Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 07:26 Látnir og særðir fyrir utan al Shifa eftir eina árás Ísraelshers. AP/Abed Khaled „Við erum ekki með rafmagn. Það er ekkert vatn á spítalanum,“ sagði læknir á vegum Lækna án landamæra á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa þegar samtökin náðu sambandi við hann í gær. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við sjúkrahúsið vegna umsáturs Ísraelshers, sem er sagður kominn „að hliðum“ sjúkrahússvæðisins. Læknirinn sagði engan mat á sjúkrahúsinu og þess væri ekki langt að bíða að fólk færi að deyja þar sem það fengi ekki lengur öndunaraðstoð. Sjúklingar biðu fyrir utan sjúkrahúsið, þar sem lík hrönnuðust upp og biðu greftrunar. „Þegar við sendum sjúkrabíl út til að sækja sjúklinga, í nokkurra metra fjarlægð, gerðu þeir árás á sjúkrabílinn. Það er slasað fólk alls staðar umhverfis spítalann, það er að leita læknisaðstoðar en við getum ekki náð í það,“ segir læknirinn. Hann segir einnig að svo virðist sem byssumenn séu að skjóta á sjúklinga; gert hafi verið að sárum þriggja sem urðu fyrir skotum. „Ástandið er slæmt, það er ómannlegt,“ segir læknirinn. Hann segir heilbrigðisstarfsfólkið á sjúkrahúsinu ekki munu yfirgefa sjúklinga sína. Það treysti því ekki að fólki verði sannarlega leyft að fara, þar sem skotið hafi verið á fólk sem freistaði þess að yfirgefa al Shifa. Um það bil 600 sjúklingar séu inniliggjandi, þar af 37 börn. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en bæði samtökin og læknar á sjúkrahúsinu hafa neitað að það sé satt. Heilbrigðisyfirvöld í Ramallah á Vesturbakkanum sögðu í gær að minnsta kosti níu sjúklingar og sex börn hefðu látist á al Shifa frá því að það var umkringt af hernum. Til hefði staðið að grafa fjöldagröf fyrir þau lík sem hefðu safnast upp við sjúkrahúsið, í kælum sem eru nú sagðir rafmagnslausir. Þær fyrirætlanir hefðu hins vegar farið út um þúfur þegar sjúkrahúsið var umkringt. Yfirvöld á Vesturbakkanum segja að minnsta kosti 110 lík bíða greftrunar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Erfitt hefur reynst að ná sambandi við sjúkrahúsið vegna umsáturs Ísraelshers, sem er sagður kominn „að hliðum“ sjúkrahússvæðisins. Læknirinn sagði engan mat á sjúkrahúsinu og þess væri ekki langt að bíða að fólk færi að deyja þar sem það fengi ekki lengur öndunaraðstoð. Sjúklingar biðu fyrir utan sjúkrahúsið, þar sem lík hrönnuðust upp og biðu greftrunar. „Þegar við sendum sjúkrabíl út til að sækja sjúklinga, í nokkurra metra fjarlægð, gerðu þeir árás á sjúkrabílinn. Það er slasað fólk alls staðar umhverfis spítalann, það er að leita læknisaðstoðar en við getum ekki náð í það,“ segir læknirinn. Hann segir einnig að svo virðist sem byssumenn séu að skjóta á sjúklinga; gert hafi verið að sárum þriggja sem urðu fyrir skotum. „Ástandið er slæmt, það er ómannlegt,“ segir læknirinn. Hann segir heilbrigðisstarfsfólkið á sjúkrahúsinu ekki munu yfirgefa sjúklinga sína. Það treysti því ekki að fólki verði sannarlega leyft að fara, þar sem skotið hafi verið á fólk sem freistaði þess að yfirgefa al Shifa. Um það bil 600 sjúklingar séu inniliggjandi, þar af 37 börn. Ísraelsher segir höfuðstöðvar Hamas undir sjúkrahúsinu en bæði samtökin og læknar á sjúkrahúsinu hafa neitað að það sé satt. Heilbrigðisyfirvöld í Ramallah á Vesturbakkanum sögðu í gær að minnsta kosti níu sjúklingar og sex börn hefðu látist á al Shifa frá því að það var umkringt af hernum. Til hefði staðið að grafa fjöldagröf fyrir þau lík sem hefðu safnast upp við sjúkrahúsið, í kælum sem eru nú sagðir rafmagnslausir. Þær fyrirætlanir hefðu hins vegar farið út um þúfur þegar sjúkrahúsið var umkringt. Yfirvöld á Vesturbakkanum segja að minnsta kosti 110 lík bíða greftrunar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira