Allt stefnir í sögulegt stórslys Snorri Másson skrifar 19. október 2023 07:01 Gleðilegan mánudag, kæru vinir ritstjórans. Ný vika, ný tækifæri. Eins og fyrirsögnin ber með sér erum við í sólskinsskapi. Sturluð staðreynd: Vissuð þið að ein alræmdasta ljósmynd Íslandssögunnar er á sinn hátt ein okkar elsta falsfrétt? Shoutout á Magnús Ólafsson. Magnús Ólafsson ljósmyndari tók þessa epísku mynd 1. desember á því örlagaári 1918, þegar Íslendingar fögnuðu nýfengnu fullveldi í skugga spænsku veikinnar, heimsófriðar og vöruskorts. Tómleg stemningin á ljósmyndinni og fámennið hefur stundum verið haft til marks um að ekki hafi endilega ríkt nein yfirþyrmandi gleði vegna tímamótanna hjá bæjarbúum. Ég las þó nýverið í bók Gunnars Þórs Bjarnasonar, Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918, að sú túlkun ljósmyndarinnar sé líklega byggð á misskilningi. Falsfréttin í ljósmyndinni sé nefnilega sú að til hægri út Lækjargötu og inn Austurstræti hafi allt verið fullt af fólki, á meðan Hverfisgata og Arnarhóll eru tómleg á að líta. Staðsetning ljósmyndavélarinnar er einfaldlega óheppileg og hún getur því ekki verið til marks um dræma stemningu, af því að hún segir ekki alla söguna. Hvort er mikilvægara, efnahagshorfur eða þjóðfrelsi? Þótt við getum ekki haft þessa ljósmynd fyrir því, má hafa aðrar heimildir fyrir því að ekki hafi allt verið vitlaust af kæti hér yfir nýfengnu sjálfstæði fyrir 105 árum. Í blöðum var kvartað yfir því að ekki hafi verið „neinn tiltakanlegur fagnaðarblær“ yfir bænum og Halldór Laxness lýsti þessum degi „í þeybitru síðla hausts“ svona: „Í þessum hráslaga komu menn saman, allir sem ekki voru dauðir, að fagna fullveldinu í Bakarabrekkunni.“ Vissulega fer því fjarri að fólki hafi staðið á sama, en engu að síður er sagt frá því í bók Gunnars að á lokametrum sjálfstæðisbaráttunnar hafi þjóðin, eða að minnsta kosti dagblöð hennar, heldur ekki verið heltekin af henni. Ekki þurfi lengi að glugga í blöð á árinu 1918 til að sannfærast um að þrengingar í atvinnumálum og ískyggilegar efnahagshorfur séu fólki miklu ofar í huga en þjóðfrelsi og fullveldi. Stjórnmálamennirnir hafi að mati manna átt að einbeita sér að þeim risavöxnu verkefnum. Vart sé vikið orði að sjálfstæðismálunum í dagblöðunum suma mánuði, í sumum blöðum alls ekki neitt, og þegar það er gert þá snýst það aðeins um kröfuna um íslenskan fána. Ekki að tilefni sé til að gera lítið úr fánamálinu. Þetta er íslenski ríkisfáninn (tjúgufáninn), klofinn að framan. Fáninn sem dreginn var að húni á Stjórnarráðshúsinu 1. desember 1918, varðveittur á Þjóðminjasafni Íslands. Að auki hafi, ólíkt öðrum fyrri kosningum, enginn stjórnmálaflokkur í kosningunum árið 1916 lagt áherslu á að semja í bráð við Dani um breytingar á sambandi á milli landanna, áherslan hafi öll verið á efnahagsmálin og átakalínur verið dregnar eftir þeim. Nú eru þessi atriði ekki til marks um að enginn hafi verið að pæla í þessu, síður en svo. En að minnsta áhugaleysi hafi verið uppi á meðal ákveðinna hópa gagnvart þessu sem við teljum eftir á að hyggja einn mikilvægasta tímapunkt Íslandssögunnar, er það ekki sérstaklega merkilegt? Erum við ef til vill líka sjálf áhugalaus um eitthvað mikilvægt í okkar eigin samtíma? Ætlum við að hafa eigin tungu? Hér var vísað til háæruverðugs kallkerfis í líkamsræktarstöð í Reykjavík: „You’re awesome. Thank you for returning your weights.“ Ef þetta kallkerfi er gjallarhorn okkar tíðaranda, eigum við langan veg að baki á milli þess og ummæla stjórnmálamanna frá upphafi síðustu aldar, eins og Jóns Magnússonar: „Frá upphafi hefur vakað hjá oss öflug og lifandi tilfinning þess að vér erum sérstök þjóð sem byggðum eigið land og höfum eigin tungu, með öðrum orðum: þjóðernistilfinningin hefur jafnan verið vakandi hjá oss.“ Frá því að Jón lét svo um mælt hefur mikið vatn runnið til sjávar og tilefni er til að spyrja nú, eins og ávallt: Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Að undanförnu hefur verið sýnd heimildarmynd í Ríkisútvarpinu um afdrifaríkustu atburði íslenskrar nútímasögu og sú mynd er á ensku. Skilja Íslendingar ekki allir ensku hvort eð er? Maður klórar sér í kollinum. Ekki á mynd um útrásina að vera auglýsing fyrir Ísland? Á sama hátt finnur maður á kaffihúsum og bensínstöðvum ekki annan prentaðan miðil í frídreifingu en The Reykjavík Grapevine; það hljómar eins og dystópía eftir Andra Snæ, laumaðu þessari staðreynd að höfundi ljóðlínanna hér að ofan og hann stekkur upp í karatestöðu úr gröfinni, enn fótbrotinn. Þegar gengið er um miðbæ höfuðborgarinnar bendir á köflum ekkert til þess að maður sé staddur á Íslandi vegna enskra skilta, sem eru ekki lengur aðeins ætluð ferðamönnum, heldur líka íbúum. Það heyrir til undantekninga að maður ræði við afgreiðslufólk á íslensku og þegar gert er lítið úr óöryggi fólks með þá staðreynd, og sagt af léttúð að maður geti nú alveg bjargað sér á ensku úti í búð, þá er kannski vert að benda frekar á hvaða skilaboð það sendir börnum að ekki sé hægt að tala annað tungumál en ensku úti í búð. Sagt er að börn læri það sem þeim er sýnt, en ekki það sem þeim er sagt. Þau hljóta að draga þá ályktun af svona aðstæðum að íslenskan sé eins konar heimilismál, en enskan sú sem töluð er á meðal fólks. Sama hve oft við segjum að íslenska sé mál fyrir allar aðstæður. Víglínan færist Á sama tíma heyrir maður sífellt meira af því að börn og ungmenni tali einungis ensku sín á milli. Það er grátleg afleiðing þess að börnin eru berskjölduðustu fórnarlömb vel heppnaðrar menningarlegrar nýlendustefnu Bandaríkjanna, sem gerir strandhögg hér í formi linnulausrar snjalltækjavæðingar tilveru okkar. Foreldrar eru ekki miklu brynjaðri, en þeir áttu þó flestir því sem næst eðlilega máltöku áður en innrásin hófst. Ekki er lengra síðan en 1942 að kosmósið gat af sér minnisbók námsmeyjar í Húsmæðraskólanum á Laugum sem má sjá hér að neðan, þar sem stóra áskorunin var að venja sig af því að segja „kannske“ og segja heldur „ef til vill“, ekki „stoppa“ heldur „nema staðar“ og ekki „sturta“ heldur „steypibað“. Málrækt sem alþýðusport 1942. Svona nokkuð varpar dapurlegu ljósi á það hve langt víglínan hefur færst, þegar baráttan sem nú er háð snýst ekki um málvöndun, heldur um lífslíkur tungumálsins sjálfs. Víglínan hefur líka gefið eftir í málfarshópum á Facebook þar sem jákvæðni hefur af illri nauðsyn verið gerð að móralskri skyldu. Þar lýsa menn yfir sérstakri ánægju ef veitingastaðir svo mikið sem heita íslenskum nöfnum og ekki er laust við að þar sé á ferð svipaður léttir og þegar maður hittir loksins Íslendinga eftir langa dvöl í útlöndum. English-speaking community council in Vík Í Vík í Mýrdal eru 570 af 950 íbúum með erlendan ríkisborgararétt. Starfsemi sveitarstjórnarinnar fer að hluta til fram í enskumælandi ráði sem fundar reglulega með sveitarstjóranum. Sveitarstjórinn segir að það sé spurning um sanngirni gagnvart erlendum íbúum sem greiða fulla skatta og kjósa til sveitarstjórna. Það eru réttmæt sjónarmið og sanngjörn en óneitanlega mjög sérstök staða. Að stjórnsýsla á Íslandi fari í vaxandi mæli fram á ensku ætti að vera verulegt umhugsunarefni. Á endanum hlýtur það að verða sanngirnismál líka að alþingismenn fjalli um sín mál á tungumáli sem fólkið í landinu skilur, það er að segja ensku. Hvenær verður orðið sanngjarnt að „Minister of Finance resigns“ verði í toppsæti á forsíðu Ríkisútvarpsins? Það hefur sýnt sig að fögur fyrirheit um að kenna útlendingum íslensku hafa að mestu leyti brugðist enda lærir aðeins mikill minnihluti innflytjenda íslensku. Í samtölum sem ég hef átt við innflytjendur hafa margir búið hér árum saman en aldrei séð ástæðu til þess að læra íslensku. Sjónarmið þeirra eru yfirleitt skiljanleg. Atvinnurekendur eru stundum „hvattir“ til að bæta aðstæður fólks til að læra íslensku, en vægðarlaus markaðslögmálin eru öll á annan veg. Hvorki vinnuveitendur né starfsmenn hafa brýna hvata til þess að fólk læri íslensku og þeir sem ákveða að læra málið, gera það oft einfaldlega af áhuga. Ljóst er orðið á undanförnum árum að ekki er hægt að reiða sig á áhuga fleiri tuga þúsunda til að læra örtungu í landi þar sem þeir hafa oft skamma viðdvöl – á sama tíma og enska sem alheimsmál er sífellt mikilvægari. Tækifærin fyrir fólki felast oft í að læra hana, frekar en íslensku. Skólakerfi sem stendur ekki undir nafni Á meðal stórra innflytjendaþjóða hefur sjaldan tíðkast að fyrsta kynslóð innflytjenda verði strax fullnuma í máli nýja heimalandsins, heldur er það önnur kynslóð sem tekur við því kefli. Ekki er þó ljóst að við getum reitt okkur á slíka þróun hér. Í fyrsta lagi, hvað ef íslensku börnin eru þegar höll undir enskuna? Í öðru lagi hafa rannsóknir sýnt að íslenska leikskóla- og skólakerfið er að bregðast þeirri ofurmikilvægu skyldu sinni að tryggja tvítyngdum börnum fullnægjandi færni í íslensku. Reykjavíkurborg Í rannsókn á íslenskum leikskólabörnum af erlendum uppruna frá árinu 2013 var það niðurstaða vísindamanna að málþroski meirihluta tvítyngdu barnanna var slíkum mun slakari en eintyngdu barnanna, að ef eintyngd börn hefðu þennan sama málþroska teldist mjög líklegt að barnið væri með málþroskaröskun. Það er þyngra en tárum taki að heyra slíkar lýsingar, sem eru einnig uppskrift að vandræðum síðar meir í lífinu fyrir þessi börn. En þetta var árið 2013 og síðan hefur staðan sífellt þyngst í vanfjármögnuðu leikskólakerfi og ekki síður skólakerfi sem ekki er fært um að takast á við þessar áskoranir. Þetta sagði Elín Þöll Þórðardóttir, sérfræðingur á sviðinu árið 2020: „Það að ganga í leikskóla og skóla á Íslandi árum saman, eða allt frá upphafi leikskóla til loka grunnskóla, nægir í alltof mörgum tilfellum ekki til þess að nemendur læri íslensku nógu vel til að eiga raunhæfan möguleika á framhaldsnámi.“ Ávextir aukinnar árvekni Íslensk málnefnd, skipuð af menntamálaráðherra, virðist ekki fær um leggja fullnægjandi mat á stöðu tungumálsins á þessari stundu og semur í staðinn ályktanir sem hefjast á hástemmdum yfirlýsingum um ágæti ríkjandi stjórnvalda. Fyrst segir nefndin að framan af hafi lítið farið fyrir opinberri stefnumörkun vegna nýtilkominnar fjölmenningar í landinu, litlir fjármunir hafi ratað í slíkt starf, en að svo hafi það lagast: „Síðustu fimmtán ár hefur árvekni stjórnvalda aukist.“ Þetta er undarleg framsetning. Fyrir fimmtán árum var staða tungumálsins margfalt betri en hún er í dag. Svo datt árvekni stjórnvalda inn og síðan hefur staðan versnað til muna á nær öllum sviðum? Kannski að maður biðji stjórnvöld þá vinsamlegast um að snerta ekki framar á málaflokknum. Minnsta árvekni ætti að minnsta kosti að gera okkur morgunljóst að íslenskum stjórnvöldum hefur mistekist alveg að tryggja að innflytjendur hafi hvata og fái tækifæri til að læra íslensku. Hvað er hægt að segja um svona Instructions-skilti? Allt á íslensku nema yfirskriftin. Staðan er ekki að skána Þrátt fyrir rétt svo mælanlega aukningu í „árvekni stjórnvalda“, verðum við að horfast í augu við staðreynd málsins: Staðan er alls ekki að skána, heldur er hún sífellt að versna. Með hverju ári sem innflytjendum á vinnumarkaði fjölgar margfalt á við Íslendinga á sama vinnumarkaði, minnkar hvatinn til að læra íslensku. Því fleiri sem tala ensku, því fleiri tala ensku. Því færri hafa hvata til að læra íslensku. Tvær leiðir eru færar til að snúa þróuninni við. Annars vegar kemur til greina að ráðast í stórátak á vegum hins opinbera af slíkri stærðargráðu að annað eins hefur ekki þekkst og það átak þyrfti að taka til allra sviða tungumálsins. Hins vegar kemur til dæmis til greina takmarka innflutning fólks vegna atvinnu verulega í því skyni að minnka álag á tungumálið. Hið síðarnefnda hugnast líklega hvorki stjórnvöldum né atvinnurekendum, þannig að eftir situr stórátaksleiðin. Hið grátlega í stöðunni er þá þetta: Hefur einhver trú á að stjórnvöld valdi þessu verkefni miðað við áhugaleysi þeirra hingað til og getuleysi þeirra í öðrum greinum? Í fræðunum er rætt um stöðu tungumálsins í hverju „umdæmi“ fyrir sig. Eitt umdæmi er til dæmis skólakerfið, þar sem íslenska er sem betur fer enn þá við lýði. En önnur umdæmi hafa virkilega látið á sjá. Umdæmi stafrænnar tækni og snjalltækja er mjög hallt undir ensku – og það er erfitt að hafa stjórn á því umdæmi, þótt það sé þess virði að reyna. Á öðrum umdæmum getum við haft meira um málið að segja, eins og í iðnaði, þjónustu og nýsköpun – og við verðum að nota það svigrúm sem við höfum. Með hverju umdæmi sem fellur er þrengt að tungunni. Við þurfum að meta það af nákvæmni hvar við fáum rönd við reist og við þurfum að gera það strax. Höfundur er ritstjóri á Ritstjórinn.is þar sem greinin birtist fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ferðamennska á Íslandi Snorri Másson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Gleðilegan mánudag, kæru vinir ritstjórans. Ný vika, ný tækifæri. Eins og fyrirsögnin ber með sér erum við í sólskinsskapi. Sturluð staðreynd: Vissuð þið að ein alræmdasta ljósmynd Íslandssögunnar er á sinn hátt ein okkar elsta falsfrétt? Shoutout á Magnús Ólafsson. Magnús Ólafsson ljósmyndari tók þessa epísku mynd 1. desember á því örlagaári 1918, þegar Íslendingar fögnuðu nýfengnu fullveldi í skugga spænsku veikinnar, heimsófriðar og vöruskorts. Tómleg stemningin á ljósmyndinni og fámennið hefur stundum verið haft til marks um að ekki hafi endilega ríkt nein yfirþyrmandi gleði vegna tímamótanna hjá bæjarbúum. Ég las þó nýverið í bók Gunnars Þórs Bjarnasonar, Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918, að sú túlkun ljósmyndarinnar sé líklega byggð á misskilningi. Falsfréttin í ljósmyndinni sé nefnilega sú að til hægri út Lækjargötu og inn Austurstræti hafi allt verið fullt af fólki, á meðan Hverfisgata og Arnarhóll eru tómleg á að líta. Staðsetning ljósmyndavélarinnar er einfaldlega óheppileg og hún getur því ekki verið til marks um dræma stemningu, af því að hún segir ekki alla söguna. Hvort er mikilvægara, efnahagshorfur eða þjóðfrelsi? Þótt við getum ekki haft þessa ljósmynd fyrir því, má hafa aðrar heimildir fyrir því að ekki hafi allt verið vitlaust af kæti hér yfir nýfengnu sjálfstæði fyrir 105 árum. Í blöðum var kvartað yfir því að ekki hafi verið „neinn tiltakanlegur fagnaðarblær“ yfir bænum og Halldór Laxness lýsti þessum degi „í þeybitru síðla hausts“ svona: „Í þessum hráslaga komu menn saman, allir sem ekki voru dauðir, að fagna fullveldinu í Bakarabrekkunni.“ Vissulega fer því fjarri að fólki hafi staðið á sama, en engu að síður er sagt frá því í bók Gunnars að á lokametrum sjálfstæðisbaráttunnar hafi þjóðin, eða að minnsta kosti dagblöð hennar, heldur ekki verið heltekin af henni. Ekki þurfi lengi að glugga í blöð á árinu 1918 til að sannfærast um að þrengingar í atvinnumálum og ískyggilegar efnahagshorfur séu fólki miklu ofar í huga en þjóðfrelsi og fullveldi. Stjórnmálamennirnir hafi að mati manna átt að einbeita sér að þeim risavöxnu verkefnum. Vart sé vikið orði að sjálfstæðismálunum í dagblöðunum suma mánuði, í sumum blöðum alls ekki neitt, og þegar það er gert þá snýst það aðeins um kröfuna um íslenskan fána. Ekki að tilefni sé til að gera lítið úr fánamálinu. Þetta er íslenski ríkisfáninn (tjúgufáninn), klofinn að framan. Fáninn sem dreginn var að húni á Stjórnarráðshúsinu 1. desember 1918, varðveittur á Þjóðminjasafni Íslands. Að auki hafi, ólíkt öðrum fyrri kosningum, enginn stjórnmálaflokkur í kosningunum árið 1916 lagt áherslu á að semja í bráð við Dani um breytingar á sambandi á milli landanna, áherslan hafi öll verið á efnahagsmálin og átakalínur verið dregnar eftir þeim. Nú eru þessi atriði ekki til marks um að enginn hafi verið að pæla í þessu, síður en svo. En að minnsta áhugaleysi hafi verið uppi á meðal ákveðinna hópa gagnvart þessu sem við teljum eftir á að hyggja einn mikilvægasta tímapunkt Íslandssögunnar, er það ekki sérstaklega merkilegt? Erum við ef til vill líka sjálf áhugalaus um eitthvað mikilvægt í okkar eigin samtíma? Ætlum við að hafa eigin tungu? Hér var vísað til háæruverðugs kallkerfis í líkamsræktarstöð í Reykjavík: „You’re awesome. Thank you for returning your weights.“ Ef þetta kallkerfi er gjallarhorn okkar tíðaranda, eigum við langan veg að baki á milli þess og ummæla stjórnmálamanna frá upphafi síðustu aldar, eins og Jóns Magnússonar: „Frá upphafi hefur vakað hjá oss öflug og lifandi tilfinning þess að vér erum sérstök þjóð sem byggðum eigið land og höfum eigin tungu, með öðrum orðum: þjóðernistilfinningin hefur jafnan verið vakandi hjá oss.“ Frá því að Jón lét svo um mælt hefur mikið vatn runnið til sjávar og tilefni er til að spyrja nú, eins og ávallt: Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Að undanförnu hefur verið sýnd heimildarmynd í Ríkisútvarpinu um afdrifaríkustu atburði íslenskrar nútímasögu og sú mynd er á ensku. Skilja Íslendingar ekki allir ensku hvort eð er? Maður klórar sér í kollinum. Ekki á mynd um útrásina að vera auglýsing fyrir Ísland? Á sama hátt finnur maður á kaffihúsum og bensínstöðvum ekki annan prentaðan miðil í frídreifingu en The Reykjavík Grapevine; það hljómar eins og dystópía eftir Andra Snæ, laumaðu þessari staðreynd að höfundi ljóðlínanna hér að ofan og hann stekkur upp í karatestöðu úr gröfinni, enn fótbrotinn. Þegar gengið er um miðbæ höfuðborgarinnar bendir á köflum ekkert til þess að maður sé staddur á Íslandi vegna enskra skilta, sem eru ekki lengur aðeins ætluð ferðamönnum, heldur líka íbúum. Það heyrir til undantekninga að maður ræði við afgreiðslufólk á íslensku og þegar gert er lítið úr óöryggi fólks með þá staðreynd, og sagt af léttúð að maður geti nú alveg bjargað sér á ensku úti í búð, þá er kannski vert að benda frekar á hvaða skilaboð það sendir börnum að ekki sé hægt að tala annað tungumál en ensku úti í búð. Sagt er að börn læri það sem þeim er sýnt, en ekki það sem þeim er sagt. Þau hljóta að draga þá ályktun af svona aðstæðum að íslenskan sé eins konar heimilismál, en enskan sú sem töluð er á meðal fólks. Sama hve oft við segjum að íslenska sé mál fyrir allar aðstæður. Víglínan færist Á sama tíma heyrir maður sífellt meira af því að börn og ungmenni tali einungis ensku sín á milli. Það er grátleg afleiðing þess að börnin eru berskjölduðustu fórnarlömb vel heppnaðrar menningarlegrar nýlendustefnu Bandaríkjanna, sem gerir strandhögg hér í formi linnulausrar snjalltækjavæðingar tilveru okkar. Foreldrar eru ekki miklu brynjaðri, en þeir áttu þó flestir því sem næst eðlilega máltöku áður en innrásin hófst. Ekki er lengra síðan en 1942 að kosmósið gat af sér minnisbók námsmeyjar í Húsmæðraskólanum á Laugum sem má sjá hér að neðan, þar sem stóra áskorunin var að venja sig af því að segja „kannske“ og segja heldur „ef til vill“, ekki „stoppa“ heldur „nema staðar“ og ekki „sturta“ heldur „steypibað“. Málrækt sem alþýðusport 1942. Svona nokkuð varpar dapurlegu ljósi á það hve langt víglínan hefur færst, þegar baráttan sem nú er háð snýst ekki um málvöndun, heldur um lífslíkur tungumálsins sjálfs. Víglínan hefur líka gefið eftir í málfarshópum á Facebook þar sem jákvæðni hefur af illri nauðsyn verið gerð að móralskri skyldu. Þar lýsa menn yfir sérstakri ánægju ef veitingastaðir svo mikið sem heita íslenskum nöfnum og ekki er laust við að þar sé á ferð svipaður léttir og þegar maður hittir loksins Íslendinga eftir langa dvöl í útlöndum. English-speaking community council in Vík Í Vík í Mýrdal eru 570 af 950 íbúum með erlendan ríkisborgararétt. Starfsemi sveitarstjórnarinnar fer að hluta til fram í enskumælandi ráði sem fundar reglulega með sveitarstjóranum. Sveitarstjórinn segir að það sé spurning um sanngirni gagnvart erlendum íbúum sem greiða fulla skatta og kjósa til sveitarstjórna. Það eru réttmæt sjónarmið og sanngjörn en óneitanlega mjög sérstök staða. Að stjórnsýsla á Íslandi fari í vaxandi mæli fram á ensku ætti að vera verulegt umhugsunarefni. Á endanum hlýtur það að verða sanngirnismál líka að alþingismenn fjalli um sín mál á tungumáli sem fólkið í landinu skilur, það er að segja ensku. Hvenær verður orðið sanngjarnt að „Minister of Finance resigns“ verði í toppsæti á forsíðu Ríkisútvarpsins? Það hefur sýnt sig að fögur fyrirheit um að kenna útlendingum íslensku hafa að mestu leyti brugðist enda lærir aðeins mikill minnihluti innflytjenda íslensku. Í samtölum sem ég hef átt við innflytjendur hafa margir búið hér árum saman en aldrei séð ástæðu til þess að læra íslensku. Sjónarmið þeirra eru yfirleitt skiljanleg. Atvinnurekendur eru stundum „hvattir“ til að bæta aðstæður fólks til að læra íslensku, en vægðarlaus markaðslögmálin eru öll á annan veg. Hvorki vinnuveitendur né starfsmenn hafa brýna hvata til þess að fólk læri íslensku og þeir sem ákveða að læra málið, gera það oft einfaldlega af áhuga. Ljóst er orðið á undanförnum árum að ekki er hægt að reiða sig á áhuga fleiri tuga þúsunda til að læra örtungu í landi þar sem þeir hafa oft skamma viðdvöl – á sama tíma og enska sem alheimsmál er sífellt mikilvægari. Tækifærin fyrir fólki felast oft í að læra hana, frekar en íslensku. Skólakerfi sem stendur ekki undir nafni Á meðal stórra innflytjendaþjóða hefur sjaldan tíðkast að fyrsta kynslóð innflytjenda verði strax fullnuma í máli nýja heimalandsins, heldur er það önnur kynslóð sem tekur við því kefli. Ekki er þó ljóst að við getum reitt okkur á slíka þróun hér. Í fyrsta lagi, hvað ef íslensku börnin eru þegar höll undir enskuna? Í öðru lagi hafa rannsóknir sýnt að íslenska leikskóla- og skólakerfið er að bregðast þeirri ofurmikilvægu skyldu sinni að tryggja tvítyngdum börnum fullnægjandi færni í íslensku. Reykjavíkurborg Í rannsókn á íslenskum leikskólabörnum af erlendum uppruna frá árinu 2013 var það niðurstaða vísindamanna að málþroski meirihluta tvítyngdu barnanna var slíkum mun slakari en eintyngdu barnanna, að ef eintyngd börn hefðu þennan sama málþroska teldist mjög líklegt að barnið væri með málþroskaröskun. Það er þyngra en tárum taki að heyra slíkar lýsingar, sem eru einnig uppskrift að vandræðum síðar meir í lífinu fyrir þessi börn. En þetta var árið 2013 og síðan hefur staðan sífellt þyngst í vanfjármögnuðu leikskólakerfi og ekki síður skólakerfi sem ekki er fært um að takast á við þessar áskoranir. Þetta sagði Elín Þöll Þórðardóttir, sérfræðingur á sviðinu árið 2020: „Það að ganga í leikskóla og skóla á Íslandi árum saman, eða allt frá upphafi leikskóla til loka grunnskóla, nægir í alltof mörgum tilfellum ekki til þess að nemendur læri íslensku nógu vel til að eiga raunhæfan möguleika á framhaldsnámi.“ Ávextir aukinnar árvekni Íslensk málnefnd, skipuð af menntamálaráðherra, virðist ekki fær um leggja fullnægjandi mat á stöðu tungumálsins á þessari stundu og semur í staðinn ályktanir sem hefjast á hástemmdum yfirlýsingum um ágæti ríkjandi stjórnvalda. Fyrst segir nefndin að framan af hafi lítið farið fyrir opinberri stefnumörkun vegna nýtilkominnar fjölmenningar í landinu, litlir fjármunir hafi ratað í slíkt starf, en að svo hafi það lagast: „Síðustu fimmtán ár hefur árvekni stjórnvalda aukist.“ Þetta er undarleg framsetning. Fyrir fimmtán árum var staða tungumálsins margfalt betri en hún er í dag. Svo datt árvekni stjórnvalda inn og síðan hefur staðan versnað til muna á nær öllum sviðum? Kannski að maður biðji stjórnvöld þá vinsamlegast um að snerta ekki framar á málaflokknum. Minnsta árvekni ætti að minnsta kosti að gera okkur morgunljóst að íslenskum stjórnvöldum hefur mistekist alveg að tryggja að innflytjendur hafi hvata og fái tækifæri til að læra íslensku. Hvað er hægt að segja um svona Instructions-skilti? Allt á íslensku nema yfirskriftin. Staðan er ekki að skána Þrátt fyrir rétt svo mælanlega aukningu í „árvekni stjórnvalda“, verðum við að horfast í augu við staðreynd málsins: Staðan er alls ekki að skána, heldur er hún sífellt að versna. Með hverju ári sem innflytjendum á vinnumarkaði fjölgar margfalt á við Íslendinga á sama vinnumarkaði, minnkar hvatinn til að læra íslensku. Því fleiri sem tala ensku, því fleiri tala ensku. Því færri hafa hvata til að læra íslensku. Tvær leiðir eru færar til að snúa þróuninni við. Annars vegar kemur til greina að ráðast í stórátak á vegum hins opinbera af slíkri stærðargráðu að annað eins hefur ekki þekkst og það átak þyrfti að taka til allra sviða tungumálsins. Hins vegar kemur til dæmis til greina takmarka innflutning fólks vegna atvinnu verulega í því skyni að minnka álag á tungumálið. Hið síðarnefnda hugnast líklega hvorki stjórnvöldum né atvinnurekendum, þannig að eftir situr stórátaksleiðin. Hið grátlega í stöðunni er þá þetta: Hefur einhver trú á að stjórnvöld valdi þessu verkefni miðað við áhugaleysi þeirra hingað til og getuleysi þeirra í öðrum greinum? Í fræðunum er rætt um stöðu tungumálsins í hverju „umdæmi“ fyrir sig. Eitt umdæmi er til dæmis skólakerfið, þar sem íslenska er sem betur fer enn þá við lýði. En önnur umdæmi hafa virkilega látið á sjá. Umdæmi stafrænnar tækni og snjalltækja er mjög hallt undir ensku – og það er erfitt að hafa stjórn á því umdæmi, þótt það sé þess virði að reyna. Á öðrum umdæmum getum við haft meira um málið að segja, eins og í iðnaði, þjónustu og nýsköpun – og við verðum að nota það svigrúm sem við höfum. Með hverju umdæmi sem fellur er þrengt að tungunni. Við þurfum að meta það af nákvæmni hvar við fáum rönd við reist og við þurfum að gera það strax. Höfundur er ritstjóri á Ritstjórinn.is þar sem greinin birtist fyrst.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun