Tveir látnir eftir skotárás í Brussel Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 19:36 Stuðningsmaður Svíþjóðar á vellinum í Brussel sést hér gráti nær talandi í símann. Áhorfendur voru beiðnir um að halda kyrru á vellinum. Getty Minnst tveir eru látnir eftir skotárás í Brussel, höfuðborg Belgíu. Árásin átti sér stað klukkan sjö í kvöld að staðartíma. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað. Staðarmiðlar greina frá því að fórnarlömbin séu sænsk. Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu átti að leika við það belgíska í borginni í kvöld í undankeppni EM 2024, en leikurinn hefur nú verið blásinn af vegna árásarinnar. Sænskir leikmenn neituðu að halda leik áfram eftir að fréttir af árásinni bárust þeim í leikhléi. Stuðningsmenn hafa þó verið hvattir til að halda kyrru fyrir á vellinum. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað í Brussel.EPA Ekki er staðfest að Svíarnir hafi verið í Brussel vegna leiksins, en þó kemur fram að þeir hafi verið klæddir í sænskar landsliðstreyjur. Talið er að einn skotmaður hafi verið að verki. Hann er talin hafa notað hríðskotabyssu og flúið af vettvangi. BBC greinir frá því að maðurinn gangi enn laus. Saksóknarar í Belgíu segja að verknaðurinn sé álitinn sem hryðjuverk. Myndband af árásinni er í dreifingu á samfélagsmiðlum samkvæmt BBC, en miðillinn fullyrðir að á myndbandinu megi heyra mann segja á arabísku að hann fremji árásina að vilja Guðs. Alexander de Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur vottað Svíum samúð sína vegna árásarinnar. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem misstu ástvin í kvöld. Nú berjumst við sameinuð gegn hryðjuverkum,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X. Stuðningsfólk Svíþjóðar heldur sig enn á vellinum, jafnvel þó leikurinn hafi verið flautaður af.EPA „Við getum ekki spilað fótbolta í þessari stöðu. Við og leikmenn Belgíu vorum algjörlega sammála um það og ákváðum því að halda ekki leik áfram,“ hefur Fotbollskanalen eftir Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins. „Ég komst að þessu í hálfleik og allir leikmennirnir og þjálfararnir voru á sama máli. Okkur fannst augljóst að við gætum ekki leikið áfram. Þetta er algörlega andstyggilegt,“ bætti hann við. Ókyrrð myndaðist hjá stuðningsfólki Svíþjóðar er þau heyrðu fréttirnar af árásinni. Þau hafa verið hvött til að halda sig á vellinum. EPA Fréttin var síðast uppfærð 21:06. Belgía Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Sjá meira
Staðarmiðlar greina frá því að fórnarlömbin séu sænsk. Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu átti að leika við það belgíska í borginni í kvöld í undankeppni EM 2024, en leikurinn hefur nú verið blásinn af vegna árásarinnar. Sænskir leikmenn neituðu að halda leik áfram eftir að fréttir af árásinni bárust þeim í leikhléi. Stuðningsmenn hafa þó verið hvattir til að halda kyrru fyrir á vellinum. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað í Brussel.EPA Ekki er staðfest að Svíarnir hafi verið í Brussel vegna leiksins, en þó kemur fram að þeir hafi verið klæddir í sænskar landsliðstreyjur. Talið er að einn skotmaður hafi verið að verki. Hann er talin hafa notað hríðskotabyssu og flúið af vettvangi. BBC greinir frá því að maðurinn gangi enn laus. Saksóknarar í Belgíu segja að verknaðurinn sé álitinn sem hryðjuverk. Myndband af árásinni er í dreifingu á samfélagsmiðlum samkvæmt BBC, en miðillinn fullyrðir að á myndbandinu megi heyra mann segja á arabísku að hann fremji árásina að vilja Guðs. Alexander de Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur vottað Svíum samúð sína vegna árásarinnar. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem misstu ástvin í kvöld. Nú berjumst við sameinuð gegn hryðjuverkum,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X. Stuðningsfólk Svíþjóðar heldur sig enn á vellinum, jafnvel þó leikurinn hafi verið flautaður af.EPA „Við getum ekki spilað fótbolta í þessari stöðu. Við og leikmenn Belgíu vorum algjörlega sammála um það og ákváðum því að halda ekki leik áfram,“ hefur Fotbollskanalen eftir Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins. „Ég komst að þessu í hálfleik og allir leikmennirnir og þjálfararnir voru á sama máli. Okkur fannst augljóst að við gætum ekki leikið áfram. Þetta er algörlega andstyggilegt,“ bætti hann við. Ókyrrð myndaðist hjá stuðningsfólki Svíþjóðar er þau heyrðu fréttirnar af árásinni. Þau hafa verið hvött til að halda sig á vellinum. EPA Fréttin var síðast uppfærð 21:06.
Belgía Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Sjá meira