Líknarmeðferð - ekki bara fyrir deyjandi Freyja Dís Karlsdóttir og Ólöf Ásdís Ólafsdóttir skrifa 11. október 2023 09:01 Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknarmeðferð á raunar ekki bara við þegar um illkynja sjúkdóma er að ræða heldur á hún við fyrir öll sem glíma við langvinna lífsógnandi sjúkdóma og má þar nefna auk krabbameina, langvinna lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Markmið líknarmeðferðar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr vanlíðan sem fylgir alvarlegum veikindum og styðja við bestu mögulegu lífsgæði sjúklinga og fjölskyldu þeirra, óháð sjúkdómsgreiningu, sjúkdómsstigi eða annarri meðferð. Líknarmeðferð er einstaklingsmiðuð heildræn meðferð sem þýðir að horft er til einstaklingsbundinna þarfa hvers og eins, heildræn í þeim skilningi að líkamlegir, sálrænir, félagslegir og andlegir þættir eru metnir og þeim sinnt eins og kostur er. Áherslur líknarmeðferðar snúa einnig að fjölskyldu sjúklings þar sem vitað er að alvarleg veikindi í fjölskyldu hafa áhrif á alla í fjölskyldunni. Það er enginn heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur einn að því að mæta fjölbreyttum og oft flóknum þörfum sjúklings og fjölskyldu hans, til þess þarf hóp starfsfólks með mismunandi bakgrunn, oftast kallað þverfaglegt teymi. Í slíkri teymisvinnu er unnið að því að meta þarfir og einkenni sjúklings og fjölskyldu og unnið að því að veita þjónustu sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Líknarmeðferð getur átt við tímabundið þegar einstaklingur er að glíma við erfið einkenni af völdum meðferðar við læknanlegum sjúkdómum en einnig þegar að um lífslengjandi meðferð er að ræða. Markmið er alltaf að bæta lífsgæði einstaklingsins með þeim aðferðum sem líknarmeðferð hefur uppá að bjóða. Þegar ljóst er að sjúklingur á skammt eftir ólifað er vægi líknarmeðferðar hvað mest Gerður er greinarmunur á almennri og sérhæfðri líknarmeðferð. Allt heilbrigðisstarfsfólk á að hafa grunnþekkingu á líknarmeðferð og geta veitt aðstoð og stuðning við sjúklinga og fjölskyldur að lifa með alvarlega og/ eða versnandi sjúkdóma. Í sérhæfðri líknarmeðferð er áherslan á að sinna sjúklingum með erfið, fjölþætt og flókin einkenni hvort sem þau eru af líkamlegum, sálrænum, félagslegum, trúarlegum eða tilvistarlegum toga. Á Landspítala er sérhæfð líknarmeðferð veitt á Líknardeild í Kópavogi, af líknarráðgjafateymi sem sem veitir ráðgjöf innan og utan spítalans og hjá HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Þá er sérhæfð líknarmeðferð einnig veitt af Heimahlynningu Sjúkrahússins á Akureyri (SAK). Nýjir meðferðarmöguleikar í meðhöndlun sjúkdóma eru sífellt að koma fram og mörg lifa mun lengur en áður með sínum sjúkdómi og þeim einkennum sem honum fylgir. Sá hópur fer sífellt stækkandi. Með aðferðum líknarmeðferðar sem beinast m.a. að mati á einkennum og meðhöndlun þeirra má draga úr því álagi sem einstaklingar með lífsógnandi sjúkdóma upplifa og bæta þannig lífsgæði þeirra. Það er mikilvægt að við öll höfum réttar upplýsingar um líknarmeðferð og hver ávinningur hennar getur verið fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra því líklegt er að mörg muni á einhverjum tímapunkti þurfa á líknarþjónustu að halda fyrir sig eða ástvini sína. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Líknardeild Landspítala í Kópavogi og í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknarmeðferð á raunar ekki bara við þegar um illkynja sjúkdóma er að ræða heldur á hún við fyrir öll sem glíma við langvinna lífsógnandi sjúkdóma og má þar nefna auk krabbameina, langvinna lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Markmið líknarmeðferðar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr vanlíðan sem fylgir alvarlegum veikindum og styðja við bestu mögulegu lífsgæði sjúklinga og fjölskyldu þeirra, óháð sjúkdómsgreiningu, sjúkdómsstigi eða annarri meðferð. Líknarmeðferð er einstaklingsmiðuð heildræn meðferð sem þýðir að horft er til einstaklingsbundinna þarfa hvers og eins, heildræn í þeim skilningi að líkamlegir, sálrænir, félagslegir og andlegir þættir eru metnir og þeim sinnt eins og kostur er. Áherslur líknarmeðferðar snúa einnig að fjölskyldu sjúklings þar sem vitað er að alvarleg veikindi í fjölskyldu hafa áhrif á alla í fjölskyldunni. Það er enginn heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur einn að því að mæta fjölbreyttum og oft flóknum þörfum sjúklings og fjölskyldu hans, til þess þarf hóp starfsfólks með mismunandi bakgrunn, oftast kallað þverfaglegt teymi. Í slíkri teymisvinnu er unnið að því að meta þarfir og einkenni sjúklings og fjölskyldu og unnið að því að veita þjónustu sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Líknarmeðferð getur átt við tímabundið þegar einstaklingur er að glíma við erfið einkenni af völdum meðferðar við læknanlegum sjúkdómum en einnig þegar að um lífslengjandi meðferð er að ræða. Markmið er alltaf að bæta lífsgæði einstaklingsins með þeim aðferðum sem líknarmeðferð hefur uppá að bjóða. Þegar ljóst er að sjúklingur á skammt eftir ólifað er vægi líknarmeðferðar hvað mest Gerður er greinarmunur á almennri og sérhæfðri líknarmeðferð. Allt heilbrigðisstarfsfólk á að hafa grunnþekkingu á líknarmeðferð og geta veitt aðstoð og stuðning við sjúklinga og fjölskyldur að lifa með alvarlega og/ eða versnandi sjúkdóma. Í sérhæfðri líknarmeðferð er áherslan á að sinna sjúklingum með erfið, fjölþætt og flókin einkenni hvort sem þau eru af líkamlegum, sálrænum, félagslegum, trúarlegum eða tilvistarlegum toga. Á Landspítala er sérhæfð líknarmeðferð veitt á Líknardeild í Kópavogi, af líknarráðgjafateymi sem sem veitir ráðgjöf innan og utan spítalans og hjá HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Þá er sérhæfð líknarmeðferð einnig veitt af Heimahlynningu Sjúkrahússins á Akureyri (SAK). Nýjir meðferðarmöguleikar í meðhöndlun sjúkdóma eru sífellt að koma fram og mörg lifa mun lengur en áður með sínum sjúkdómi og þeim einkennum sem honum fylgir. Sá hópur fer sífellt stækkandi. Með aðferðum líknarmeðferðar sem beinast m.a. að mati á einkennum og meðhöndlun þeirra má draga úr því álagi sem einstaklingar með lífsógnandi sjúkdóma upplifa og bæta þannig lífsgæði þeirra. Það er mikilvægt að við öll höfum réttar upplýsingar um líknarmeðferð og hver ávinningur hennar getur verið fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra því líklegt er að mörg muni á einhverjum tímapunkti þurfa á líknarþjónustu að halda fyrir sig eða ástvini sína. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Líknardeild Landspítala í Kópavogi og í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun