Einhliða ákvörðun að framlengja ekki samning Rúnars Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. október 2023 08:00 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Vísir/Dúi Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir ákvörðunina hafa verið einhliða að framlengja ekki samnings Rúnars Kristinssonar sem aðalþjálfara liðsins. Hann þakkar þjálfaranum vel unnin störf en telur tímabært að hrista upp í hlutunum. Tilkynningin barst í gær að Rúnar Kristinsson myndi láta af störfum sem þjálfari KR eftir tímabilið. Rúnar hefur stýrt liðinu í fjölda ára, fyrst frá 2010–14 og tók svo aftur við þeim árið 2017. Páll taldi það best í stöðunni að tilkynna þetta áður en tímabilið klárast. „Okkur þótti viðeigandi að tilkynna þetta þannig að fólk gæti haft tækifæri til að þakka honum vel unnin störf. Vonandi fjölmenna KR-ingar á völlinn og þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins“ sagði hann í viðtali við Val Pál Eiríksson, fréttamann Vísis og Stöðvar 2. Rúnar mun stýra liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. KR hefur að litlu að spila öðru en stoltinu, tímabilið fór afar illa af stað hjá KR en þeim tókst að rétta úr kútnum þegar líða fór á mótið og enda í efri hluta deildarinnar, liðið á þó ekki lengur möguleika á Evrópusæti. „Stundum þarf að hrista upp í hlutunum, fá nýtt líf og nýtt blóð inn í félagið og það var ákvörðun stjórnar að nú væri tímabært að gera þessar breytingar. Rúnar hefur skilað frábæru starfi, fjölda titla og við eigum honum allt gott að þakka en við töldum þörf á breytingum.“ Páll segir ákvörðunina hafa verið einhliða og hann efast ekki um að hefði Rúnar verið með í ráðum hefði hann kosið að halda áfram þjálfun KR. „Ég tilkynnti honum það sjálfur að stjórnin myndi ekki framlengja samning eða fara í viðræður um það, þannig að þetta er einhliða ákvörðun stjórnarinnar. Ef ég þekki Rúnar rétt hefur hann án nokkurs vafa viljað vera áfram, fá tækifæri til að snúa við hlutunum og hann hefur verið á góðri vegferð með liðinu á þessum tímabili.“ Páll ítrekar þó að um sé að ræða samningslok, ekki uppsögn eða brottrekstur. Hann segir jafnframt að félagið sé byrjað að líta í kringum sig að eftirmanni. „Það er ekki verið að segja neinum upp eða reka neinn. Það er verið að taka ákvörðun um það að endurnýja ekki samning... Auðvitað erum við farin að líta í kringum okkur, vega og meta, tengja okkur við mögulega aðila.“ KR er sem áður segir í 6. sæti deildarinnar. Eftir mikla taphrinu í byrjun tímabils tókst þeim að snúa gengi sínu við og voru á tímapunkti ósigraðir í tíu leikjum. En árangurinn hefur ekki staðist væntingarnar sem gerðar voru til liðsins. „Mér finnst að liðið eigi að gera miklu betur. Ég hafði miklar væntingar til liðsins margar ytri aðstæður höfðu áhrif á gengi liðsins, margt sem hefur áhrif og þetta skrifast ekki allt á þjálfarann eða einstaka leikmenn... Það eru miklar kröfur í Vesturbænum, við erum í sjötta sæti og viljum gera betur þannig að við höldum áfram þeirri vegferð.“ Páll segist bjartsýnn á komandi tíma hjá KR. Mál félagsins hafa mikið borið á góma síðustu misseri, en nú er tími breytinga, deiliskipulag Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt og uppbygging á að hefjast í Vesturbæ. „Það horfir til bjartari tíma, allt hjal og tal um stöðnun eða metnaðarleysi er bull og vitleysa. KR er bara á sama stað og alltaf, við urðum meistarar í þessari aðstöðu á sínum tíma en auðvitað má gera betur en við erum með sama metnaðinn og fyrr.“ Síðasti heimaleikur Rúnars fer fram í dag er KR mætir Breiðabliki klukkan 14:00 að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Pál Kristjánsson Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Tilkynningin barst í gær að Rúnar Kristinsson myndi láta af störfum sem þjálfari KR eftir tímabilið. Rúnar hefur stýrt liðinu í fjölda ára, fyrst frá 2010–14 og tók svo aftur við þeim árið 2017. Páll taldi það best í stöðunni að tilkynna þetta áður en tímabilið klárast. „Okkur þótti viðeigandi að tilkynna þetta þannig að fólk gæti haft tækifæri til að þakka honum vel unnin störf. Vonandi fjölmenna KR-ingar á völlinn og þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins“ sagði hann í viðtali við Val Pál Eiríksson, fréttamann Vísis og Stöðvar 2. Rúnar mun stýra liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. KR hefur að litlu að spila öðru en stoltinu, tímabilið fór afar illa af stað hjá KR en þeim tókst að rétta úr kútnum þegar líða fór á mótið og enda í efri hluta deildarinnar, liðið á þó ekki lengur möguleika á Evrópusæti. „Stundum þarf að hrista upp í hlutunum, fá nýtt líf og nýtt blóð inn í félagið og það var ákvörðun stjórnar að nú væri tímabært að gera þessar breytingar. Rúnar hefur skilað frábæru starfi, fjölda titla og við eigum honum allt gott að þakka en við töldum þörf á breytingum.“ Páll segir ákvörðunina hafa verið einhliða og hann efast ekki um að hefði Rúnar verið með í ráðum hefði hann kosið að halda áfram þjálfun KR. „Ég tilkynnti honum það sjálfur að stjórnin myndi ekki framlengja samning eða fara í viðræður um það, þannig að þetta er einhliða ákvörðun stjórnarinnar. Ef ég þekki Rúnar rétt hefur hann án nokkurs vafa viljað vera áfram, fá tækifæri til að snúa við hlutunum og hann hefur verið á góðri vegferð með liðinu á þessum tímabili.“ Páll ítrekar þó að um sé að ræða samningslok, ekki uppsögn eða brottrekstur. Hann segir jafnframt að félagið sé byrjað að líta í kringum sig að eftirmanni. „Það er ekki verið að segja neinum upp eða reka neinn. Það er verið að taka ákvörðun um það að endurnýja ekki samning... Auðvitað erum við farin að líta í kringum okkur, vega og meta, tengja okkur við mögulega aðila.“ KR er sem áður segir í 6. sæti deildarinnar. Eftir mikla taphrinu í byrjun tímabils tókst þeim að snúa gengi sínu við og voru á tímapunkti ósigraðir í tíu leikjum. En árangurinn hefur ekki staðist væntingarnar sem gerðar voru til liðsins. „Mér finnst að liðið eigi að gera miklu betur. Ég hafði miklar væntingar til liðsins margar ytri aðstæður höfðu áhrif á gengi liðsins, margt sem hefur áhrif og þetta skrifast ekki allt á þjálfarann eða einstaka leikmenn... Það eru miklar kröfur í Vesturbænum, við erum í sjötta sæti og viljum gera betur þannig að við höldum áfram þeirri vegferð.“ Páll segist bjartsýnn á komandi tíma hjá KR. Mál félagsins hafa mikið borið á góma síðustu misseri, en nú er tími breytinga, deiliskipulag Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt og uppbygging á að hefjast í Vesturbæ. „Það horfir til bjartari tíma, allt hjal og tal um stöðnun eða metnaðarleysi er bull og vitleysa. KR er bara á sama stað og alltaf, við urðum meistarar í þessari aðstöðu á sínum tíma en auðvitað má gera betur en við erum með sama metnaðinn og fyrr.“ Síðasti heimaleikur Rúnars fer fram í dag er KR mætir Breiðabliki klukkan 14:00 að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Pál Kristjánsson
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira