Eru sum sjálfsvíg þolanlegri en önnur? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 4. október 2023 11:01 Fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu skrifar pistil um sjálfsvíg í Vísi í dag og hvað heilsugæslan er að gera til að koma í veg fyrir þau. Hún tekur fram að „mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef [sjálfsvígs]matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum.“ Ég veit varla hvort ég á að hlæja eða gráta. Það vita allir sem vilja vita að heilsugæslan vísar einhverfum frá geðheilbrigðisþjónustu. Ekki alveg öllum er vísað frá en það heyrir til algjörar undantekningar ef fólk kemst að. Fólki hefur jafnvel verið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar vegna gruns um einhverfu. Það er sem sagt rétt að það er hægt að vísa einhverfum í meðferð í geðheilsuteymi eða í viðtöl á heilsugæslu en þeim er vísað frá vegna þess að ekki er til næg þekking á einhverfu. Það er til mikilsvirt rannsókn frá Svíþjóð sem sýnir fram á að næstum því tíu sinnum fleiri einhverfir látast af völdum sjálfsvíga en þeir sem eru ekki einhverfir. Ég endurtek einhverfir eru næstum tíu sinnum líklegri að deyja af völdum sjálfsvíga en óeinhverfir. Af þessum tölum er ljóst að þörf einhverfra eftir þjónustu er gífurleg. Samt er þeim neitað um geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni sökum vanþekkingar starfsmanna. Skoðum aðeins hvernig líkamlega heilbrigðiskerfið virkar. Ímyndum okkur að upp komi nýr veirusjúkdómur sem enginn hafi þekkingu á af því að hann er nýr. Köllum hann COVID-19. Hvað myndi gerast í heilbrigðiskerfinu? Myndi heilbrigðiskerfið vísa fólki frá í stórum stíl og segja við þekkjum þetta ekki? Nei, það var ekki það sem það gerðist. Í því tilfelli voru mannslíf metin svo mikils að fólk lagði á sig vinnu til finna út hvað ætti að gera. Það er í hæsta máta óeðlilegt að neita fólki um geðheilbrigðisþjónustu á grundvelli fötlunar, skerðingar eða frávika frá hefðbundnum þroska og er mannréttindabrot. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu skrifar pistil um sjálfsvíg í Vísi í dag og hvað heilsugæslan er að gera til að koma í veg fyrir þau. Hún tekur fram að „mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef [sjálfsvígs]matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum.“ Ég veit varla hvort ég á að hlæja eða gráta. Það vita allir sem vilja vita að heilsugæslan vísar einhverfum frá geðheilbrigðisþjónustu. Ekki alveg öllum er vísað frá en það heyrir til algjörar undantekningar ef fólk kemst að. Fólki hefur jafnvel verið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar vegna gruns um einhverfu. Það er sem sagt rétt að það er hægt að vísa einhverfum í meðferð í geðheilsuteymi eða í viðtöl á heilsugæslu en þeim er vísað frá vegna þess að ekki er til næg þekking á einhverfu. Það er til mikilsvirt rannsókn frá Svíþjóð sem sýnir fram á að næstum því tíu sinnum fleiri einhverfir látast af völdum sjálfsvíga en þeir sem eru ekki einhverfir. Ég endurtek einhverfir eru næstum tíu sinnum líklegri að deyja af völdum sjálfsvíga en óeinhverfir. Af þessum tölum er ljóst að þörf einhverfra eftir þjónustu er gífurleg. Samt er þeim neitað um geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni sökum vanþekkingar starfsmanna. Skoðum aðeins hvernig líkamlega heilbrigðiskerfið virkar. Ímyndum okkur að upp komi nýr veirusjúkdómur sem enginn hafi þekkingu á af því að hann er nýr. Köllum hann COVID-19. Hvað myndi gerast í heilbrigðiskerfinu? Myndi heilbrigðiskerfið vísa fólki frá í stórum stíl og segja við þekkjum þetta ekki? Nei, það var ekki það sem það gerðist. Í því tilfelli voru mannslíf metin svo mikils að fólk lagði á sig vinnu til finna út hvað ætti að gera. Það er í hæsta máta óeðlilegt að neita fólki um geðheilbrigðisþjónustu á grundvelli fötlunar, skerðingar eða frávika frá hefðbundnum þroska og er mannréttindabrot. Höfundur er sálfræðingur.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun