Reifst við þjálfarann eftir að hafa pantað hamborgara upp á hótelherbergi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2023 12:00 Eftir leik Galatasaray og Bayern München í Meistaradeild Evrópu pantaði Tanguy Ndombele sér hamborgara. Það fór illa í þjálfara tyrknesku meistaranna. getty/ANP Tanguy Ndombele, leikmaður Galatasaray, lenti í harkalegu rifrildi við þjálfara liðsins á dögunum. Ástæðan er nokkuð skondin. Okan Buruk, þjálfari Galatasaray, var ekki hrifinn af því þegar Ndombele pantaði hamborgara upp á hótelherbergi sitt eftir leikinn gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Buruk fór og hellti sér yfir Ndombele og þeir rifust harkalega þótt klukkan væri farin að nálgast miðnætti. Hamborgarinn virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Buruk en hann er ósáttur við líkamlegt ástand Ndombeles. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að Frakkinn sé of þungur og Buruk ku ekki ætla að velja hann í lið Galatasaray fyrr en hann missir sex kg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvartað er undan líkamlegu ásigkomulagi Ndombeles. Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Tottenham, gerði það fyrir tímabilið og lánaði franska miðjumanninn svo til Galatasaray. Ndombele var ekki í leikmannahópi Galatasaray þegar liðið sigraði Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni á laugardaginn og hefur aðeins spilað 93 mínútur í deildinni í vetur. Galatasaray er í 2. sæti hennar með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Fenerbache. Ndombele er dýrasti leikmaður í sögu Tottenham en félagið keypti hann á 63 milljónir punda frá Lyon 2019. Síðan þá hefur Ndombele verið lánaður aftur til Lyon, Napoli og núna Galatasaray. Hann gæti snúið aftur til Tottenham fyrr en seinna því Galatasaray íhugar að rifta lánssamningi hans vegna slæms líkamlegs ástands hans. Tyrkneski boltinn Matur Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Okan Buruk, þjálfari Galatasaray, var ekki hrifinn af því þegar Ndombele pantaði hamborgara upp á hótelherbergi sitt eftir leikinn gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Buruk fór og hellti sér yfir Ndombele og þeir rifust harkalega þótt klukkan væri farin að nálgast miðnætti. Hamborgarinn virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Buruk en hann er ósáttur við líkamlegt ástand Ndombeles. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að Frakkinn sé of þungur og Buruk ku ekki ætla að velja hann í lið Galatasaray fyrr en hann missir sex kg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvartað er undan líkamlegu ásigkomulagi Ndombeles. Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Tottenham, gerði það fyrir tímabilið og lánaði franska miðjumanninn svo til Galatasaray. Ndombele var ekki í leikmannahópi Galatasaray þegar liðið sigraði Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni á laugardaginn og hefur aðeins spilað 93 mínútur í deildinni í vetur. Galatasaray er í 2. sæti hennar með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Fenerbache. Ndombele er dýrasti leikmaður í sögu Tottenham en félagið keypti hann á 63 milljónir punda frá Lyon 2019. Síðan þá hefur Ndombele verið lánaður aftur til Lyon, Napoli og núna Galatasaray. Hann gæti snúið aftur til Tottenham fyrr en seinna því Galatasaray íhugar að rifta lánssamningi hans vegna slæms líkamlegs ástands hans.
Tyrkneski boltinn Matur Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira