Tók upp byssu þegar samstarfsmaður hótaði að spilla Top Gun Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 09:50 Tom Cruise tók ekki upp byssu. Hann er stjarna Top Gun: Maverick. The Chosunilbo JNS/Getty Ástralskur lögreglumaður hefur verið sakfelldur fyrir að fara óvarlega með skotvopn eftir að hafa otað því að samstarfsfélaga. Sá hafði séð stórmyndina Top Gun: Maverick kvöldið áður og hótaði að spilla söguþræði hennar. Í frétt ástralska ríkissjónvarpsins segir að lögreglumaðurinn, Dominic Francis Gaynor, hafi verið að vinna í móttöku lögreglustöðvar í Sydney þegar samstarfsmaður hans, Morgan Royston, hóf að spjalla við hann um kvikmyndina, þar sem Tom Cruise fer með aðalhlutverkið. „Ég spilli henni fyrir þér,“ sé haft eftir Royston í gögnum dómsmálsins vegna atviksins. Gaynor er þá sagður hafa farið að hlæja og sagt Royston að spilla myndinni ekki. Því næst hafi hann stigið skrefinu lengra í gríninu, dregið upp skammbyssu sína og sagt: „Annars skýt ég þig!“ Hætti í löggunni Fyrir dómi sagði Royston að honum hefði ekki þótt grín Gaynors neitt fyndið. Eftir atvikið hafi hann orðið mjög kvíðinn og lagst í þunglyndi. Hann hefði alltaf dreymt um að verða lögreglumaður, en hann var enn á tímabundnum ráðningarsamningi hjá lögreglunni, en að eftir atvikið hafi hann neyðst til þess að gefa drauminn upp á bátinn. „Ég hef algjörlega tapað trausti og aðdáun minni á lögreglunni í Nýja Suður-Wales. Þegar ég sé lögregluþjóna í dag finn ég fyrir þörf til að fylgjast með þeim og ganga úr skugga um að þeir séu ekki að munda skotvopn sín.“ Grín og gaman Verjandi Gaynors sagði við réttarhöldin að það myndi kosta Gaynor starfið og æruna yrði hann sakfelldur fyrir athæfi hans. Hann hefði ekki haft neinn illan ásetning til þess að hræða Royston. „Þetta er mál þar sem grín og gaman á vinnustaðnum hefur farið út af sporinu.“ Dómari í málinu ákvað að dæma Gaynor til hundrað klukkustunda samfélagsþjónustu og tveggja ára skilorðs. Ástralía Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Í frétt ástralska ríkissjónvarpsins segir að lögreglumaðurinn, Dominic Francis Gaynor, hafi verið að vinna í móttöku lögreglustöðvar í Sydney þegar samstarfsmaður hans, Morgan Royston, hóf að spjalla við hann um kvikmyndina, þar sem Tom Cruise fer með aðalhlutverkið. „Ég spilli henni fyrir þér,“ sé haft eftir Royston í gögnum dómsmálsins vegna atviksins. Gaynor er þá sagður hafa farið að hlæja og sagt Royston að spilla myndinni ekki. Því næst hafi hann stigið skrefinu lengra í gríninu, dregið upp skammbyssu sína og sagt: „Annars skýt ég þig!“ Hætti í löggunni Fyrir dómi sagði Royston að honum hefði ekki þótt grín Gaynors neitt fyndið. Eftir atvikið hafi hann orðið mjög kvíðinn og lagst í þunglyndi. Hann hefði alltaf dreymt um að verða lögreglumaður, en hann var enn á tímabundnum ráðningarsamningi hjá lögreglunni, en að eftir atvikið hafi hann neyðst til þess að gefa drauminn upp á bátinn. „Ég hef algjörlega tapað trausti og aðdáun minni á lögreglunni í Nýja Suður-Wales. Þegar ég sé lögregluþjóna í dag finn ég fyrir þörf til að fylgjast með þeim og ganga úr skugga um að þeir séu ekki að munda skotvopn sín.“ Grín og gaman Verjandi Gaynors sagði við réttarhöldin að það myndi kosta Gaynor starfið og æruna yrði hann sakfelldur fyrir athæfi hans. Hann hefði ekki haft neinn illan ásetning til þess að hræða Royston. „Þetta er mál þar sem grín og gaman á vinnustaðnum hefur farið út af sporinu.“ Dómari í málinu ákvað að dæma Gaynor til hundrað klukkustunda samfélagsþjónustu og tveggja ára skilorðs.
Ástralía Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira