Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 81-87 | Stjörnusigur eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni Siggeir Ævarsson skrifar 25. október 2023 23:04 Vísir/Bára Njarðvík mistókst að halda sigurhrinu sinni gangandi þegar Stjarnan heimsótti þær í kvöld. Framlengingu þurfti til að skilja liðin að en Stjörnukonur unnu að endingu með sex stigum. Æsispennandi leikur þar sem ungir leikmenn liðanna voru í aðalhlutverki. Það voru algjörlega óhræddir nýliðar sem mættu til leiks í Ljónagryfjuna í kvöld. Þrír leikmenn í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld fæddir 2007 sem pressuðu útlendingahersveit Njarðvíkur stíft frá fyrstu mínútu. Njarðvíkingar virtust hreinlega ekki búast við þessum látum og lentu í miklu basli við að koma boltanum upp völlinn og skipuleggja sóknarleik sinn. Eflaust hefur ekki hjálpað að Jana Falsdóttir var fjarri góðu gamni í kvöld vegna skólaferðalags. Njarðvíkingar vöknuðu loks til lífsins í seinni hálfleik og hófu hann á 11-0 áhlaupi og breyttu stöðunni í 48-45. Stjörnukonur voru þó alls ekki dauðar úr öllum æðum og svöruðu nánast í sömu mynt þegar þær buðu upp á 7-0 áhlaup. Njarðvíkingar urðu fyrir töluverða áfalli um miðjan þriðja leikhluta þegar Emilie Hesseldal fór útaf meidd og var þá orðið fátt um fína drætti þegar kom að því að bera boltann upp. Stjörnukonur virtust ætla að henda leiknum frá sér og reyndu ítrekað að skjóta sig inn í leikinn fyrir utan en hittu bókstaflega ekki neitt. Katarzyna Trzeicak ákvað samt að freista gæfunnar fyrir utan þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-73. Hún fór í erfiðan þrist sem geigaði en Hulda María Agnarsdóttir steig alltof langt inn í hana og Trzeicak gat svo gott sem klárað leikinn á línunni. Henni brást þó bogalistin í síðasta vítinu og Njarðvíkingar brunuðu í illa skipulagða sókn og náðu ekki að koma löglegu skoti á loft áður en flautan gall að mati dómaranna. Umdeild ákvörðun svo ekki sé meira sagt. Sumir vildu meina að brotið hefði verið á Viso í skotinu en aðrir sögðu að hún hefði hvort eð er skrefað fyrir skotið. Niðurstaðan í það minnsta framlenging og þar reyndust Stjörnukonur sterkari. Þær komust ítrekað á vítalínuna meðan Njarðvík var ekki einu sinni komið í bónus. Kolbrún María Ármannsdóttir lokaði svo leiknum með stórum þristi, eina þristi liðsins í tíu tilraunum í 4. leikhluta og framlengingu. Glæsilegur Stjörnusigur niðurstaðan og nýliðarnir fögnuðu ógurlega í leikslok. Af hverju vann Stjarnan? Þær pressuðu stíft allan leikinn og keyrðu upp hraðann. Njarðvíkingar söknuðu tveggja lykilleikmanna í lokin og Tynice Martin virtst vera algjörlega sprungin þegar hún hefði þurft að taka af skarið. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörunni voru þrír leikmenn sem báru af. Hinar ungu Kolbrún María og Ísold Sævarsdóttir, báðar fæddar 2007, spiluðu eins og þær hefðu aldrei gert annað en að spila í háspennuleik í efstu deild. Kolbrún stigahæst á vellinum með 24 stig og spilaði fantagóða vörn á Martin undir lokin. Katarzyna Trzeicak kom næst með 22 stig en hún var ansi tíður gestur á vítalínunni, 13/17 í vítum og bætti við níu fráköstum. Þá var Ísold öflug með 17 stig. Denia Davis-Stewart skilaði góðri tvöfaldri tvennu, 13 stig og 13 fráköst og varði teiginn vel en endaði með fimm villur áður en leiknum lauk. Hjá Njarðvík steig Ena Viso upp í fjarveru Emile Hesseldal, skoraði 20 stig og gaf níu stoðsendingar. Tynice Martin var stigahæst Njarðvíkinga með 21 stig, en skaut aðeins 30 prósent utan af velli í 23 skotum. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk illa að leysa pressu Stjörnukvenna á löngum stundum sem skilaði gestunum nokkrum auðveldum körfum. Hvað gerist næst? Þriðjudaginn 31. október tekur Stjarnan á móti Breiðabliki og fimmtudaginn 1. nóvember sækir Njarðvík Fjölni heim. Rúnar Ingi: Þær náðu okkur bara úr sambandi og gerðu það vel Rúnar Ingi fagnaði kjaftshögginu frá StjörnunniVísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, hrósaði liði Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn og sagðist fagna þessu kjaftshöggi liðið hans fékk í kvöld. „Bara kredit á ótrúlega duglegt og skemmtilegt lið Stjörnunnar sem eru með ungar stelpur í fantaformi sem eru tilbúnar að djöflast upp og niður fullan völl í 40 mínútur. Að sama skapi þá bregðust við andlega rosalega illa við þeirra dugnaði. Þrátt fyrir undirbúninginn fyrir leikinn þá verðum við „shook“ og förum að gera kjánalega hluti í fyrri hálfleik.“ „Þegar þær voru aðeins búnar að gefa okkur kjaftshögg, þá förum við allt í einu að drippla inn í „trappið“ og taka boltann upp. Hvað erum við að gera? Þetta var bara nákvæmlega það sem við eigum ekki að gera og vorum búnar að vera að æfa fyrir það. Þær náðu okkur bara úr sambandi og gerðu það vel.“ Jana Falsdóttir var ekki með Njarðvíkingum í kvöld þar sem hún var í leyfi, en verður mætt í næsta leik sagði Rúnar. Hann tók undir að það hefði sannarlega munað um leikmann eins og hana gegn pressuvörn Stjörnunnar. „Á móti þessu liði hefði verið gott að vera með „Speedy Gonzales“ til að fara framhjá þessari pressu. Að sama skapi þá eigum við að geta leyst þetta. Þegar við vorum bara yfirvegaðar þá var þetta ekkert vandamál. En of oft þá erum við að klappa boltanum of mikið.“ „Varnarleikurinn var vandamál. Við áttum mjög erfitt með að halda leikmönnum fyrir framan okkur í fyrri hálfleik. Mér fannst þetta aðeins batna í seinni hálfleik. En þær voru að komast auðveldlegar á vítalínuna en við. Það svona kom þeim aftur inn í leikinn eftir að við náðum smá undirtökum.“ Rúnar var virkilega ósáttur við margt í sóknarleik Njarðvíkur og spurði sig að því til hvers væri verið að æfa hluti ef þeir væru svo ekki framkvæmdir í leikjum. „Sóknarlega erum við svo bara staðar í fjórða leikhluta og framlengingu. Við erum með svona ákveðin prinsipp atriði sem við erum búnar að vera að æfa síðan í ágúst. Hvernig við viljum hreyfa okkur þegar boltinn er á ákveðnum stað. Ég er gargandi hérna og gólandi á þessar hreyfingar og við stöndum eins og staurar og hreyfum okkur ekki neitt. Það er aðalvandamálið mitt núna. Af hverju erum við að æfa ef við ætlum ekki að framkvæmda það í leik?“ Aðspurður um meiðsli Emilie Hesseldal gat Rúnar ekki gefið miklar upplýsingar að svo stöddu. „Já ég held það. Hún snéri sig á ökkla og er búin að vera svolítið tæp á þessu svæði. Var orðin svolítið stíf. En ég veit ekki meir. Það er bara leiðinlegur partur af þessum leik. En á endanum tek ég fullt úr þessum leik til að læra og fagna því að fá eitt gott kjaftshögg frá geggjuðu Stjörnuliði. Við græðum á því seinna meir.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Stjarnan
Njarðvík mistókst að halda sigurhrinu sinni gangandi þegar Stjarnan heimsótti þær í kvöld. Framlengingu þurfti til að skilja liðin að en Stjörnukonur unnu að endingu með sex stigum. Æsispennandi leikur þar sem ungir leikmenn liðanna voru í aðalhlutverki. Það voru algjörlega óhræddir nýliðar sem mættu til leiks í Ljónagryfjuna í kvöld. Þrír leikmenn í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld fæddir 2007 sem pressuðu útlendingahersveit Njarðvíkur stíft frá fyrstu mínútu. Njarðvíkingar virtust hreinlega ekki búast við þessum látum og lentu í miklu basli við að koma boltanum upp völlinn og skipuleggja sóknarleik sinn. Eflaust hefur ekki hjálpað að Jana Falsdóttir var fjarri góðu gamni í kvöld vegna skólaferðalags. Njarðvíkingar vöknuðu loks til lífsins í seinni hálfleik og hófu hann á 11-0 áhlaupi og breyttu stöðunni í 48-45. Stjörnukonur voru þó alls ekki dauðar úr öllum æðum og svöruðu nánast í sömu mynt þegar þær buðu upp á 7-0 áhlaup. Njarðvíkingar urðu fyrir töluverða áfalli um miðjan þriðja leikhluta þegar Emilie Hesseldal fór útaf meidd og var þá orðið fátt um fína drætti þegar kom að því að bera boltann upp. Stjörnukonur virtust ætla að henda leiknum frá sér og reyndu ítrekað að skjóta sig inn í leikinn fyrir utan en hittu bókstaflega ekki neitt. Katarzyna Trzeicak ákvað samt að freista gæfunnar fyrir utan þegar sex sekúndur voru eftir og staðan 75-73. Hún fór í erfiðan þrist sem geigaði en Hulda María Agnarsdóttir steig alltof langt inn í hana og Trzeicak gat svo gott sem klárað leikinn á línunni. Henni brást þó bogalistin í síðasta vítinu og Njarðvíkingar brunuðu í illa skipulagða sókn og náðu ekki að koma löglegu skoti á loft áður en flautan gall að mati dómaranna. Umdeild ákvörðun svo ekki sé meira sagt. Sumir vildu meina að brotið hefði verið á Viso í skotinu en aðrir sögðu að hún hefði hvort eð er skrefað fyrir skotið. Niðurstaðan í það minnsta framlenging og þar reyndust Stjörnukonur sterkari. Þær komust ítrekað á vítalínuna meðan Njarðvík var ekki einu sinni komið í bónus. Kolbrún María Ármannsdóttir lokaði svo leiknum með stórum þristi, eina þristi liðsins í tíu tilraunum í 4. leikhluta og framlengingu. Glæsilegur Stjörnusigur niðurstaðan og nýliðarnir fögnuðu ógurlega í leikslok. Af hverju vann Stjarnan? Þær pressuðu stíft allan leikinn og keyrðu upp hraðann. Njarðvíkingar söknuðu tveggja lykilleikmanna í lokin og Tynice Martin virtst vera algjörlega sprungin þegar hún hefði þurft að taka af skarið. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörunni voru þrír leikmenn sem báru af. Hinar ungu Kolbrún María og Ísold Sævarsdóttir, báðar fæddar 2007, spiluðu eins og þær hefðu aldrei gert annað en að spila í háspennuleik í efstu deild. Kolbrún stigahæst á vellinum með 24 stig og spilaði fantagóða vörn á Martin undir lokin. Katarzyna Trzeicak kom næst með 22 stig en hún var ansi tíður gestur á vítalínunni, 13/17 í vítum og bætti við níu fráköstum. Þá var Ísold öflug með 17 stig. Denia Davis-Stewart skilaði góðri tvöfaldri tvennu, 13 stig og 13 fráköst og varði teiginn vel en endaði með fimm villur áður en leiknum lauk. Hjá Njarðvík steig Ena Viso upp í fjarveru Emile Hesseldal, skoraði 20 stig og gaf níu stoðsendingar. Tynice Martin var stigahæst Njarðvíkinga með 21 stig, en skaut aðeins 30 prósent utan af velli í 23 skotum. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk illa að leysa pressu Stjörnukvenna á löngum stundum sem skilaði gestunum nokkrum auðveldum körfum. Hvað gerist næst? Þriðjudaginn 31. október tekur Stjarnan á móti Breiðabliki og fimmtudaginn 1. nóvember sækir Njarðvík Fjölni heim. Rúnar Ingi: Þær náðu okkur bara úr sambandi og gerðu það vel Rúnar Ingi fagnaði kjaftshögginu frá StjörnunniVísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, hrósaði liði Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn og sagðist fagna þessu kjaftshöggi liðið hans fékk í kvöld. „Bara kredit á ótrúlega duglegt og skemmtilegt lið Stjörnunnar sem eru með ungar stelpur í fantaformi sem eru tilbúnar að djöflast upp og niður fullan völl í 40 mínútur. Að sama skapi þá bregðust við andlega rosalega illa við þeirra dugnaði. Þrátt fyrir undirbúninginn fyrir leikinn þá verðum við „shook“ og förum að gera kjánalega hluti í fyrri hálfleik.“ „Þegar þær voru aðeins búnar að gefa okkur kjaftshögg, þá förum við allt í einu að drippla inn í „trappið“ og taka boltann upp. Hvað erum við að gera? Þetta var bara nákvæmlega það sem við eigum ekki að gera og vorum búnar að vera að æfa fyrir það. Þær náðu okkur bara úr sambandi og gerðu það vel.“ Jana Falsdóttir var ekki með Njarðvíkingum í kvöld þar sem hún var í leyfi, en verður mætt í næsta leik sagði Rúnar. Hann tók undir að það hefði sannarlega munað um leikmann eins og hana gegn pressuvörn Stjörnunnar. „Á móti þessu liði hefði verið gott að vera með „Speedy Gonzales“ til að fara framhjá þessari pressu. Að sama skapi þá eigum við að geta leyst þetta. Þegar við vorum bara yfirvegaðar þá var þetta ekkert vandamál. En of oft þá erum við að klappa boltanum of mikið.“ „Varnarleikurinn var vandamál. Við áttum mjög erfitt með að halda leikmönnum fyrir framan okkur í fyrri hálfleik. Mér fannst þetta aðeins batna í seinni hálfleik. En þær voru að komast auðveldlegar á vítalínuna en við. Það svona kom þeim aftur inn í leikinn eftir að við náðum smá undirtökum.“ Rúnar var virkilega ósáttur við margt í sóknarleik Njarðvíkur og spurði sig að því til hvers væri verið að æfa hluti ef þeir væru svo ekki framkvæmdir í leikjum. „Sóknarlega erum við svo bara staðar í fjórða leikhluta og framlengingu. Við erum með svona ákveðin prinsipp atriði sem við erum búnar að vera að æfa síðan í ágúst. Hvernig við viljum hreyfa okkur þegar boltinn er á ákveðnum stað. Ég er gargandi hérna og gólandi á þessar hreyfingar og við stöndum eins og staurar og hreyfum okkur ekki neitt. Það er aðalvandamálið mitt núna. Af hverju erum við að æfa ef við ætlum ekki að framkvæmda það í leik?“ Aðspurður um meiðsli Emilie Hesseldal gat Rúnar ekki gefið miklar upplýsingar að svo stöddu. „Já ég held það. Hún snéri sig á ökkla og er búin að vera svolítið tæp á þessu svæði. Var orðin svolítið stíf. En ég veit ekki meir. Það er bara leiðinlegur partur af þessum leik. En á endanum tek ég fullt úr þessum leik til að læra og fagna því að fá eitt gott kjaftshögg frá geggjuðu Stjörnuliði. Við græðum á því seinna meir.“