulagi lóða til frekari húsnæðisuppbyggingar. Þá hefur verið stofnaður vinnuhópur um uppbyggingu iðngarða í Búðardal. Íbúarnir eru líka í sókn, það sést einna helst í gróskunni í samfélaginu. Nýr kór hefur tekið til starfa, leikfélagið hefur risið úr dvala og um þessar mundir eru haldin námskeið eða viðburðir vikulega. Íbúar hafa sýnt einstaka jákvæðni gagnvart verkefninu og fjölmargir sótt um styrki í Frumkvæðissjóð DalaAuðs en samtals hefur verið úthlutað 24,5 milljónum til ýmissa frumkvæðisverkefna í Dalabyggð. Þegar þetta fléttast svo allt saman, verkefnin og áhugi íbúanna og gott samstarf allra sem koma að DalaAuði, þá verður til eitthvað magnað. Við sjáum sprota og ný störf að mótast, nýjar vörur í þróun, mannlífið dafnar og hæfileikar fá að blómstra. Það er engu líkara en að DalaAuður hafi vökvað og borið á akra sem að upplagi voru mjög frjósamir, því styrkleikar Dalanna eru svo sannarlega að birtast okkur í gegnum verkefnið. Í amstri dagsins getum við gleymt að horfa yfir sviðið og sjá hvert við erum komin. Stundum þarf ekki nema dagspart á íbúafundi til að minna á hve mikið hefur náð fram að ganga og hversu mikið við getum gert með samhentu átaki. Það er gífurlega gefandi að horfa yfir sal þar sem fólk á í jákvæðum samræðum á hverju borði, samræðum sem miða allar að því að efla, byggja upp og ná árangri fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Ugglaust hljómum við ögn háfleygar en í grunninn, vildum við einfaldlega setjast niður og koma í orð þakklæti til íbúa Dalabyggðar. Takk fyrir að leyfa fleirum að njóta hugmynda ykkar og hæfileika. Takk fyrir að vilja samfélaginu vel og sýna það með þátttöku ykkar í DalaAuði. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Dalabyggð.Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun