Körfuboltakvöld um bekkjarglens Maté: „Settu báða Finnana á bekkinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2023 23:16 Dalmay Maté, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét „Hann endaði með 29 stig, níu þriggja stiga körfur. Þetta er alvöru skotmaður,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um Osku Simana Heinonen sem hóf óvænt leik Hauka og Hamars á varamannabekknum. Það og viðtal Maté Dalmay, þjálfara Hauka, var til umræðu í síðasta þætti. Það vakti eðlilega athygli þegar jafn góð skytta og Heinonen er byrjar á bekknum. Þegar Dalmay var spurður út ástæðuna að leik loknum sagði hann: „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum. Þannig að ég ákvað bara að segja „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum.“ Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum.“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, sagði að hann hefði heyrt að nærri allt væri ofan í hjá Heinonen á æfingum í Ólafssal. „Þarna sjáum við svona skotsýningu,“ bætti hann við á meðan myndefni úr sigri Hauka á Hamri rúllaði í síðasta þætti Körfuboltakvölds. „Frábært að eiga svona mann. Við vissum þetta og Maté vissi þetta manna best sjálfur. Hann er búinn að vera tala um það vantaði meira flæði í leikinn til að opna meira pláss fyrir þessa frábæru skyttu sem hann er með. Þarna bara gerðist það, var allt annar bragur á Haukunum. Æðislega fallegur körfubolti sem þeir voru að spila og gaman að horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Þetta er finnsk uppskrift. Finnarnir eru rosalega góðir í að búa til svona leikmenn. Hlaupandi af screen-um. Eru í hornunum, ekki mikið að skapa sjálfir á dribblinu, eru góðir „3 and D“ leikmenn,“ sagði hinn sérfræðingur þáttarins að þessu sinni, Ómar Örn Sævarsson. „Fyrst Maté var að tala um þetta, að byrja með sinn mann á bekknum. Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni. Þeir skora 38 stig af bekknum en Hamar er með 55 stig. Þetta er ekki nægilega gott. Settu báða Finnana á bekkinn,“ sagði Ómar Örn að endingu og glotti við tönn. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld um bekkjarsetu Heinonen: Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni Körfubolti Subway-deild karla Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Það vakti eðlilega athygli þegar jafn góð skytta og Heinonen er byrjar á bekknum. Þegar Dalmay var spurður út ástæðuna að leik loknum sagði hann: „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum. Þannig að ég ákvað bara að segja „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum.“ Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum.“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, sagði að hann hefði heyrt að nærri allt væri ofan í hjá Heinonen á æfingum í Ólafssal. „Þarna sjáum við svona skotsýningu,“ bætti hann við á meðan myndefni úr sigri Hauka á Hamri rúllaði í síðasta þætti Körfuboltakvölds. „Frábært að eiga svona mann. Við vissum þetta og Maté vissi þetta manna best sjálfur. Hann er búinn að vera tala um það vantaði meira flæði í leikinn til að opna meira pláss fyrir þessa frábæru skyttu sem hann er með. Þarna bara gerðist það, var allt annar bragur á Haukunum. Æðislega fallegur körfubolti sem þeir voru að spila og gaman að horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Þetta er finnsk uppskrift. Finnarnir eru rosalega góðir í að búa til svona leikmenn. Hlaupandi af screen-um. Eru í hornunum, ekki mikið að skapa sjálfir á dribblinu, eru góðir „3 and D“ leikmenn,“ sagði hinn sérfræðingur þáttarins að þessu sinni, Ómar Örn Sævarsson. „Fyrst Maté var að tala um þetta, að byrja með sinn mann á bekknum. Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni. Þeir skora 38 stig af bekknum en Hamar er með 55 stig. Þetta er ekki nægilega gott. Settu báða Finnana á bekkinn,“ sagði Ómar Örn að endingu og glotti við tönn. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld um bekkjarsetu Heinonen: Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira