Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. Á sama tíma og innreið rafhlaupahjólanna markaði ákveðna byltingu í samgöngum fór hópur þeirra sem slasast alvarlega í umferðinni að taka miklum breytingum. Fyrstu slysin á rafhlaupahjólum voru skráð árið 2020 og hlutdeild þeirra í slysatölum hefur vaxið hratt. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Hann var frumsýndur á Stöð 2 í gærkvöldi: Af þeim 157 sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni það ár voru fjórir á rafhlaupahjóli, eða tvö og hálft prósent. Þau voru þrjátíu og fimm árið 2021, eða um sautján prósent en fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum í fyrra, eða um fjórðungur. Hlutfallið virðist svipað það sem af er ári og sérfræðingur hjá Samgöngustofu bendir á að á sama tíma hafi þeim sem slasast á annan hátt í umferðinni ekki fækkað á móti. Um fjórðungur þeirra sem slasaðist alvarlega í umferðinni í fyrra var á rafhlaupahjóli. „Þetta er nýr hópur sem hugsanlega var gangandi og hjólandi áður og réð betur við það. Hvað slysatölurnar varðar þá er þetta viðbót við það sem fyrir er. Við erum að sjá svipaðan fjölda ekinna kílómetra á bílnum en við erum að ná árangri þar og fækka slysum þannig að viðbótin virðist vera að miklu leyti frá gangandi og hjólandi,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Gunnar Geir Gunnarsson, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að stærsti notendahópur rafhlaupahjóla virðist áður hafa gengið, hjólað eða notað almenningssamgöngur.vísir/Arnar Um tuttugu á ári í endurhæfingu á Grensás Nú er svo komið að allt að tuttugu manns þurfa á hverju ári að fara í endurhæfingu á Grensásdeild Landspítala eftir slys á rafhlaupahjóli. Þangað fer einungis fólk með alvarlegustu áverkana; á borð við mænu- eða heilaskaða. Þar af eru um fimm á ári sem munu það sem eftir er búa við skerta færni í kjölfar þessara slysa. Sérfræðingur í endurhæfingarlækningum segir að þessi hópur sé hrein viðbót við þau sem áður komu eftir umferðarslys á Grensás. Guðrún Karlsdóttir er sérfræðingur í endurhæfingarlækningum á Grensás. Hún tekur á móti hátt í tuttugu manns á hverju ári eftir slys á rafhhlaupahjóli. Hluti þeirra nær sér aldrei að fullu.vísir/Arnar „Við sjáum bara toppinn á ísjakanum hér af þessum slysum,“ segir Guðrún Karlsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarlækningum á Grensás. „Áverkarnir á heila geta bæði valdið hreyfitruflunum, lömunum og jafnvægisskerðingu og þess háttar en kannski ekki síst skerðingu á hugrænni færni og vitrænni færni.“ Þannig það eru dæmi um að fólk hafi lamast eftir svona slys? „Já, það eru dæmi um það.“ Hvernig eru batahorfur þeirra sem fá þessa alvarlegustu áverka? „Alvarlegustu heilaáverkarnir, þeir ná sér yfirleitt ekki að fullu. Þeim fer vissulega fram og batnar upp að vissu marki en þurfa oft að búa við skerta færni það sem eftir er. Sumir þeirra komast ekki aftur í fyrri virkni í vinnu eða námi, það eru alveg dæmi um það. Þurfa að aðlagast svolítið nýju lífi. Þeir sem skaðast hvað mest.“ Um fimm á ári hljóta varanlegan skaða eftir slys á rafhlaupahjóli og þurfa að búa við skerta færni það sem eftir er.vísir/Arnar Á hvaða aldri er þetta fólk? „Þetta er tiltölulega ungt fólk. Höfum ekki alveg tekið það saman. En ég myndi segja ungt fólk á bilinu tuttugu til fjörutíu, fimmtíu ára.“ Á sama tíma og fæstir setjast ölvaðir undir stýri virðist þó nokkuð um að fólk stigi undir áhrifum á rafhlaupahjól. Stór hluti slasast seint á kvöldin eða á næturnar um helgar. „Ég myndi segja að það sé allavega helmingur eða rúmlega það þar sem áfengi er í spilinu,“ segir Guðrún. Sérfræðingur í endurhæfingalækningum á Grensásdeild Landspítala segir þau sem þangað koma eftir rafhlaupahjólaslys vera ungt fólk á milli tvítugs og fertugs.vísir/Adelina Var í veislu og vaknaði á sjúkrahúsi Birna, sem starfar sem framhaldsskólakennari á Akureyri, er ein þeirra sem hefur slasast alvarlega við akstur á rafhlaupahjóli. Hún var undir áhrifum áfengis þegar hún leigði hjólið. „Ég í rauninni man ekki atburðarrásina sjálfa að öðru leyti en því sem fólk hefur sagt mér eftir slysið. En ég er í partíi á laugardagskvöldi hjá vinkonu minni og svo ákveð ég að fara heim um eitt leytið. Man að ég er að taka til aðeins heima hjá henni og kveð svo liðið. Svo man ég í rauninni ekkert fyrr en ég vakna á sjúkrahúsinu á mánudegi,“ segir Birna Baldursdóttir. „Þá stendur læknirinn hjá mér og segir mér frá því að ég hafi lent í slysi á hopp hjóli, fundist meðvitundarlaus og verið illa slösuð.“ Birna Baldursdóttir lenti í slysinu um verslunarmannahelgina síðustu. Færðin var mjög góð, þurrt og bjart úti.vísir/Arnar „Svo man ég að ég lít til hlíðar og þá er móðir mín þar. Og bara við að sjá andlitið á henni átta ég mig á því að ég er illa slösuð,“ segir Birna og brestur í grát. „Ég var bara svo hissa að ég hafi tekið þetta, ein. Læknirinn segir mér frá því að ég var höfuðkúpubrotin, kinnbeinsbrotin og kjálkabrotin en mér fannst ekkert vera að mér þegar ég ligg þarna, náttúrulega upp dópuð og pínu rugluð. Ég fór að hugsa um strákana mína og foreldra mína, þetta var skrítin tilfinning. Að hafa næstum því dáið á gangstétt er eitthvað sem ég ætlaði ekki að gera.“ Gat á höfuðkúpu og þvagblöðru Saga Evu Bjargar er svipuð. Hún leigði rafhlaupahjól eftir að hafa verið úti að skemmta sér fyrir um ári síðan og var hætt komin eftir slys á leiðinni heim. „Ég var í afmæli hjá vinkonu minni niðri í bæ og svo er bara það síðasta sem ég man að ég er á skemmtistað að skemmta mér og síðan vakna ég uppi á sjúkrahúsi og get ekki hreyft mig. Skil ekkert hvað er í gangi og hjúkrunarfræðingur að reyna að hafa samband við mig. Þetta er það eina sem ég man,“ segir Eva Björg Eva man ekkert á milli þess að hafa verið á skemmtistað að dansa og að vakna upp í sjúkrarúmi.Vísir/Kompás „Svo kemur í ljós að ég tók rafhlaupahjól úr bænum, var drukkin og hef dottið. Er með brot í höfuðkúpunni hér aftan á og fékk svæsinn heilahristing. Fæ mar á framheila og það er af því að heilinn minn skellist í hauskúpuna og það fast að það blæddi báðum megin úr heilanum. Ég fékk mar á miltað, lifur og nýrun og þriggja sentímetra gat á þvagblöðruna.“ Lá meðvitundarlaus í tólf mínútur áður en hjálp barst Birna fékk að vita að hún hafi legið meðvitundarlaus í tæpar tólf mínútur áður en komið var að henni. Viðkomandi hringdi á sjúkrabíl og Birna var flutt með hraði á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í fyrstu virtist hún ekki vera mjög illa slösuð. Það var ekki fyrr en að hún fékk flogaköst og það fór að blæða úr eyrum og nefi sem ljóst varð að meiðslin voru alvarleg. Birna fannst meðvitundarlaus á gangstétt og var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri.vísir/arnar „Þarna er móðir mín komin og sér þetta allt. Og þegar hún er að lýsa þessu, mamma mín er algjör nagli en það var erfitt fyrir hana að lýsa þessu fyrir mér, þá átta ég mig líka á því hversu alvarlegt þetta var. Að ég hefði bara getað dáið þarna hefði ég legið á gangstéttinni með þetta blóð uppi í mér. Þannig auðvitað bjargaði þetta fólk sem fann mig algjörlega lífi mínu, og starfsfólkið og aðrir á sjúkrahúsinu.“ Í þrjá daga á gjörgæslu Eva var í um viku á spítala og þar af í þrjá daga í lífshættu á gjörgæsludeild. Þaðan fór hún í endurhæfingu á Grensás. „Ég missti alveg lyktarskyn og bragðskyn út af bólgum og ég held að það sé út af bólgunni á framheilanum, marinu þar. En svo fór bara andlega hliðin alveg í rúst. Ég er enn að vinna í því. Ég er alls ekki eins og ég var fyrir slysið,“ segir Eva. „Ég hef ekki eins gott úthald og ég hafði. Jafnvægið er í algjöru bulli, ég er enn að gera æfingar til að laga það. Það er rosalega erfitt að ganga í gegnum daginn með miklu minna úthald en maður hafði og heilaþoku. Maður er ógeðslega þreyttur, ég þarf að sofa meira til að dagarnir mínir gangi upp í rauninni.“ Birna hlaut nokkur brot í andliti og segir ótrúlegt hve lítið sást á henni.vísir/Kompás Birna lýsir svipaðri reynslu. „Það var mikil þreyta fyrstu dagana og þá svaf ég í marga tíma á dag og aftur um nóttina. Ég sef mjög mikið enn, tíu til tólf tíma á nóttunni, sem hjálpar mér. Móðir mín flutti inn á mig í nokkra daga og eldaði ofan í okkur og bauð okkur svo í mat þegar hún var farin, hún hugsaði um mig eins og litlu stelpuna sína.“ Þarf að sætta sig við nýjan veruleika Hefur þú áhyggjur af því að ástandið verði svona til frambúðar, hefur þú fengið einhverjar upplýsingar um það? „Ég held að ég þurfi bara að byggja upp eitthvað þol en ég held að ég sé búin að maxa það núna. Ég held að ég muni ekkert ná aftur eins miklu þoli og ég var með fyrir. Það er eitthvað sem ég þarf að sætta mig við. Lífið mitt er bara svona núna,“ segir Eva Björg. Eva Björg segir rafhlaupahjól hafa vakið hjá sér mikinn óhug eftir slysið og henni fannst óþægilegt að sjá þau. Eva vann sig í gegnum það með sjálfræðiaðstoð.vísir/Vilhelm Margoft hefur verið bent á hætturnar sem fylgja ölvunarakstri á rafhlaupahjóli og bráðalæknar og lögregla hafa verið fremst í flokki þegar kemur að áhyggjum af velferð fólks. Innviðaráðherra hefur lagt fram breytingar á umferðarlögum í frumvarpi sem hefur verið birt í samráðsgátt. Þar eru rafhlaupahjól skilgreind sem smáfarartæki og gert ráð fyrir því að akstur undir áhrifum þeirra eigi undir sama viðurlagaákvæði og önnur ölvunarakstursbrot. Þá er lagt til að lögreglu verði veittar auknar heimildir til að stoppa fólk og skylda það til að blása. „Vonandi nær það í gegn og þá er verið að skerpa á þeim reglum sem gilda um þau. Við erum að vona að þessi þetta frumvarp og þær reglur sem breytast í kjölfarið muni laga ástandið en ef ekki þá verðum við kannski að fara horfa til nágrannaþjóðana sem hafa brugðist við með mismunandi hætti, en flestar hafa gert eitthvað,“ segir Gunnar. Í mörgum borgum hefur starfsemi fyrirtækja sem leigja út rafmagnshlaupahjól verið takmörkuð með einhverjum hætti.vísir/Arnar Vill ekki predika um bönn en eitthvað þurfi að gerast Víða sé verið að grípa til ráðstafana. „Færeyingar hafa bannað þetta, margar borgir í Evrópu hafa bannað þetta. Köben er með þetta bannað miðsvæðis. Þú getur farið á hjólunum í gegnum miðborgina en ekki skilið þau eftir þar. Danir eru auðvitað mikil hjólreiðaþjóð en þau vilja eiginlega ekki þessi hjól því þetta er nánast eingöngu að fara frá reiðhjólum og gangandi yfir á þessu hjól, sem þýðir í rauninni að þetta er neikvætt umhverfis- og lýðheilsulega séð,“ segir Gunnar. „Osló er búin að loka leigunum klukkan tíu á kvöldin. Það eru ýmsar leiðir sem fólk hefur farið. Við viljum helst ekki predika um einhver bönn, en við viljum hins vegar ekki hafa ástandið eins og það er. Og að mínu viti þarf að gera eitthvað ef þetta lagast ekki.“ Gunnar segir þá sem aka undir áhrifum á rafhlaupahjólum heppna ef þeir komast heim.vísir/Arnar Guðrún telur að skoða eigi takmarkanir á notkun hjólanna að einhverju leyti og jafnvel þannig að þau verði ekki í boði til leigu á nóttunni. „Ég hallast frekar að því ef ég horfi á þennan hóp sem er að koma hingað og þau sem hafa farið einna verst út úr þessu. Það er mikið mál að fá alvarlegan heilaáverka. Það er heilmikið mál og langt sjúkrahúsferli. Langt endurhæfingaferli og fólk verður ekki eins,“ segir Guðrún. Fólk heppið ef það kemst heim undir áhrifum „Ef við berum þetta saman við reiðhjól þá eru þetta mjög ólík tæki,“ segir Gunnar. „Þessi tæki eru þannig að þú ert með hendurnar mjög þétt upp að þér sem þýðir að þú ert í óstöðugu jafnvægi og lítið þarf til að þú dettir annað hvort fram fyrir þig eða til hliðar. Dekkin eru mjög lítil þannig minnstu ójöfnur eða kantar, steinvölur geta sent þig í jörðina og svo líka það að þetta fer áfram með inngjöf. Þú ýtir bara á takka til að fara áfram sem er gjörólíkt því að stíga á hjól.“ Stór hluti þeirra sem slasast á rafhlaupahjólum eru undir áhrifum áfengis.vísir/Adelina „Ef ég bæti því við að fólk sé ekki með öll skilningarvit í gangi, ef það er undir áhrifum áfengis eða annarra efna þá er fólk heppið ef það kemst alla leið heim, og við viljum ekki að kerfið sé þannig að þetta gangi út á að fólk sé heppið.“ Átta ára börn á bráðamóttöku Í frumvarpinu kemur fram að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega á rafhlaupahjóli hafi ungmenni verið áberandi og að allt niður í átta ára gömul börn hafi sótt neyðarmóttöku Landspítala vegna slysanna. Samkvæmt skilmálum hjólaleiganna mega einungis þau sem eru eldri en átján ára leigja hjólin en reyndin er sú að hver sem er sem er, með síma tengdan við greiðslukort, getur leigt þau. Börn á hjólunum eru algeng sjón og jafnvel nokkur á einu. Algengt er að sjá nokkur börn á einu rafhlaupahjóli en það gengur gegn öllum notkunarskilmálum.Mynd/Facebook „Þessi hjól eru flest samkvæmt framleiðandanum ekki framleidd nema fyrir sextán ára og eldri. Einhver minni hjól eru fyrir fjórtán ára og eldri. Vænt frumvarp setur aldurstakmark við eldri en þrettán ára sem gengur skemur en framleiðendurnir,“ segir Gunnar. Þetta hefur mætt mikilli andstöðu og í umsögnum við frumvarpið segir meðal annars að rafhlaupahjólin séu mikilvægur ferðamáti fyrir börn til að komast til og frá æfingum, dragi úr skutli barna og hugmyndin sögð brot á meðalhófsreglu. Aldurstakmark á rafhlaupahjólum mætti töluverðri andstöðu þegar frumvarpið var birt í Samráðsgátt.vísir/Kompás „Mér finnst það þunn rök gegn þessum aldurstakmörkum að börnin komist ekki á æfingar. Ef þau geta farið á rafhlaupahjólum þá geta þau hjólað og jafnvel labbað. Þannig mér finnst það ekki góð rök og satt að segja skil ég ekki foreldra sem halda þessum rökum á lofti. Þar með eru þau að segja: Ég vil að barnið mitt fari á hjól sem er ekki hannað fyrir það og eru samkvæmt allri tölfræði hættuleg þessum börnum. Af hverju vilja foreldrar setja börnin sín á þessi hjól? Það væri betri spurning en af hverju við erum að setja takmarkanir,“ segir Gunnar. Birna segir hjólin frábæra samgöngubót séu þau notuð á réttan hátt. Hún óttast þó mikla notkun að næturlagi um helgar, sérstaklega þar sem fólk er sjaldnast með hjálm þegar það notar hjólin til að komast heim á þessum tíma.vísir/Adelina Eva og Birna vonast til þess að einhverjir geti lært af þeirra sögu. „Þetta eru hræðileg slys, miklu, miklu fleiri og alvarlegri slys en fólk heldur. Og skömmin mín var mikil. Ég er ákveðin fyrirmynd. Ég er framhaldsskólakennari og móðir, systir og dóttir, vinkona. Og þetta er skrítin tilfinning, að gera svona og koma þeim í þessa stöðu að sitja hjá mér og skæla,“ segir Birna. „Mér finnst mjög kjánalegt að segja frá þessu í dag, að ég var næstum búin að deyja af því að ég var á rafmagnshlaupahjóli. Ég hugsa að ég muni vera að díla við þetta allt mitt líf. Bara eftirköstin og andlega hliðin líka, hún skaddaðist mjög mikið. Það eina sem ég get er að segja mína sögu og vona að fleiri læri af minni reynslu,“ segir Eva. Afleiðingar slysa og óhappa sem ökumenn bíla valda eru vafalaust meiri en nokkur ökumaður rafhlaupahjóls getur nokkurn tímann valdið en þróunin er engu að síður slík að staldra ætti við og skoða hvort grípa þurfi til ráðstafana. Eigum við að fara sömu leið og nágrannaþjóðir sem hafa takmarkað notkun leiguhjóla á ákveðnum tíma eða svæðum? Þarf að auka forvarnir og fræðslu? eða er núverandi ástand ásættanlegt? Við höldum áfram að fjalla um þessi mál á næstunni. Ef lesendur hafa ábendingar um þau eða önnur þá endilega sendið okkur póst á [email protected]. Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Áfengi og tóbak Umferðaröryggi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent
Á sama tíma og innreið rafhlaupahjólanna markaði ákveðna byltingu í samgöngum fór hópur þeirra sem slasast alvarlega í umferðinni að taka miklum breytingum. Fyrstu slysin á rafhlaupahjólum voru skráð árið 2020 og hlutdeild þeirra í slysatölum hefur vaxið hratt. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Hann var frumsýndur á Stöð 2 í gærkvöldi: Af þeim 157 sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni það ár voru fjórir á rafhlaupahjóli, eða tvö og hálft prósent. Þau voru þrjátíu og fimm árið 2021, eða um sautján prósent en fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum í fyrra, eða um fjórðungur. Hlutfallið virðist svipað það sem af er ári og sérfræðingur hjá Samgöngustofu bendir á að á sama tíma hafi þeim sem slasast á annan hátt í umferðinni ekki fækkað á móti. Um fjórðungur þeirra sem slasaðist alvarlega í umferðinni í fyrra var á rafhlaupahjóli. „Þetta er nýr hópur sem hugsanlega var gangandi og hjólandi áður og réð betur við það. Hvað slysatölurnar varðar þá er þetta viðbót við það sem fyrir er. Við erum að sjá svipaðan fjölda ekinna kílómetra á bílnum en við erum að ná árangri þar og fækka slysum þannig að viðbótin virðist vera að miklu leyti frá gangandi og hjólandi,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Gunnar Geir Gunnarsson, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að stærsti notendahópur rafhlaupahjóla virðist áður hafa gengið, hjólað eða notað almenningssamgöngur.vísir/Arnar Um tuttugu á ári í endurhæfingu á Grensás Nú er svo komið að allt að tuttugu manns þurfa á hverju ári að fara í endurhæfingu á Grensásdeild Landspítala eftir slys á rafhlaupahjóli. Þangað fer einungis fólk með alvarlegustu áverkana; á borð við mænu- eða heilaskaða. Þar af eru um fimm á ári sem munu það sem eftir er búa við skerta færni í kjölfar þessara slysa. Sérfræðingur í endurhæfingarlækningum segir að þessi hópur sé hrein viðbót við þau sem áður komu eftir umferðarslys á Grensás. Guðrún Karlsdóttir er sérfræðingur í endurhæfingarlækningum á Grensás. Hún tekur á móti hátt í tuttugu manns á hverju ári eftir slys á rafhhlaupahjóli. Hluti þeirra nær sér aldrei að fullu.vísir/Arnar „Við sjáum bara toppinn á ísjakanum hér af þessum slysum,“ segir Guðrún Karlsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarlækningum á Grensás. „Áverkarnir á heila geta bæði valdið hreyfitruflunum, lömunum og jafnvægisskerðingu og þess háttar en kannski ekki síst skerðingu á hugrænni færni og vitrænni færni.“ Þannig það eru dæmi um að fólk hafi lamast eftir svona slys? „Já, það eru dæmi um það.“ Hvernig eru batahorfur þeirra sem fá þessa alvarlegustu áverka? „Alvarlegustu heilaáverkarnir, þeir ná sér yfirleitt ekki að fullu. Þeim fer vissulega fram og batnar upp að vissu marki en þurfa oft að búa við skerta færni það sem eftir er. Sumir þeirra komast ekki aftur í fyrri virkni í vinnu eða námi, það eru alveg dæmi um það. Þurfa að aðlagast svolítið nýju lífi. Þeir sem skaðast hvað mest.“ Um fimm á ári hljóta varanlegan skaða eftir slys á rafhlaupahjóli og þurfa að búa við skerta færni það sem eftir er.vísir/Arnar Á hvaða aldri er þetta fólk? „Þetta er tiltölulega ungt fólk. Höfum ekki alveg tekið það saman. En ég myndi segja ungt fólk á bilinu tuttugu til fjörutíu, fimmtíu ára.“ Á sama tíma og fæstir setjast ölvaðir undir stýri virðist þó nokkuð um að fólk stigi undir áhrifum á rafhlaupahjól. Stór hluti slasast seint á kvöldin eða á næturnar um helgar. „Ég myndi segja að það sé allavega helmingur eða rúmlega það þar sem áfengi er í spilinu,“ segir Guðrún. Sérfræðingur í endurhæfingalækningum á Grensásdeild Landspítala segir þau sem þangað koma eftir rafhlaupahjólaslys vera ungt fólk á milli tvítugs og fertugs.vísir/Adelina Var í veislu og vaknaði á sjúkrahúsi Birna, sem starfar sem framhaldsskólakennari á Akureyri, er ein þeirra sem hefur slasast alvarlega við akstur á rafhlaupahjóli. Hún var undir áhrifum áfengis þegar hún leigði hjólið. „Ég í rauninni man ekki atburðarrásina sjálfa að öðru leyti en því sem fólk hefur sagt mér eftir slysið. En ég er í partíi á laugardagskvöldi hjá vinkonu minni og svo ákveð ég að fara heim um eitt leytið. Man að ég er að taka til aðeins heima hjá henni og kveð svo liðið. Svo man ég í rauninni ekkert fyrr en ég vakna á sjúkrahúsinu á mánudegi,“ segir Birna Baldursdóttir. „Þá stendur læknirinn hjá mér og segir mér frá því að ég hafi lent í slysi á hopp hjóli, fundist meðvitundarlaus og verið illa slösuð.“ Birna Baldursdóttir lenti í slysinu um verslunarmannahelgina síðustu. Færðin var mjög góð, þurrt og bjart úti.vísir/Arnar „Svo man ég að ég lít til hlíðar og þá er móðir mín þar. Og bara við að sjá andlitið á henni átta ég mig á því að ég er illa slösuð,“ segir Birna og brestur í grát. „Ég var bara svo hissa að ég hafi tekið þetta, ein. Læknirinn segir mér frá því að ég var höfuðkúpubrotin, kinnbeinsbrotin og kjálkabrotin en mér fannst ekkert vera að mér þegar ég ligg þarna, náttúrulega upp dópuð og pínu rugluð. Ég fór að hugsa um strákana mína og foreldra mína, þetta var skrítin tilfinning. Að hafa næstum því dáið á gangstétt er eitthvað sem ég ætlaði ekki að gera.“ Gat á höfuðkúpu og þvagblöðru Saga Evu Bjargar er svipuð. Hún leigði rafhlaupahjól eftir að hafa verið úti að skemmta sér fyrir um ári síðan og var hætt komin eftir slys á leiðinni heim. „Ég var í afmæli hjá vinkonu minni niðri í bæ og svo er bara það síðasta sem ég man að ég er á skemmtistað að skemmta mér og síðan vakna ég uppi á sjúkrahúsi og get ekki hreyft mig. Skil ekkert hvað er í gangi og hjúkrunarfræðingur að reyna að hafa samband við mig. Þetta er það eina sem ég man,“ segir Eva Björg Eva man ekkert á milli þess að hafa verið á skemmtistað að dansa og að vakna upp í sjúkrarúmi.Vísir/Kompás „Svo kemur í ljós að ég tók rafhlaupahjól úr bænum, var drukkin og hef dottið. Er með brot í höfuðkúpunni hér aftan á og fékk svæsinn heilahristing. Fæ mar á framheila og það er af því að heilinn minn skellist í hauskúpuna og það fast að það blæddi báðum megin úr heilanum. Ég fékk mar á miltað, lifur og nýrun og þriggja sentímetra gat á þvagblöðruna.“ Lá meðvitundarlaus í tólf mínútur áður en hjálp barst Birna fékk að vita að hún hafi legið meðvitundarlaus í tæpar tólf mínútur áður en komið var að henni. Viðkomandi hringdi á sjúkrabíl og Birna var flutt með hraði á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í fyrstu virtist hún ekki vera mjög illa slösuð. Það var ekki fyrr en að hún fékk flogaköst og það fór að blæða úr eyrum og nefi sem ljóst varð að meiðslin voru alvarleg. Birna fannst meðvitundarlaus á gangstétt og var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri.vísir/arnar „Þarna er móðir mín komin og sér þetta allt. Og þegar hún er að lýsa þessu, mamma mín er algjör nagli en það var erfitt fyrir hana að lýsa þessu fyrir mér, þá átta ég mig líka á því hversu alvarlegt þetta var. Að ég hefði bara getað dáið þarna hefði ég legið á gangstéttinni með þetta blóð uppi í mér. Þannig auðvitað bjargaði þetta fólk sem fann mig algjörlega lífi mínu, og starfsfólkið og aðrir á sjúkrahúsinu.“ Í þrjá daga á gjörgæslu Eva var í um viku á spítala og þar af í þrjá daga í lífshættu á gjörgæsludeild. Þaðan fór hún í endurhæfingu á Grensás. „Ég missti alveg lyktarskyn og bragðskyn út af bólgum og ég held að það sé út af bólgunni á framheilanum, marinu þar. En svo fór bara andlega hliðin alveg í rúst. Ég er enn að vinna í því. Ég er alls ekki eins og ég var fyrir slysið,“ segir Eva. „Ég hef ekki eins gott úthald og ég hafði. Jafnvægið er í algjöru bulli, ég er enn að gera æfingar til að laga það. Það er rosalega erfitt að ganga í gegnum daginn með miklu minna úthald en maður hafði og heilaþoku. Maður er ógeðslega þreyttur, ég þarf að sofa meira til að dagarnir mínir gangi upp í rauninni.“ Birna hlaut nokkur brot í andliti og segir ótrúlegt hve lítið sást á henni.vísir/Kompás Birna lýsir svipaðri reynslu. „Það var mikil þreyta fyrstu dagana og þá svaf ég í marga tíma á dag og aftur um nóttina. Ég sef mjög mikið enn, tíu til tólf tíma á nóttunni, sem hjálpar mér. Móðir mín flutti inn á mig í nokkra daga og eldaði ofan í okkur og bauð okkur svo í mat þegar hún var farin, hún hugsaði um mig eins og litlu stelpuna sína.“ Þarf að sætta sig við nýjan veruleika Hefur þú áhyggjur af því að ástandið verði svona til frambúðar, hefur þú fengið einhverjar upplýsingar um það? „Ég held að ég þurfi bara að byggja upp eitthvað þol en ég held að ég sé búin að maxa það núna. Ég held að ég muni ekkert ná aftur eins miklu þoli og ég var með fyrir. Það er eitthvað sem ég þarf að sætta mig við. Lífið mitt er bara svona núna,“ segir Eva Björg. Eva Björg segir rafhlaupahjól hafa vakið hjá sér mikinn óhug eftir slysið og henni fannst óþægilegt að sjá þau. Eva vann sig í gegnum það með sjálfræðiaðstoð.vísir/Vilhelm Margoft hefur verið bent á hætturnar sem fylgja ölvunarakstri á rafhlaupahjóli og bráðalæknar og lögregla hafa verið fremst í flokki þegar kemur að áhyggjum af velferð fólks. Innviðaráðherra hefur lagt fram breytingar á umferðarlögum í frumvarpi sem hefur verið birt í samráðsgátt. Þar eru rafhlaupahjól skilgreind sem smáfarartæki og gert ráð fyrir því að akstur undir áhrifum þeirra eigi undir sama viðurlagaákvæði og önnur ölvunarakstursbrot. Þá er lagt til að lögreglu verði veittar auknar heimildir til að stoppa fólk og skylda það til að blása. „Vonandi nær það í gegn og þá er verið að skerpa á þeim reglum sem gilda um þau. Við erum að vona að þessi þetta frumvarp og þær reglur sem breytast í kjölfarið muni laga ástandið en ef ekki þá verðum við kannski að fara horfa til nágrannaþjóðana sem hafa brugðist við með mismunandi hætti, en flestar hafa gert eitthvað,“ segir Gunnar. Í mörgum borgum hefur starfsemi fyrirtækja sem leigja út rafmagnshlaupahjól verið takmörkuð með einhverjum hætti.vísir/Arnar Vill ekki predika um bönn en eitthvað þurfi að gerast Víða sé verið að grípa til ráðstafana. „Færeyingar hafa bannað þetta, margar borgir í Evrópu hafa bannað þetta. Köben er með þetta bannað miðsvæðis. Þú getur farið á hjólunum í gegnum miðborgina en ekki skilið þau eftir þar. Danir eru auðvitað mikil hjólreiðaþjóð en þau vilja eiginlega ekki þessi hjól því þetta er nánast eingöngu að fara frá reiðhjólum og gangandi yfir á þessu hjól, sem þýðir í rauninni að þetta er neikvætt umhverfis- og lýðheilsulega séð,“ segir Gunnar. „Osló er búin að loka leigunum klukkan tíu á kvöldin. Það eru ýmsar leiðir sem fólk hefur farið. Við viljum helst ekki predika um einhver bönn, en við viljum hins vegar ekki hafa ástandið eins og það er. Og að mínu viti þarf að gera eitthvað ef þetta lagast ekki.“ Gunnar segir þá sem aka undir áhrifum á rafhlaupahjólum heppna ef þeir komast heim.vísir/Arnar Guðrún telur að skoða eigi takmarkanir á notkun hjólanna að einhverju leyti og jafnvel þannig að þau verði ekki í boði til leigu á nóttunni. „Ég hallast frekar að því ef ég horfi á þennan hóp sem er að koma hingað og þau sem hafa farið einna verst út úr þessu. Það er mikið mál að fá alvarlegan heilaáverka. Það er heilmikið mál og langt sjúkrahúsferli. Langt endurhæfingaferli og fólk verður ekki eins,“ segir Guðrún. Fólk heppið ef það kemst heim undir áhrifum „Ef við berum þetta saman við reiðhjól þá eru þetta mjög ólík tæki,“ segir Gunnar. „Þessi tæki eru þannig að þú ert með hendurnar mjög þétt upp að þér sem þýðir að þú ert í óstöðugu jafnvægi og lítið þarf til að þú dettir annað hvort fram fyrir þig eða til hliðar. Dekkin eru mjög lítil þannig minnstu ójöfnur eða kantar, steinvölur geta sent þig í jörðina og svo líka það að þetta fer áfram með inngjöf. Þú ýtir bara á takka til að fara áfram sem er gjörólíkt því að stíga á hjól.“ Stór hluti þeirra sem slasast á rafhlaupahjólum eru undir áhrifum áfengis.vísir/Adelina „Ef ég bæti því við að fólk sé ekki með öll skilningarvit í gangi, ef það er undir áhrifum áfengis eða annarra efna þá er fólk heppið ef það kemst alla leið heim, og við viljum ekki að kerfið sé þannig að þetta gangi út á að fólk sé heppið.“ Átta ára börn á bráðamóttöku Í frumvarpinu kemur fram að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega á rafhlaupahjóli hafi ungmenni verið áberandi og að allt niður í átta ára gömul börn hafi sótt neyðarmóttöku Landspítala vegna slysanna. Samkvæmt skilmálum hjólaleiganna mega einungis þau sem eru eldri en átján ára leigja hjólin en reyndin er sú að hver sem er sem er, með síma tengdan við greiðslukort, getur leigt þau. Börn á hjólunum eru algeng sjón og jafnvel nokkur á einu. Algengt er að sjá nokkur börn á einu rafhlaupahjóli en það gengur gegn öllum notkunarskilmálum.Mynd/Facebook „Þessi hjól eru flest samkvæmt framleiðandanum ekki framleidd nema fyrir sextán ára og eldri. Einhver minni hjól eru fyrir fjórtán ára og eldri. Vænt frumvarp setur aldurstakmark við eldri en þrettán ára sem gengur skemur en framleiðendurnir,“ segir Gunnar. Þetta hefur mætt mikilli andstöðu og í umsögnum við frumvarpið segir meðal annars að rafhlaupahjólin séu mikilvægur ferðamáti fyrir börn til að komast til og frá æfingum, dragi úr skutli barna og hugmyndin sögð brot á meðalhófsreglu. Aldurstakmark á rafhlaupahjólum mætti töluverðri andstöðu þegar frumvarpið var birt í Samráðsgátt.vísir/Kompás „Mér finnst það þunn rök gegn þessum aldurstakmörkum að börnin komist ekki á æfingar. Ef þau geta farið á rafhlaupahjólum þá geta þau hjólað og jafnvel labbað. Þannig mér finnst það ekki góð rök og satt að segja skil ég ekki foreldra sem halda þessum rökum á lofti. Þar með eru þau að segja: Ég vil að barnið mitt fari á hjól sem er ekki hannað fyrir það og eru samkvæmt allri tölfræði hættuleg þessum börnum. Af hverju vilja foreldrar setja börnin sín á þessi hjól? Það væri betri spurning en af hverju við erum að setja takmarkanir,“ segir Gunnar. Birna segir hjólin frábæra samgöngubót séu þau notuð á réttan hátt. Hún óttast þó mikla notkun að næturlagi um helgar, sérstaklega þar sem fólk er sjaldnast með hjálm þegar það notar hjólin til að komast heim á þessum tíma.vísir/Adelina Eva og Birna vonast til þess að einhverjir geti lært af þeirra sögu. „Þetta eru hræðileg slys, miklu, miklu fleiri og alvarlegri slys en fólk heldur. Og skömmin mín var mikil. Ég er ákveðin fyrirmynd. Ég er framhaldsskólakennari og móðir, systir og dóttir, vinkona. Og þetta er skrítin tilfinning, að gera svona og koma þeim í þessa stöðu að sitja hjá mér og skæla,“ segir Birna. „Mér finnst mjög kjánalegt að segja frá þessu í dag, að ég var næstum búin að deyja af því að ég var á rafmagnshlaupahjóli. Ég hugsa að ég muni vera að díla við þetta allt mitt líf. Bara eftirköstin og andlega hliðin líka, hún skaddaðist mjög mikið. Það eina sem ég get er að segja mína sögu og vona að fleiri læri af minni reynslu,“ segir Eva. Afleiðingar slysa og óhappa sem ökumenn bíla valda eru vafalaust meiri en nokkur ökumaður rafhlaupahjóls getur nokkurn tímann valdið en þróunin er engu að síður slík að staldra ætti við og skoða hvort grípa þurfi til ráðstafana. Eigum við að fara sömu leið og nágrannaþjóðir sem hafa takmarkað notkun leiguhjóla á ákveðnum tíma eða svæðum? Þarf að auka forvarnir og fræðslu? eða er núverandi ástand ásættanlegt? Við höldum áfram að fjalla um þessi mál á næstunni. Ef lesendur hafa ábendingar um þau eða önnur þá endilega sendið okkur póst á [email protected].