Lögmál leiksins: „Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2023 07:00 Chet Holmgren og Sam Presti. NBA Lögmál leiksins er farið af stað á nýjan leik fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta. Að sjálfsögðu var „Nei eða Já“ á sínum stað. Farið var yfir ÓL 2024, Damian Lillard-skiptin, varnarleik Victor Wembanyama og Sam Presti. Lögmál leiksins er farið af stað á nýjan leik fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta. Að sjálfsögðu var „Nei eða Já“ á sínum stað. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins taka afstöðu til hennar. Sérfræðingar að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson. Klippa: Lögmál leiksins: Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi Bandaríkin vinna Ólympíuleikana 2024 Sérfræðingarnir gátu vart verið meira sammála og töldu svo upp stjörnurnar sem Bandaríkjamenn geta boðið upp á þegar leikarnir hefjast næsta sumar. Damian Lillard voru þau stærstu í sumar „Já, en hvort þau munu skipta mestu máli. Ég held að Jrue Holiday skiptin gætu verið þau sem skipta mestu máli,“ sagði Sigurður Orri sem telur Boston Celtics vera að sækja betri leikmann en þeir höfðu í Marcus Smart. „Já þetta eru stærstu skiptin, ekki orð um það meir,“ bætti Tómas við. Báðir sérfræðingarnir voru sammála um að Chris Paul í Golden State Warriors hefðu samt verið skrítnustu skiptin. Victor Wembanyama verður varnarmaður ársins „Það er þannig að stóru mennirnir fá yfirleitt þessa styttu. Er stöðubróðir þinn að fara taka þetta,“ spurði Kjartan Atli og beindi spurningu sinni til Tómasar. „Hann mun verja töluvert af skotum og svo hefur maður líka séð hann standa á þriggja stiga línunni og stela boltanum af manni sem stendur á vítalínunni bara með því að teygja sig, ótrúlegt að fylgjast með þessu. Hann mun eiga flott einstaklingsaugnablik en í liði sem tapar 60 leikjum þá getur þú ekki verið valinn varnarmaður ársins.“ „Ég er sammála Tomma. Tölvunördarnir eru löngu búnir að taka yfir og þeir munu finna einhverskonar varnartölfræði liðsins sem verður of léleg,“ bætti Sigurður Orri við. Sam Presti er besti framkvæmdastjórinn í NBA „Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi,“ sagði Kjartan Atli um framkvæmdastjóra Oklahoma City Thunder. Sérfræðingarnir voru þó ekki alveg jafn seldir. „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Lögmál leiksins er farið af stað á nýjan leik fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta. Að sjálfsögðu var „Nei eða Já“ á sínum stað. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins taka afstöðu til hennar. Sérfræðingar að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson. Klippa: Lögmál leiksins: Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi Bandaríkin vinna Ólympíuleikana 2024 Sérfræðingarnir gátu vart verið meira sammála og töldu svo upp stjörnurnar sem Bandaríkjamenn geta boðið upp á þegar leikarnir hefjast næsta sumar. Damian Lillard voru þau stærstu í sumar „Já, en hvort þau munu skipta mestu máli. Ég held að Jrue Holiday skiptin gætu verið þau sem skipta mestu máli,“ sagði Sigurður Orri sem telur Boston Celtics vera að sækja betri leikmann en þeir höfðu í Marcus Smart. „Já þetta eru stærstu skiptin, ekki orð um það meir,“ bætti Tómas við. Báðir sérfræðingarnir voru sammála um að Chris Paul í Golden State Warriors hefðu samt verið skrítnustu skiptin. Victor Wembanyama verður varnarmaður ársins „Það er þannig að stóru mennirnir fá yfirleitt þessa styttu. Er stöðubróðir þinn að fara taka þetta,“ spurði Kjartan Atli og beindi spurningu sinni til Tómasar. „Hann mun verja töluvert af skotum og svo hefur maður líka séð hann standa á þriggja stiga línunni og stela boltanum af manni sem stendur á vítalínunni bara með því að teygja sig, ótrúlegt að fylgjast með þessu. Hann mun eiga flott einstaklingsaugnablik en í liði sem tapar 60 leikjum þá getur þú ekki verið valinn varnarmaður ársins.“ „Ég er sammála Tomma. Tölvunördarnir eru löngu búnir að taka yfir og þeir munu finna einhverskonar varnartölfræði liðsins sem verður of léleg,“ bætti Sigurður Orri við. Sam Presti er besti framkvæmdastjórinn í NBA „Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi,“ sagði Kjartan Atli um framkvæmdastjóra Oklahoma City Thunder. Sérfræðingarnir voru þó ekki alveg jafn seldir. „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira