Fagnar ívilnunum sem verði brátt barn síns tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2023 10:43 Rafmagnsbílar eru vinsælastir þegar kemur að kaupum nýrra bíla hér á landi. vísir/vilhelm Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar ívilnunum sem veita á einstaklingum og fyrirtækjum vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum frá og með áramótum. Slíkar ívilnanir verði þó brátt barn síns tíma. Morgunblaðið fjallaði um málið í gær og sagðist hafa heimildir fyrir því að styrkurinn yrði allt að 900 þúsund krónur á hvern bíl í fjölskyldubílaflokki. Ekki væri gert ráð fyrir þaki á fjölda umsókna en bílarnir mættu ekki kosta meira en tíu milljónir. „Nokkrir flokkar verða í boði og það verða jafnframt veittir styrkir við kaup á atvinnutækjum. Það verða mismunandi upphæðir í boði eftir gerð bíls, eftir því hvort sótt er um styrk við kaup á fjölskyldubíl eða sendibíl. Það verður fyrst og fremst um þessa tvo flokka að ræða. Síðan verður styrkurinn afgreiddur á þann bankareikning sem viðkomandi eigandi hefur gefið upp á skattskýrslum. Umsóknin verður svo greidd samdægurs eða innan tveggja daga,“ sagði Ragnar K. Ásmundsson, sem fer með málefni Orkusjóðs hjá Orkustofnun. Í lok árs fellur virðisaukaskattsívilnun vegna kaupa á rafbílum úr gildi. Felldur hefur verið niður virðisaukaskattur við kaup á rafbílum undir 5,5 milljónum króna. Runólfur Ágústsson er framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/arnar „Auðvitað eru áhyggjur manna af þessari skattlagningu á rafbíla sem er fyrirhuguð um næstu áramót að það hafi áhrif á orkuskiptaáform stjórnvalda í samgöngum í landinu,“ segir Runólfur. Hann fagnar tillögum Orkusjóðs sem séu hugsaðar sem hvati. „Ég tel jákvætt að það sé einhver ívilnun. En hver útfærslan nákvæmlega verður, verður bara að koma í ljós.“ Hann telur styttast í að ívilnanir fyrir rafbíla verði brátt barn síns tíma. Hlutfall rafmagnsbíla hefur verið hæst hvað varðar heildarsölu bíla það sem af er ári, samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Hlutfall rafmagnsbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orkugjöfum það sem af er ári eða 42,1%. Hybrid koma þar á eftir með 19,5% af sölunni, dísel 15,2%, bensín 12,3%, og tengiltvinn 10,9% sem hlutfall sölunnar. Einnig hafa tveir metan, einn vetnis og einn með skráð óþekktan orkugjafa verið seldir á árinu. „Til lengri tíma held ég að þessi ívilnunarhvati þurfi ekki að vera nema til skamms tíma, eitt til þrjú ár. Þetta er að verða fjöldaframleiðsluvara og er í mörgum tilfellum búin að ná verði á hefðbundnum brunahreyfilsbíl.“ Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Tengdar fréttir Kaupendur rafbíla muni geta sótt um styrk úr Orkusjóði Frá og með næstu áramótum munu einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á að koma í stað skattaívilnana sem eru að falla úr gildi. 24. október 2023 06:37 Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. 4. október 2023 18:37 Sex krónu kílómetragjaldi komið á um næstu áramót Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025. 4. október 2023 11:38 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Morgunblaðið fjallaði um málið í gær og sagðist hafa heimildir fyrir því að styrkurinn yrði allt að 900 þúsund krónur á hvern bíl í fjölskyldubílaflokki. Ekki væri gert ráð fyrir þaki á fjölda umsókna en bílarnir mættu ekki kosta meira en tíu milljónir. „Nokkrir flokkar verða í boði og það verða jafnframt veittir styrkir við kaup á atvinnutækjum. Það verða mismunandi upphæðir í boði eftir gerð bíls, eftir því hvort sótt er um styrk við kaup á fjölskyldubíl eða sendibíl. Það verður fyrst og fremst um þessa tvo flokka að ræða. Síðan verður styrkurinn afgreiddur á þann bankareikning sem viðkomandi eigandi hefur gefið upp á skattskýrslum. Umsóknin verður svo greidd samdægurs eða innan tveggja daga,“ sagði Ragnar K. Ásmundsson, sem fer með málefni Orkusjóðs hjá Orkustofnun. Í lok árs fellur virðisaukaskattsívilnun vegna kaupa á rafbílum úr gildi. Felldur hefur verið niður virðisaukaskattur við kaup á rafbílum undir 5,5 milljónum króna. Runólfur Ágústsson er framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/arnar „Auðvitað eru áhyggjur manna af þessari skattlagningu á rafbíla sem er fyrirhuguð um næstu áramót að það hafi áhrif á orkuskiptaáform stjórnvalda í samgöngum í landinu,“ segir Runólfur. Hann fagnar tillögum Orkusjóðs sem séu hugsaðar sem hvati. „Ég tel jákvætt að það sé einhver ívilnun. En hver útfærslan nákvæmlega verður, verður bara að koma í ljós.“ Hann telur styttast í að ívilnanir fyrir rafbíla verði brátt barn síns tíma. Hlutfall rafmagnsbíla hefur verið hæst hvað varðar heildarsölu bíla það sem af er ári, samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Hlutfall rafmagnsbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orkugjöfum það sem af er ári eða 42,1%. Hybrid koma þar á eftir með 19,5% af sölunni, dísel 15,2%, bensín 12,3%, og tengiltvinn 10,9% sem hlutfall sölunnar. Einnig hafa tveir metan, einn vetnis og einn með skráð óþekktan orkugjafa verið seldir á árinu. „Til lengri tíma held ég að þessi ívilnunarhvati þurfi ekki að vera nema til skamms tíma, eitt til þrjú ár. Þetta er að verða fjöldaframleiðsluvara og er í mörgum tilfellum búin að ná verði á hefðbundnum brunahreyfilsbíl.“
Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Tengdar fréttir Kaupendur rafbíla muni geta sótt um styrk úr Orkusjóði Frá og með næstu áramótum munu einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á að koma í stað skattaívilnana sem eru að falla úr gildi. 24. október 2023 06:37 Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. 4. október 2023 18:37 Sex krónu kílómetragjaldi komið á um næstu áramót Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025. 4. október 2023 11:38 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Kaupendur rafbíla muni geta sótt um styrk úr Orkusjóði Frá og með næstu áramótum munu einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á að koma í stað skattaívilnana sem eru að falla úr gildi. 24. október 2023 06:37
Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. 4. október 2023 18:37
Sex krónu kílómetragjaldi komið á um næstu áramót Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025. 4. október 2023 11:38