Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 06:31 Særðir Palestínumenn við komuna á al-Shifa sjúkrahúsið í kjölfar loftárása Ísraelsmanna. AP/Abed Khaled Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. Blinken tilkynnti að loknum fundinum að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi heimsækja Ísrael á morgun, meðal annars til að funda með ráðamönnum þar um hernaðarlegar þarfir landsins. Utanríkisráðherrann sagði einnig að hann og Netanyahu hefðu komist að samkomulagi um að þróa áætlun sem miðaði að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gasa. Þá myndi Biden vilja fá upplýsingar um það frá Ísraelsmönnum hvernig þeir hygðust lágmarka áhrif hernaðaraðgerða sinna á almenna borgara og greiða fyrir aðstoð til íbúa án þess að það gagnaðist Hamas. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa létust að minnsta kosti 49 í árásum Ísraelsmanna á svæðið í nótt. Um það bil 600 þúsund íbúar Gasaborgar hafa flúið eftir að Ísraelsstjórn hvatti fólk til að leita suður eftir en um 100 þúsund eru sagðir enn í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, sagði á daglegum stöðufundi að hernaðaraðgerðir hæfust þegar aðstæður væru þannig að menn teldu líklegt að þeir myndu ná fram markmiðum sínum. Conricus var spurður að því hvort heimsókn Bandaríkjaforseta myndi hafa áhrif á fyrirætlanir Ísraela en hann taldi svo ekki vera. Það væri ekki markmið heimsóknarinnar, heldur að freista þess að draga úr líkunum á stigmögnun átaka á svæðinu. Talsmaðurinn sagðist ekki telja að það væri eitt af markmiðum Ísraelsstjórnar að hernema Gasa. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í dag til að stilla saman strengi en ríkin hafa verið nokkuð ósamstíga í viðbrögðum sínum við árásum Hamas og hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, meðal annars hvað varðar áframhaldandi fjárstuðning við Palestínumenn. Hamas-samtökin segjast hafa 200 til 250 einstaklinga í haldi en Ísrael hefur sagt fjöldann 199. Samtökin krefjast frelsunar 6.000 palestínskra fanga í ísraelskum fangelsinum fyrir gíslana. Íran hefur varað Ísraelsmenn við forvirkum aðgerðum gegn Ísrael en stjórnvöld þar í landi hafa ítrekað að innrás á Gasa yrði svarað. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Blinken tilkynnti að loknum fundinum að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi heimsækja Ísrael á morgun, meðal annars til að funda með ráðamönnum þar um hernaðarlegar þarfir landsins. Utanríkisráðherrann sagði einnig að hann og Netanyahu hefðu komist að samkomulagi um að þróa áætlun sem miðaði að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gasa. Þá myndi Biden vilja fá upplýsingar um það frá Ísraelsmönnum hvernig þeir hygðust lágmarka áhrif hernaðaraðgerða sinna á almenna borgara og greiða fyrir aðstoð til íbúa án þess að það gagnaðist Hamas. Samkvæmt yfirvöldum á Gasa létust að minnsta kosti 49 í árásum Ísraelsmanna á svæðið í nótt. Um það bil 600 þúsund íbúar Gasaborgar hafa flúið eftir að Ísraelsstjórn hvatti fólk til að leita suður eftir en um 100 þúsund eru sagðir enn í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, sagði á daglegum stöðufundi að hernaðaraðgerðir hæfust þegar aðstæður væru þannig að menn teldu líklegt að þeir myndu ná fram markmiðum sínum. Conricus var spurður að því hvort heimsókn Bandaríkjaforseta myndi hafa áhrif á fyrirætlanir Ísraela en hann taldi svo ekki vera. Það væri ekki markmið heimsóknarinnar, heldur að freista þess að draga úr líkunum á stigmögnun átaka á svæðinu. Talsmaðurinn sagðist ekki telja að það væri eitt af markmiðum Ísraelsstjórnar að hernema Gasa. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í dag til að stilla saman strengi en ríkin hafa verið nokkuð ósamstíga í viðbrögðum sínum við árásum Hamas og hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna, meðal annars hvað varðar áframhaldandi fjárstuðning við Palestínumenn. Hamas-samtökin segjast hafa 200 til 250 einstaklinga í haldi en Ísrael hefur sagt fjöldann 199. Samtökin krefjast frelsunar 6.000 palestínskra fanga í ísraelskum fangelsinum fyrir gíslana. Íran hefur varað Ísraelsmenn við forvirkum aðgerðum gegn Ísrael en stjórnvöld þar í landi hafa ítrekað að innrás á Gasa yrði svarað.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira