Amman og stuðningsfjölskyldan Bergvin Oddsson skrifar 3. október 2023 14:01 Nú um helgina fjallaði rúv í fyrstu frétt sinni í sjónvarpsfréttunum að Reykjavíkurborg væri búinn að svifta fjölskyldu og einhverfan dreng um stuðningsfjölskyldu á þeim forsendum að amman væri stuðninngsfjölskyldan. Nú væri semsagt búið að takmarka fjölskyldutengsl hjá borginni að ömmur og afar sem og systkyni foreldra barna með fatlanir eða fjölþættan vanda gætu ekki átt kost á styrk eða þjónustu frá borginni um að veita stuðning. Þessi ákvörðun borgarinnar er umdeild, eingöngu vegna þess að hvar eiga mörkin að liggja. Á amman að vera varaskeifa þegar hin hefðbundna stuðningsfjölskylda dettur út? Á amman að vera bara til staðar sem stuðningsfjölskylda og fá greitt frá sveitarfélaginu? Eða á amman að vera til staðar fyrir hin börnin á heimilinu sem eru ekki fötluð eða með miklar takmarkanir. Afhverju getur amman ekki tekið hin börnin til sín aðra hverja helgi? Ég sem blindur og fatlaður maður veit vel hvað það þýðir að bíða eftir liðveislu,stuðningsfjölskyldu eða einfaldlega þekkja ekki rétt sinn um liðveislu eða stuðningsfjölskyldu. Þessi ágæta fjölskylda í Reykjavík sem hefur haft ömmuna sem stuðningsfjölskyldu í 13 ár fær ekki samúð af minni hálfu. Þarna er amman og vonandi afinn búinn að þiggja greiðslur frá borginni til að létta undir með foreldrum og systkynum drengsins sem er með fjölþættan vanda. Afhverju má ekki snúa þessu við? Í stað þess að fatlaði einstaklingurinn fái stuðnings fjölskyldu og er hreinlega tekin af heimili sínu til að gefa hinum á heimilinu smá pásu, væri ekki úr vegi að amman og afinn tækju hin börnin af heimilinu tvær helgar í mánuði til þess að bæði létta með foreldrunum og gefa hinum börnunum pásu. Hitt væri líka að skiptast á að fatlaði einstaklingurinn færi eina helgi í mánuði og að sama skapi færu hin börnin til ömmu og afa eina helgi í mánuði. Hér væri jafnréttis gætt, enginn þyrfti að vera að þiggja greiðslur frá sveitarfélaginu, foreldranir gætu fengið örlítið andrými og sömuleiðis væri ekki verið að taka fatlaða einstaklinginn af heimilinu sí endurtekið. Það er ekkert mál að vera stuðningsfjölskylda Nú þegar skórinn kreppir að,vextir hækka, kaupmáttur rýrnar er ekki úr vegi að líta í heimilisbókhaldið og kanna hvar er hægt að auka tekjur heimilisins. Einmitt á vettvangi stuðningsfjölskyldna, hér er hægt að búa til góðar tekjur með því að taka að sér einstakling eina helgi í mánuði eða jafnvel tvær og skapa viðkomandi einstakling tækifæri að upplifa eitthvað nýtt og vonandi kynnast nýju máskorunum. Að sama skapi fyrir ykkur sem teljist vera heilbrigð getur þetta starf verið bæði mjög gefandi, víkkað sjóndeildarhringinn ykkar og ekki síður stuðlað að vþí að fatlaðir einstaklingar séu virkir þátttakendur í samfélaginu sem lifa innihaldsríku og ábyrgu lífi og hjálpað ykkur að komast yfir aukin greiðsluvanda með hækkun vaxta og afborganna. Því vil ég hvetja heimili landsins að setja sig í samband við ykkar sveitarfélag eða jafnvel það sveitarfélag í nágrenni við ykkur og bjóða fram þjónustu ykkar til að stytta biðlista og hjálpa til við að rétta af heimilisbókhaldið. Höfundur er fyrrum formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Nú um helgina fjallaði rúv í fyrstu frétt sinni í sjónvarpsfréttunum að Reykjavíkurborg væri búinn að svifta fjölskyldu og einhverfan dreng um stuðningsfjölskyldu á þeim forsendum að amman væri stuðninngsfjölskyldan. Nú væri semsagt búið að takmarka fjölskyldutengsl hjá borginni að ömmur og afar sem og systkyni foreldra barna með fatlanir eða fjölþættan vanda gætu ekki átt kost á styrk eða þjónustu frá borginni um að veita stuðning. Þessi ákvörðun borgarinnar er umdeild, eingöngu vegna þess að hvar eiga mörkin að liggja. Á amman að vera varaskeifa þegar hin hefðbundna stuðningsfjölskylda dettur út? Á amman að vera bara til staðar sem stuðningsfjölskylda og fá greitt frá sveitarfélaginu? Eða á amman að vera til staðar fyrir hin börnin á heimilinu sem eru ekki fötluð eða með miklar takmarkanir. Afhverju getur amman ekki tekið hin börnin til sín aðra hverja helgi? Ég sem blindur og fatlaður maður veit vel hvað það þýðir að bíða eftir liðveislu,stuðningsfjölskyldu eða einfaldlega þekkja ekki rétt sinn um liðveislu eða stuðningsfjölskyldu. Þessi ágæta fjölskylda í Reykjavík sem hefur haft ömmuna sem stuðningsfjölskyldu í 13 ár fær ekki samúð af minni hálfu. Þarna er amman og vonandi afinn búinn að þiggja greiðslur frá borginni til að létta undir með foreldrum og systkynum drengsins sem er með fjölþættan vanda. Afhverju má ekki snúa þessu við? Í stað þess að fatlaði einstaklingurinn fái stuðnings fjölskyldu og er hreinlega tekin af heimili sínu til að gefa hinum á heimilinu smá pásu, væri ekki úr vegi að amman og afinn tækju hin börnin af heimilinu tvær helgar í mánuði til þess að bæði létta með foreldrunum og gefa hinum börnunum pásu. Hitt væri líka að skiptast á að fatlaði einstaklingurinn færi eina helgi í mánuði og að sama skapi færu hin börnin til ömmu og afa eina helgi í mánuði. Hér væri jafnréttis gætt, enginn þyrfti að vera að þiggja greiðslur frá sveitarfélaginu, foreldranir gætu fengið örlítið andrými og sömuleiðis væri ekki verið að taka fatlaða einstaklinginn af heimilinu sí endurtekið. Það er ekkert mál að vera stuðningsfjölskylda Nú þegar skórinn kreppir að,vextir hækka, kaupmáttur rýrnar er ekki úr vegi að líta í heimilisbókhaldið og kanna hvar er hægt að auka tekjur heimilisins. Einmitt á vettvangi stuðningsfjölskyldna, hér er hægt að búa til góðar tekjur með því að taka að sér einstakling eina helgi í mánuði eða jafnvel tvær og skapa viðkomandi einstakling tækifæri að upplifa eitthvað nýtt og vonandi kynnast nýju máskorunum. Að sama skapi fyrir ykkur sem teljist vera heilbrigð getur þetta starf verið bæði mjög gefandi, víkkað sjóndeildarhringinn ykkar og ekki síður stuðlað að vþí að fatlaðir einstaklingar séu virkir þátttakendur í samfélaginu sem lifa innihaldsríku og ábyrgu lífi og hjálpað ykkur að komast yfir aukin greiðsluvanda með hækkun vaxta og afborganna. Því vil ég hvetja heimili landsins að setja sig í samband við ykkar sveitarfélag eða jafnvel það sveitarfélag í nágrenni við ykkur og bjóða fram þjónustu ykkar til að stytta biðlista og hjálpa til við að rétta af heimilisbókhaldið. Höfundur er fyrrum formaður Blindrafélagsins.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun