Kjartan Atli feginn: „Ég læri af þessu“ Sæbjörn Þór Steinke skrifar 6. nóvember 2023 23:09 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness. Vísir/Hulda Margrét „Þetta hafðist. Þetta voru frábærir þrír leikhlutar en svo stífleiki í fjórða,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir nauman sjö stiga sigur gegn Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-79. Hann var sýnilega feginn að hafa landað sigrinum. „Við stöðnuðum í sókninni, svæðisvörnin þeirra var mjög flott, gerðu þetta mjög vel. Kredit á Hamar hvernig þeir náðu næstum því að hrifsa leikinn til sín, en við kláruðum þetta.“ „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, maður fer ekki alveg þangað. Maður er að reyna leita lausna. Það var stórt skot frá Dino Stipcic og stór víti hjá Daniel Love, þá svona var þetta komið. Maður vissi alltaf að þeir ættu þennan sprett í sér, eru með góða skotmenn.“ Hamar tapaði boltanum einungis níu sinnum í leiknum sem Kjartan segir að hafa haldið gestunum inni í leiknum. Hamar komst á 17-0 sprett í lokaleikhlutanum. Sem þjálfari, hvenær á að rífa í gikkinn og taka leikhlé til að reyna stöðva áhlaupið? „Ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu fyrr. Það er togstreita í manni, maður vill að strákarnir spili sig í gegnum þetta því þá komast þeir meira yfir hindrunina, ná því lífrænt. Ég vissi að ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu á undan, ég læri af þessu.“ Ein af sögulínum leiksins var hittni Douglas Wilson fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum en hann fékk að vera mjög opinn í leiknum. „Þetta var mjög flott. Við tókum fáa þrista í síðasta leik og á æfingum höfum við tekið mikið af þristum milli leikja. Hann er að setja þrista á æfingum og fær að meta þetta eftir því hvernig honum líður, hvort hann eigi að ráðast á, gefa boltann eða taka þristana. Hann lét vaða í kvöld og þetta fór ofan í.“ Álftanes er með fjóra sigra eftir fyrstu sex leikina og er Kjartan ánægður með byrjunina. „Við horfum meira í tapleikina. En þessi deild er það jöfn, hún er algjör boxbardagi. Ég er búinn að fjalla um hana, spila í henni, þjálfa sem aðstoðarþjálfari. Ég man ekki eftir því að það hafi verið svona mörg lið sem hafa getað gert tilkall í að vinna deildina. Það er rosalega stutt á milli og hver sigur er frábær.“ Undirritaður þakkaði Kjartani fyrir að búa til gott sjónvarp í lokaleikhlutanum. „Þetta er skemmtanabransi,“ sagði Kjartan á léttu nótunum í lok viðtals. Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Við stöðnuðum í sókninni, svæðisvörnin þeirra var mjög flott, gerðu þetta mjög vel. Kredit á Hamar hvernig þeir náðu næstum því að hrifsa leikinn til sín, en við kláruðum þetta.“ „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, maður fer ekki alveg þangað. Maður er að reyna leita lausna. Það var stórt skot frá Dino Stipcic og stór víti hjá Daniel Love, þá svona var þetta komið. Maður vissi alltaf að þeir ættu þennan sprett í sér, eru með góða skotmenn.“ Hamar tapaði boltanum einungis níu sinnum í leiknum sem Kjartan segir að hafa haldið gestunum inni í leiknum. Hamar komst á 17-0 sprett í lokaleikhlutanum. Sem þjálfari, hvenær á að rífa í gikkinn og taka leikhlé til að reyna stöðva áhlaupið? „Ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu fyrr. Það er togstreita í manni, maður vill að strákarnir spili sig í gegnum þetta því þá komast þeir meira yfir hindrunina, ná því lífrænt. Ég vissi að ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu á undan, ég læri af þessu.“ Ein af sögulínum leiksins var hittni Douglas Wilson fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum en hann fékk að vera mjög opinn í leiknum. „Þetta var mjög flott. Við tókum fáa þrista í síðasta leik og á æfingum höfum við tekið mikið af þristum milli leikja. Hann er að setja þrista á æfingum og fær að meta þetta eftir því hvernig honum líður, hvort hann eigi að ráðast á, gefa boltann eða taka þristana. Hann lét vaða í kvöld og þetta fór ofan í.“ Álftanes er með fjóra sigra eftir fyrstu sex leikina og er Kjartan ánægður með byrjunina. „Við horfum meira í tapleikina. En þessi deild er það jöfn, hún er algjör boxbardagi. Ég er búinn að fjalla um hana, spila í henni, þjálfa sem aðstoðarþjálfari. Ég man ekki eftir því að það hafi verið svona mörg lið sem hafa getað gert tilkall í að vinna deildina. Það er rosalega stutt á milli og hver sigur er frábær.“ Undirritaður þakkaði Kjartani fyrir að búa til gott sjónvarp í lokaleikhlutanum. „Þetta er skemmtanabransi,“ sagði Kjartan á léttu nótunum í lok viðtals.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52