Leiðarljós skynseminnar Árni Már Jensson skrifar 23. október 2023 13:32 Heilbrigð skynsemi er hæfileikinn til að átta sig á því sem öllum á að vera ljóst. Víða skynjar fólk miklar breytingar í nánd án þess endilega að gera sér grein fyrir þeim undirliggjandi orsökum sem breytingunum valda eða átta sig á þeim kaflaskiptum sem breytingunum munu fylgja. Þetta orsakar öryggisleysi sem leiðir af sér tilfinningaleg viðbrögð og ótta sem elur á skautun í hugsun og hegðun. Fólk tekur afstöðu með Ísrael eða á móti. Með Palestínu eða á móti. Með Sýrlandi eða á móti. Með Líbanon eða á móti. Með Jórdaníu eða á móti. Með USA eða á móti. Með Nató eða á móti. Með Tyrklandi eða móti. Með Kúrdum eða á móti. Með Armeníu eða á móti. Með Azerbaijan eða á móti. Með Indlandi eða á móti. Með Pakistan eða á móti. Með Afghanistan eða á móti. Með Íran eða á móti. Með Saudi Arabíu eða á móti. Með Yemen eða á móti og svo má lengi upp telja. Án þess endilega að gera sér grein fyrir dýpri undirliggjandi orsökum þeirrar ókyrrðar sem nú blasir við fyrir botni Miðjarðarhafs, og umhverfst hefur miðausturlönd, suðurálfur og Evrópu umliðin 1.400 ár eða svo, hneigist fólk til að fylkja sér í skotgrafir með eða á móti. Slík tilfinningaviðbrögð virka gjarnan öfugt við tilætlanina og auka á skautun andstæðra póla með útbreiðslu ófriðar inn í nærsamfélög, s.s. vinnustaði, stjórnmálasamtök og fjölskyldur. Þetta gerist þó að við blasi að deilur allra þessara ríkja kristallast í ófriði kringum eina tegund af hugmyndafræði sem sáð hefur sér meðal margra þjóða. Hugmyndafræði sem umber ekki tjáningafrelsi, trúfrelsi, lýðræði, jafnræði kynjanna né fjölbreytileika mannsins sem lífveru. Og já, Rússland og Kína eru einnig að sogast inn í þennan myrka spíral ófriðar sem kristallast í kringum sömu hugmyndafræði. Skynsemi mannsins grundvallast á gagnrýnni hugsun. Á getunni til að hemja tilfinningar sínar í þágu vitrænnar niðurstöðu. Niðurstöðu sem lýtur útkomu sem byggir á vegnu mati allra þátta málsaðila grundvallað á þeirri þekkingu sem mögulegt er að afla. Einungis þannig getur niðurstaða og viðhorf kristallað skynsama útkomu sem flestum í hag. Hversu margir hafa t.a.m. kynnt sér sögu, þess svæðis sem nú myndar Ísrael, umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Palestínufólks umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér innihald Gamla og Nýja Testamenti Biblíunnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú gyðingdóms og þar með þrjú þúsund ára gamalt fyrirheit Guðs til Ísraelíta um land þeirra - fyrirheitna landið? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú kristninnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð hugmyndafræði og sögu islam? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Ottomana, Berba og Mára umliðin 1.400 ár og þeirrar hugmyndafræði sem þeir lutu? Hversu margir hafa kynnt sér hvert Hamas, Isis, Hezbollah, Boko Harum og Al Quaida sækja hugmyndafræði sína og hver yfirlýst markmið þeirra eru? Hversu margir hafa kynnt sér hvaða þjóðir fjármagna þessi samtök og hvert þær þjóðir sækja hugmyndafræði sína? Hversu margir hafa kynnt sér hvor aðilinn, Ísrael eða Palestína (og tengd samtök) hafi oftar átt frumkvæði að árásum á gagnstæðan aðila? Aldrei hefur verið jafn auðvelt að nálgast upplýsingar og nú á tímum internetsins. Þrátt fyrir það er engu líkara en að skammhlaup verði í dómgreind fólks og mannshugurinn ráði ekki við að lesa sér til um orsakasamhengi og týnist þar með sögunni og skynseminni á hraðbraut upplýsinganna frekar en hitt. Hvers vegna? Jú, þegar maðurinn glatar kyrrðinni til að hugsa, týnir hann sálarfriðnum og verður af skynseminni. Að mynda sér skynsama skoðun um ástandi heimsmála í dag er því sem næst ómögulegt án þess að skilja kristna trú og sögu. Trú sem mótað hefur mannkyn til góðs, og sögu sem upplýsir okkur um orsakasamhengi í tímaröð þeirra atburða heimsmála sem eru liðnir, eiga sér nú stað, og framundan eru. Engin sögu, og trúarleg upplýsing getur frætt okkur betur og með skiljanlegri hætti um þá atburði sem nú ógna heimsfriðnum en Biblían gerir. Rithöfundurinn Fyodor Dostoevsky ritaði: “Ef Guð er dauður er allt leyfilegt.” Týnist maðurinn trú sinni og sögu glatar hann hluta sjálfsvitundar sinnar og þess veruleika sem mótar hann. Að því ófriðartímabili loknu sem nú er í uppsiglingu munum við líta til nýs kafla í sögu mannkyns. Kafla sem færir okkur þriðja og síðasta testamenti Biblíunnar. Testamenti sem mun úthýsa myrkri hugmyndafræði og vísa mannkyni langþráða leið til ljóss og friðar. Af vörum saklausa lambsins sem leitt var til slátrunar rataði kærleikur, viska og ljós. Jesú Kristur sagði: “Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Jóh: 8:31-32 Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Heilbrigð skynsemi er hæfileikinn til að átta sig á því sem öllum á að vera ljóst. Víða skynjar fólk miklar breytingar í nánd án þess endilega að gera sér grein fyrir þeim undirliggjandi orsökum sem breytingunum valda eða átta sig á þeim kaflaskiptum sem breytingunum munu fylgja. Þetta orsakar öryggisleysi sem leiðir af sér tilfinningaleg viðbrögð og ótta sem elur á skautun í hugsun og hegðun. Fólk tekur afstöðu með Ísrael eða á móti. Með Palestínu eða á móti. Með Sýrlandi eða á móti. Með Líbanon eða á móti. Með Jórdaníu eða á móti. Með USA eða á móti. Með Nató eða á móti. Með Tyrklandi eða móti. Með Kúrdum eða á móti. Með Armeníu eða á móti. Með Azerbaijan eða á móti. Með Indlandi eða á móti. Með Pakistan eða á móti. Með Afghanistan eða á móti. Með Íran eða á móti. Með Saudi Arabíu eða á móti. Með Yemen eða á móti og svo má lengi upp telja. Án þess endilega að gera sér grein fyrir dýpri undirliggjandi orsökum þeirrar ókyrrðar sem nú blasir við fyrir botni Miðjarðarhafs, og umhverfst hefur miðausturlönd, suðurálfur og Evrópu umliðin 1.400 ár eða svo, hneigist fólk til að fylkja sér í skotgrafir með eða á móti. Slík tilfinningaviðbrögð virka gjarnan öfugt við tilætlanina og auka á skautun andstæðra póla með útbreiðslu ófriðar inn í nærsamfélög, s.s. vinnustaði, stjórnmálasamtök og fjölskyldur. Þetta gerist þó að við blasi að deilur allra þessara ríkja kristallast í ófriði kringum eina tegund af hugmyndafræði sem sáð hefur sér meðal margra þjóða. Hugmyndafræði sem umber ekki tjáningafrelsi, trúfrelsi, lýðræði, jafnræði kynjanna né fjölbreytileika mannsins sem lífveru. Og já, Rússland og Kína eru einnig að sogast inn í þennan myrka spíral ófriðar sem kristallast í kringum sömu hugmyndafræði. Skynsemi mannsins grundvallast á gagnrýnni hugsun. Á getunni til að hemja tilfinningar sínar í þágu vitrænnar niðurstöðu. Niðurstöðu sem lýtur útkomu sem byggir á vegnu mati allra þátta málsaðila grundvallað á þeirri þekkingu sem mögulegt er að afla. Einungis þannig getur niðurstaða og viðhorf kristallað skynsama útkomu sem flestum í hag. Hversu margir hafa t.a.m. kynnt sér sögu, þess svæðis sem nú myndar Ísrael, umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Palestínufólks umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér innihald Gamla og Nýja Testamenti Biblíunnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú gyðingdóms og þar með þrjú þúsund ára gamalt fyrirheit Guðs til Ísraelíta um land þeirra - fyrirheitna landið? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú kristninnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð hugmyndafræði og sögu islam? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Ottomana, Berba og Mára umliðin 1.400 ár og þeirrar hugmyndafræði sem þeir lutu? Hversu margir hafa kynnt sér hvert Hamas, Isis, Hezbollah, Boko Harum og Al Quaida sækja hugmyndafræði sína og hver yfirlýst markmið þeirra eru? Hversu margir hafa kynnt sér hvaða þjóðir fjármagna þessi samtök og hvert þær þjóðir sækja hugmyndafræði sína? Hversu margir hafa kynnt sér hvor aðilinn, Ísrael eða Palestína (og tengd samtök) hafi oftar átt frumkvæði að árásum á gagnstæðan aðila? Aldrei hefur verið jafn auðvelt að nálgast upplýsingar og nú á tímum internetsins. Þrátt fyrir það er engu líkara en að skammhlaup verði í dómgreind fólks og mannshugurinn ráði ekki við að lesa sér til um orsakasamhengi og týnist þar með sögunni og skynseminni á hraðbraut upplýsinganna frekar en hitt. Hvers vegna? Jú, þegar maðurinn glatar kyrrðinni til að hugsa, týnir hann sálarfriðnum og verður af skynseminni. Að mynda sér skynsama skoðun um ástandi heimsmála í dag er því sem næst ómögulegt án þess að skilja kristna trú og sögu. Trú sem mótað hefur mannkyn til góðs, og sögu sem upplýsir okkur um orsakasamhengi í tímaröð þeirra atburða heimsmála sem eru liðnir, eiga sér nú stað, og framundan eru. Engin sögu, og trúarleg upplýsing getur frætt okkur betur og með skiljanlegri hætti um þá atburði sem nú ógna heimsfriðnum en Biblían gerir. Rithöfundurinn Fyodor Dostoevsky ritaði: “Ef Guð er dauður er allt leyfilegt.” Týnist maðurinn trú sinni og sögu glatar hann hluta sjálfsvitundar sinnar og þess veruleika sem mótar hann. Að því ófriðartímabili loknu sem nú er í uppsiglingu munum við líta til nýs kafla í sögu mannkyns. Kafla sem færir okkur þriðja og síðasta testamenti Biblíunnar. Testamenti sem mun úthýsa myrkri hugmyndafræði og vísa mannkyni langþráða leið til ljóss og friðar. Af vörum saklausa lambsins sem leitt var til slátrunar rataði kærleikur, viska og ljós. Jesú Kristur sagði: “Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Jóh: 8:31-32 Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun