Fyllirí í heilsulindum Íslands Marta Eiríksdóttir skrifar 12. október 2023 09:00 Túristi kom til landsins og hlakkaði mikið til að prófa allar heilsulindirnar. Hann var á leiðinni til Íslands í heilsuferð. Hann var búinn að ímynda sér allar þessar heitu náttúrulaugar Íslands og hvernig umgjörðin var í kringum þær. Túristinn átti von á því að þegar komið væri ofan í heita lind þá sæi hann fólk í sömu erindum og hann, að njóta þess að hlúa að góðri heilsu, losa um stirða liði og slaka á í heitu vatninu án áfengis og annarra efna. Túristinn átti von á því að vera boðið upp á heilsudrykki unna úr íslensku grænmeti eða erlendum ávöxtum. Hann átti jafnvel von á því að upplifa hreinustu mynd heilsusamlegrar umgjörðar í öllum heilsulindum Íslands. Annað kom á daginn þegar hann byrjaði að aka á milli heilsulindanna í landinu. Túristinn vissi að það kostaði hálfan handlegginn að fara ofan í Bláa lónið en hann langaði samt að prófa þessa heimsfrægu náttúrulaug Íslendinga, þessa fyrstu sem komst í heimsfréttirnar vegna sérstöðu sinnar og lækningamáttar fyrir allskonar húðsjúkdóma. Túristinn var búinn að kynna sér landið mjög vel og hvar hægt var að komast ofan í heitar laugar. Honum fannst þetta stórmerkilegt land sem átti svona gjöfular heitar vatnslindir, heitt vatn beint úr iðrum jarðar. Íslendingar hlytu að vera heilsusamlegasta þjóð í heimi með aðgang að svona tærri og hreinni náttúru allt um kring, allt árið um kring. Túristinn ók á milli þekktra auglýstra heilsulinda, þær sem auglýstu sig sem staði þar sem hægt var að finna hugarró og slökun á heilsusamlegan hátt með því að liggja ofan í heitu vatninu sem innihélt allskonar frumefni jarðar. Eitthvað alveg sérstakt fannst honum. Þetta hlakkaði hann til að prófa. Á einum staðnum fyrir norðan land, á stað sem honum þótti jafnvel enn áhugaverðari en Bláa lónið, vegna nálægðar við skóginn varð hann fyrir miklum vonbrigðum þegar komið var ofan í á laugardagseftirmiðdegi. Ofan í heitri heilsulindinni var bar og alls staðar var fólk að drekka bjór eða með vínglas í hendi. Það var greinilega vinsælt að koma hingað til að detta í það á laugardegi. Honum brá mikið og þetta eiginlega fyllti mælinn. Hvers vegna eru heilsulindir Íslands svona óhollar, spurði hann sig. Túristinn var búinn að ferðast vítt og breitt um landið í heilsuferð sinni til Íslands. Alls staðar varð hann fyrir vonbrigðum þegar öll áherslan á þessum stöðum var að selja áfenga drykki ofan í gestina. Nánast hvergi á eftirsóttustu stöðunum, sá hann hreina heilsueflandi umgjörð. Hann átti ekki til orð. Heilsusamlega ímynd Íslands sem auglýst var með heilsulindum landsins hrundi í huga hans. Túristinn fékk á örfáum stöðum að upplifa sannar heilsulindir á Íslandi þar sem engin áhersla var lögð á áfenga drykki og þegar hann sat í flugvélinni á leið heim til sín, stóðu þeir staðir upp úr sem raunverulegar heilsulindir landsins. Þetta voru Lýsulaugar á Snæfellsnesi, Giljaböðin í Húsafelli og allar sundlaugar landsins. Þetta voru sannar heilsulindir Íslands að mati hans. Vonandi verða þær fleiri næst þegar túristinn kemur í heilsuferð til Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Eiríksdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Túristi kom til landsins og hlakkaði mikið til að prófa allar heilsulindirnar. Hann var á leiðinni til Íslands í heilsuferð. Hann var búinn að ímynda sér allar þessar heitu náttúrulaugar Íslands og hvernig umgjörðin var í kringum þær. Túristinn átti von á því að þegar komið væri ofan í heita lind þá sæi hann fólk í sömu erindum og hann, að njóta þess að hlúa að góðri heilsu, losa um stirða liði og slaka á í heitu vatninu án áfengis og annarra efna. Túristinn átti von á því að vera boðið upp á heilsudrykki unna úr íslensku grænmeti eða erlendum ávöxtum. Hann átti jafnvel von á því að upplifa hreinustu mynd heilsusamlegrar umgjörðar í öllum heilsulindum Íslands. Annað kom á daginn þegar hann byrjaði að aka á milli heilsulindanna í landinu. Túristinn vissi að það kostaði hálfan handlegginn að fara ofan í Bláa lónið en hann langaði samt að prófa þessa heimsfrægu náttúrulaug Íslendinga, þessa fyrstu sem komst í heimsfréttirnar vegna sérstöðu sinnar og lækningamáttar fyrir allskonar húðsjúkdóma. Túristinn var búinn að kynna sér landið mjög vel og hvar hægt var að komast ofan í heitar laugar. Honum fannst þetta stórmerkilegt land sem átti svona gjöfular heitar vatnslindir, heitt vatn beint úr iðrum jarðar. Íslendingar hlytu að vera heilsusamlegasta þjóð í heimi með aðgang að svona tærri og hreinni náttúru allt um kring, allt árið um kring. Túristinn ók á milli þekktra auglýstra heilsulinda, þær sem auglýstu sig sem staði þar sem hægt var að finna hugarró og slökun á heilsusamlegan hátt með því að liggja ofan í heitu vatninu sem innihélt allskonar frumefni jarðar. Eitthvað alveg sérstakt fannst honum. Þetta hlakkaði hann til að prófa. Á einum staðnum fyrir norðan land, á stað sem honum þótti jafnvel enn áhugaverðari en Bláa lónið, vegna nálægðar við skóginn varð hann fyrir miklum vonbrigðum þegar komið var ofan í á laugardagseftirmiðdegi. Ofan í heitri heilsulindinni var bar og alls staðar var fólk að drekka bjór eða með vínglas í hendi. Það var greinilega vinsælt að koma hingað til að detta í það á laugardegi. Honum brá mikið og þetta eiginlega fyllti mælinn. Hvers vegna eru heilsulindir Íslands svona óhollar, spurði hann sig. Túristinn var búinn að ferðast vítt og breitt um landið í heilsuferð sinni til Íslands. Alls staðar varð hann fyrir vonbrigðum þegar öll áherslan á þessum stöðum var að selja áfenga drykki ofan í gestina. Nánast hvergi á eftirsóttustu stöðunum, sá hann hreina heilsueflandi umgjörð. Hann átti ekki til orð. Heilsusamlega ímynd Íslands sem auglýst var með heilsulindum landsins hrundi í huga hans. Túristinn fékk á örfáum stöðum að upplifa sannar heilsulindir á Íslandi þar sem engin áhersla var lögð á áfenga drykki og þegar hann sat í flugvélinni á leið heim til sín, stóðu þeir staðir upp úr sem raunverulegar heilsulindir landsins. Þetta voru Lýsulaugar á Snæfellsnesi, Giljaböðin í Húsafelli og allar sundlaugar landsins. Þetta voru sannar heilsulindir Íslands að mati hans. Vonandi verða þær fleiri næst þegar túristinn kemur í heilsuferð til Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun