Kostar skólann ellefu milljarða að reka þjálfarann og ætla samt að reka hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 11:01 Jimbo Fisher þarf ekki að leita sér að nýju starfi á næstunni þvi starfslokin hjá Texas A&M eru honum afar hagstæð. Getty/Justin Ford Texas A&M skólinn hefur ákveðið að reka þjálfara fótboltaliðsins síns og þrátt fyrir að það kosti metupphæð að losa sig við hann. Þjálfari ameríska fótboltaliðsins hjá Texas A&M heitir Jimbo Fisher og hann var heldur betur með skotheldan samning til ársins 2031. Breaking: Jimbo Fisher has been fired as Texas A&M head coach, sources told @PeteThamel. pic.twitter.com/Ap8xLrkSDa— ESPN (@espn) November 12, 2023 Samtals mun það kosta skólann 77 milljónir Bandaríkjadala að losna við þjálfarann eða ellefu milljarða íslenskra króna. Það verður þrefalt meira en gamla metið yfir dýrasta brottreksturinn. Stjórn Texas A&M komst að þeirri niðurstöðu að reka Fisher eftir fjögurra tíma maraþonfund. Fyrir brottrekstur Fisher var mesti kostnaður við að reka þjálfara þegar Auburn skólinn rak Gus Malzahn árið 2020 sem kostaði skólann 21 milljón dollara eða rétt rúmlega þrjá milljarða í íslenskum krónum. Ástæða þess að þetta er skólanum svona dýrt spaug er þessi skotheldi samningur Fisher sem vissi heldur betur hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir sinn samning við skólann. Hann naut góðs af því að LSU var þá að reyna að stela honum frá Texas A&M. Texas A&M fires coach Jimbo Fisher, a move that will cost the school $75M https://t.co/ItTt9PVgpV— The Denver Post (@denverpost) November 13, 2023 Fisher skrifaði fyrst undir tíu ára samning við Texas A&M University í desember 2017 en fyrir 2021 tímabilið þá framlengdi hann samninginn út 2031 tímabilið. Það er þessi framlenging sem er að tryggja honum ótrúlegar tekjur næstu árin fyrir að gera ekki neitt. Texas A&M þarf að borga honum 19,2 milljón dollara innan við sextíu daga frá brottrekstrinum, 2,7 milljarða íslenskra króna. Skólinn þarf síðan að borga honum 7,2 milljónir dollara árlega til ársins 2031. Hann fær því borgaðan milljarð einu sinni ári næstu átta árin. Texas A&M hafði tapað fjórum af fyrstu níu leikjum sínum á leiktíðinni en vann 51-10 sigur á Mississippi State um helgina. Stjórnin var víst búin að ákveða að reka hann fyrir þann leik. View this post on Instagram A post shared by USA TODAY Sports (@usatodaysports) Bandaríkin Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira
Þjálfari ameríska fótboltaliðsins hjá Texas A&M heitir Jimbo Fisher og hann var heldur betur með skotheldan samning til ársins 2031. Breaking: Jimbo Fisher has been fired as Texas A&M head coach, sources told @PeteThamel. pic.twitter.com/Ap8xLrkSDa— ESPN (@espn) November 12, 2023 Samtals mun það kosta skólann 77 milljónir Bandaríkjadala að losna við þjálfarann eða ellefu milljarða íslenskra króna. Það verður þrefalt meira en gamla metið yfir dýrasta brottreksturinn. Stjórn Texas A&M komst að þeirri niðurstöðu að reka Fisher eftir fjögurra tíma maraþonfund. Fyrir brottrekstur Fisher var mesti kostnaður við að reka þjálfara þegar Auburn skólinn rak Gus Malzahn árið 2020 sem kostaði skólann 21 milljón dollara eða rétt rúmlega þrjá milljarða í íslenskum krónum. Ástæða þess að þetta er skólanum svona dýrt spaug er þessi skotheldi samningur Fisher sem vissi heldur betur hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir sinn samning við skólann. Hann naut góðs af því að LSU var þá að reyna að stela honum frá Texas A&M. Texas A&M fires coach Jimbo Fisher, a move that will cost the school $75M https://t.co/ItTt9PVgpV— The Denver Post (@denverpost) November 13, 2023 Fisher skrifaði fyrst undir tíu ára samning við Texas A&M University í desember 2017 en fyrir 2021 tímabilið þá framlengdi hann samninginn út 2031 tímabilið. Það er þessi framlenging sem er að tryggja honum ótrúlegar tekjur næstu árin fyrir að gera ekki neitt. Texas A&M þarf að borga honum 19,2 milljón dollara innan við sextíu daga frá brottrekstrinum, 2,7 milljarða íslenskra króna. Skólinn þarf síðan að borga honum 7,2 milljónir dollara árlega til ársins 2031. Hann fær því borgaðan milljarð einu sinni ári næstu átta árin. Texas A&M hafði tapað fjórum af fyrstu níu leikjum sínum á leiktíðinni en vann 51-10 sigur á Mississippi State um helgina. Stjórnin var víst búin að ákveða að reka hann fyrir þann leik. View this post on Instagram A post shared by USA TODAY Sports (@usatodaysports)
Bandaríkin Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira