Viljum við gráa framtíð? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 11. október 2023 08:30 Í dag heldur Landsvirkjun sinn árlega haustfund undir slagorðinu „Leyfum okkur græna framtíð“. En hver er þessi græna framtíð sem Landsvirkjun vill leyfa sér? Er það græn framtíð að tala fyrir og nota raforkuspár hagsmunaaðila í orkuiðnaði, sem gera ráð fyrir meira en tvöföldun raforkukerfis mestu raforkuframleiðsluþjóðar heims? Er það græn framtíð að umturna í nafni orkuskipta ósnortinni náttúru, sem verður sífellt verðmætari og fágætari í heiminum, í stað þess að ráðstafa núverandi raforkuframleiðslu á annan og skynsamlegri hátt? Er það græn framtíð að taka virkjunarframkvæmdir fram yfir líffræðilegan fjölbreytileika og heilbrigð vistkerfi? Er það græn framtíð að selja orku í bitcoin og orkufrek gagnaver? Er það græn framtíð að auka raforkusölu til stórnotenda en hræða samtímis almenning með hótunum um skert raforkuöryggi? Er það græn framtíð að eyðileggja laxastofninn í Þjórsá með stórvirkjunum í byggð? Er það græn framtíð að kljúfa viðkvæm samfélög á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum? Er það græn framtíð að reisa jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi, með stórfelldri hættu á grunnvatnsmengun í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Mývatni, einu merkasta stöðuvatni jarðar? Er það græn framtíð að nota ótæpilegt magn af sementi í stöðvarhús, stíflur og undirstöður vindmylla með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda? Er það græn framtíð að leggja jökulár Skagafjarðar í rúst? Er það græn framtíð að selja núverandi orkufrekri stóriðju enn meiri orku? Er það græn framtíð að skerða óbyggð víðerni hálendisins og spilla með vindorkuverum? Er það græn framtíð að vilja virkjanir í Stóru-Laxá og Hólmsá? Er það græn framtíð að tala aldrei nokkurn tímann fyrir minni ágangi á náttúruna eða sátt við hana? Er það græn framtíð að reisa miðlun neðst í Þjórsárverum og skrúfa þannig fyrir fossa Þjórsár? Er það græn framtíð að telja sig verða að bregðast endalaust við ásókn óseðjandi stórnotenda í „græna“ orku? Er það græn framtíð að halda áfram á nákvæmlega sömu stórvirkjanabraut og fylgt hefur verið í meira en hálfa öld? Verður framtíðin í huga Landsvirkjunar „grænust“ þegar allt hefur verið virkjað? Hlutverk Landsvirkjunar Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki, í eigu þjóðarinnar og með sérhæft og vel menntað starfsfólk á öllum sviðum orkufyrirtækjareksturs, ekki einungis á sviði nývirkjunarframkvæmda. Hlutverk þess í lögum er „að stunda starfsemi á orkusviði“. Landsvirkjun gæti rækt hlutverk sitt af sóma um alla framtíð án þess að reisa nokkurn tímann aftur virkjun með óafturkræfum og skaðlegum áhrifum á náttúruna, það dýrmætasta sem okkur hefur verið trúað fyrir. Stefnir Landsvirkjun á raunverulega græna framtíð eða er framtíðarsýnin kannski steypugrá og líflaus? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Umhverfismál Landsvirkjun Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í dag heldur Landsvirkjun sinn árlega haustfund undir slagorðinu „Leyfum okkur græna framtíð“. En hver er þessi græna framtíð sem Landsvirkjun vill leyfa sér? Er það græn framtíð að tala fyrir og nota raforkuspár hagsmunaaðila í orkuiðnaði, sem gera ráð fyrir meira en tvöföldun raforkukerfis mestu raforkuframleiðsluþjóðar heims? Er það græn framtíð að umturna í nafni orkuskipta ósnortinni náttúru, sem verður sífellt verðmætari og fágætari í heiminum, í stað þess að ráðstafa núverandi raforkuframleiðslu á annan og skynsamlegri hátt? Er það græn framtíð að taka virkjunarframkvæmdir fram yfir líffræðilegan fjölbreytileika og heilbrigð vistkerfi? Er það græn framtíð að selja orku í bitcoin og orkufrek gagnaver? Er það græn framtíð að auka raforkusölu til stórnotenda en hræða samtímis almenning með hótunum um skert raforkuöryggi? Er það græn framtíð að eyðileggja laxastofninn í Þjórsá með stórvirkjunum í byggð? Er það græn framtíð að kljúfa viðkvæm samfélög á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum? Er það græn framtíð að reisa jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi, með stórfelldri hættu á grunnvatnsmengun í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Mývatni, einu merkasta stöðuvatni jarðar? Er það græn framtíð að nota ótæpilegt magn af sementi í stöðvarhús, stíflur og undirstöður vindmylla með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda? Er það græn framtíð að leggja jökulár Skagafjarðar í rúst? Er það græn framtíð að selja núverandi orkufrekri stóriðju enn meiri orku? Er það græn framtíð að skerða óbyggð víðerni hálendisins og spilla með vindorkuverum? Er það græn framtíð að vilja virkjanir í Stóru-Laxá og Hólmsá? Er það græn framtíð að tala aldrei nokkurn tímann fyrir minni ágangi á náttúruna eða sátt við hana? Er það græn framtíð að reisa miðlun neðst í Þjórsárverum og skrúfa þannig fyrir fossa Þjórsár? Er það græn framtíð að telja sig verða að bregðast endalaust við ásókn óseðjandi stórnotenda í „græna“ orku? Er það græn framtíð að halda áfram á nákvæmlega sömu stórvirkjanabraut og fylgt hefur verið í meira en hálfa öld? Verður framtíðin í huga Landsvirkjunar „grænust“ þegar allt hefur verið virkjað? Hlutverk Landsvirkjunar Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki, í eigu þjóðarinnar og með sérhæft og vel menntað starfsfólk á öllum sviðum orkufyrirtækjareksturs, ekki einungis á sviði nývirkjunarframkvæmda. Hlutverk þess í lögum er „að stunda starfsemi á orkusviði“. Landsvirkjun gæti rækt hlutverk sitt af sóma um alla framtíð án þess að reisa nokkurn tímann aftur virkjun með óafturkræfum og skaðlegum áhrifum á náttúruna, það dýrmætasta sem okkur hefur verið trúað fyrir. Stefnir Landsvirkjun á raunverulega græna framtíð eða er framtíðarsýnin kannski steypugrá og líflaus? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun