Arnar um stórleik Ægis: Hann æfir eins og hann spilar Andri Már Eggertsson skrifar 26. október 2023 21:40 Arnar Guðjónsson ræðir við liðið sitt í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Stjarnan vann endurkomusigur gegn Keflavík á heimavelli 87-81. Stjarnan var mest nítján stigum undir og Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn. „Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn okkar klunnalegur sem varð til þess að við fengum hraðaupphlaup í bakið. Varnarlega vorum við langt frá mönnum sem varð til þess að við brutum mjög mikið þar sem við vorum seinir að teygja okkur í hlutinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við varnarlega grimmari og þá brýtur maður minna því maður er mættur á staðinn. Mig minnir að við vorum með átta villur í seinni hálfleik en tólf í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn varð mjög góður og við ræddum það að við eigum eina leið til að spila körfubolta varnarlega. Við höfum ekki tvær eða þrjár leiðir heldur eina leið og við spiluðum hana í fyrri hálfleik.“ Annar leikhluti Stjörnunnar var alls ekki góður. Heimamenn skoruðu fimm stig á tæplega átta mínútum og leikhlutinn endaði 12-28 Keflvíkingum í vil. „Hann var ekki góður. Mér fannst við ragir og linir með boltann. Við töpuðum talsvert af boltum og fengum auðveldar körfur í bakið og fórum að pirra okkur á því.“ Arnar var afar ánægður með Ægi Þór Steinarsson í fjórða leikhluta sem fór fyrir sínu liði og sá til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ægir er ógeðslega góður og duglegur. Hann æfir eins og hann spilar. Þegar að þú ert alltaf duglegur þá er lukkan með þér.“ James Ellisor spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Upphaflega átti Stjarnan að fá Bandaríkjamann eftir áramót en það náðist að safna fyrir honum og Arnar tileinkaði þeim sigurinn „Það var hellingur af fólki sem lagði saman þá fjárhæð sem þurfti. Velviljar félagsins og ég þakka þeim fyrir þar sem það skiptir máli að fá þennan leikmann inn í hópinn. Þessi sigur hefði ekki unnist án hans.“ Aðspurður hvort Arnar tileinkaði fólkinu sem safnaði fyrir Ellisor sigurinn svaraði Arnar léttur í bragði. „Það gefur augaleið ef ég fæ borgað um mánaðarmótin,“ sagði Arnar léttur að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
„Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn okkar klunnalegur sem varð til þess að við fengum hraðaupphlaup í bakið. Varnarlega vorum við langt frá mönnum sem varð til þess að við brutum mjög mikið þar sem við vorum seinir að teygja okkur í hlutinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við varnarlega grimmari og þá brýtur maður minna því maður er mættur á staðinn. Mig minnir að við vorum með átta villur í seinni hálfleik en tólf í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn varð mjög góður og við ræddum það að við eigum eina leið til að spila körfubolta varnarlega. Við höfum ekki tvær eða þrjár leiðir heldur eina leið og við spiluðum hana í fyrri hálfleik.“ Annar leikhluti Stjörnunnar var alls ekki góður. Heimamenn skoruðu fimm stig á tæplega átta mínútum og leikhlutinn endaði 12-28 Keflvíkingum í vil. „Hann var ekki góður. Mér fannst við ragir og linir með boltann. Við töpuðum talsvert af boltum og fengum auðveldar körfur í bakið og fórum að pirra okkur á því.“ Arnar var afar ánægður með Ægi Þór Steinarsson í fjórða leikhluta sem fór fyrir sínu liði og sá til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ægir er ógeðslega góður og duglegur. Hann æfir eins og hann spilar. Þegar að þú ert alltaf duglegur þá er lukkan með þér.“ James Ellisor spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Upphaflega átti Stjarnan að fá Bandaríkjamann eftir áramót en það náðist að safna fyrir honum og Arnar tileinkaði þeim sigurinn „Það var hellingur af fólki sem lagði saman þá fjárhæð sem þurfti. Velviljar félagsins og ég þakka þeim fyrir þar sem það skiptir máli að fá þennan leikmann inn í hópinn. Þessi sigur hefði ekki unnist án hans.“ Aðspurður hvort Arnar tileinkaði fólkinu sem safnaði fyrir Ellisor sigurinn svaraði Arnar léttur í bragði. „Það gefur augaleið ef ég fæ borgað um mánaðarmótin,“ sagði Arnar léttur að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira