Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2023 11:04 James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings er hér til hægri. Við hlið hans situr Jamie Raskin, hæst setti Demókratinn í nefndinni. AP/Jacquelyn Martin Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, tilkynnti nýverið að formleg rannsókn þingmanna væri hafin og að hún ætti að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. Meðal annars ætla Repúblikanar að rannsaka hvort Joe Biden hafi hagnast af viðskiptum sonar hans, Hunter. Rannsóknin fer fram í þremur nefndum þingsins og er leidd af þingmönnunum James Comer, sem leiðir eftirlitsnefnd þingsins, Jim Jordan, sem leiðir dómsmálanefndina, og Jason T. Smith, sem leiðir fjármálanefndina. Sjá einnig: Hefja formlega rannsókn á Biden Þessi fyrsti nefndarfundur var haldinn í eftirlitsnefnd Fulltrúadeildarinnar og þar báru þeir Jonathan Turley, íhaldssamur lagaprófessor, Bruce Dubinksy, rannsóknarendurskoðandi, og Eileen O‘Connor, fyrrverandi skattalögmaður dómsmálaráðuneytisins, vitni. Það vakti mikla athygli að á meðan þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni sökuðu Joe Biden um glæpi og spillingu sögðu vitni þeirra á fundinum að ekki væri tilefni til þess að ákæra Biden fyrir spillingu. Rannsókn Repúblikana á Joe Biden hefur staðið yfir í níu mánuði en hingað til hefur hún ekki enn varpað ljósi á sönnunargögn sem sýna að Joe Biden hafi hagnast störfum sonar hans í Úkraínu eða annarsstaðar. Repúblikanar hafa varið árum í að rannsaka Hunter Biden, sem var nýverið ákærður vegna byssukaupa. Eins og fram kemur í frétt Washington Post hafa rannsakendur Repúblikanaflokksins fundið vísbendingar og aflað vitnisburðar um að Hunter Biden, sem var í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma, hafi reynt að nota nafn sitt og föður síns til að afla sér peninga. Engar vísbendingar hafa fundist um að Joe Biden hafi tekið þátt í því eða hagnast á því. „Hörmulegur“ fundur Þegar Comer hóf fundinn sagðist hann ætla að opinbera á þriðja tug sönnunargagna sem varpa ættu ljósi á spillingu Joe Biden og hvernig hann hefði misnotað embætti sitt. Aðrir Repúblikanar slógu á svipaða strengi og kölluðu Biden meðal annars spilltasta forseta Bandaríkjanna. Í einrúmi hafa Repúblikanar hins vegar sagt að fundurinn hafi ekki farið vel. Í samtali við New York Times sagði einn heimildarmaður innan Repúblikanaflokksins að þingfundurinn hefði verið „hörmulegur“. Heimildarmenn miðilsins segja Comer hafa misst tök á fundinum og grafið undan eigin ásökunum með vitnunum sem kölluð voru til. Þegar Dubinsky bar vitni sagðist hann til að mynda ekki ætla að gefa í skyn að forsetinn hefði brotið af sér. „Að mínu viti, þarf að afla frekari upplýsinga og fara yfir þær, áður en ég gat lagt fram mitt mat“. Turley sagðist telja að tilefni væri til rannsóknar en sönnunargögnin hingað til styddu ekki ákæru fyrir embættisbrot. Demókratar hafa sagt að rannsókn Repúblikana þjóni eingöngu þeim tilgangi að auðvelda kosningabaráttu Trumps. Forsetinn fyrrverandi hefur þrýst mjög á Repúblikana að ákæra Biden fyrir embættisbrot en Trump var tvisvar ákærður. Þeir segja Repúblikana vilja grafa undan alvarleika þess að vera ákærður fyrir embættisbrot og að verið sé að nota þingið til að reyna að setja Trump og Biden á sama stall í augum kjósenda fyrir kosningarnar á næsta ári. Vitnin fjögur sem rætt var við á fundinum í gær. Frá vinstri: Jonathan Turley, Eileen O'Connor, Bruce Dubinsky og Michael Gerhardt.AP/Jacquelyn Martin Birtu hluta skilaboða án samhengis Á einum tímapunkti á fundinum í gær birtu Repúblikanar hluta af skilaboðum milli James Biden, bróður forsetans, og Hunter Biden, sonar forsetans. Sá hluti skilaboðanna sem Repúblikanar birtu var tekinn úr öllu samhengi og gáfu þingmennirnir til kynna að þarna væri verið að ræða spillingu. Svo var ekki. Frændurnir voru að tala um vandræði Hunters og það að hann gæti ekki greitt meðlag án aðstoðar föður síns. Eins og áður segir, var hann í mikilli neyslu fíkniefna á þessum tíma og átti í miklum vandræðum. GOP screenshot left, full context right. Jim Biden appears to be telling Hunter that he will try to convince Joe Biden to pay Hunter's alimony, and the GOP is spinning it into Jim saying Joe would help with their businesses. https://t.co/u39B1ihHMO pic.twitter.com/Q7tZK4IcRX— Matthew Gertz (@MattGertz) September 28, 2023 Eftir að fundinum lauk tilkynnti Comer að hann ætlaði að stefna James og Hunter Biden og krefast bankaupplýsingaþeirra og sagði að nefndin myndi áfram „fylgja peningunum og sönnunargögnunum“. Enn um saksóknarann og Burisma Mál Repúblikana snýst að miklum hluta um störf Hunter Biden í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma. Hafa þeir sakað Joe Biden um að hafa þrýst á yfirvöld í Úkraínu, þegar hann var varaforseti Barack Obama, um að saksóknari sem á að hafa verið að rannsaka Burisma vegna spillingar, yrði rekinn. Þessar ásakanir eiga ekki rétt á sér. Jim Jordan nefndi þetta sérstaklega á fundinum í gær. Vísaði hann þriggja staðreynda. Sú fyrsta var að Hunter Biden hafi verið skipaður í stjórn Burisma. Önnur staðreyndin var að Hunter hafi ekki verið hæfur til þessa starfs og hann hefði sjálfur viðurkennt það. Þriðja staðreyndin, samkvæmt Jordan, var að aðrir meðlimir í stjórn fyrirtækisins hefðu beðið Hunter Biden um hjálpa þeim við að losna undan þrýstingi frá saksóknara sem á að hafa verið að rannsaka fyrirtækið. Jordan sagði fjórðu staðreyndina vera þá að þann 9. desember 2015 hefði Joe Biden farið til Úkraínu, þar sem hann hélt ræðu sem leiddi til þess að umræddur saksóknari yrði rekinn. Michael Gerhardt, lagaprófessor sem Demókratar fengu til að bera vitni, benti á að fyrstu tvær staðreyndir Jordan snerust ekki um Joe Biden. Hann sagði að hinar tvær staðreyndirnar bentu þar að auki ekki til þess að Joe Biden hefði gert neitt af sér. "A fishing expedition is not a legitimate purpose" -- Prof. Gerhardt uses his opening statement to take apart the GOP impeachment inquiry pic.twitter.com/gFh2mW1siR— Aaron Rupar (@atrupar) September 28, 2023 Jordan vísaði þá til ummæla viðskiptafélaga Hunter Biden, sem heitir Devon Archer, þegar hann bar vitni nýlega. Archer sagði að Hunter Biden hefði hringt í Joe Biden föður sinn, eftir að aðrir stjórnarmenn Burisma báðu hann um hjálp. Það sem Jordan tók ekki fram, en Daniel S. Goldman, þingmaður Demókrataflokksins benti strax á, var að Archer sagði einnig að Joe Biden hefði ekkert gert til að hjálpa Burisma og að stjórnarmeðlimir fyrirtæksins hefðu ekki fengið aðgang að forsetanum, sem þá var varaforseti. Archer sagði einnig að brottrekstur Shokin hefði komið niður á Burisma. Goldman vildi að þessum ummælum yrði bætt í fundarskrá en Repúblikanar neituðu því í fyrstu. Comer leyfði það svo seinna meir. At the Biden impeachment inquiry hearing, House Oversight Chair James Comer (R-KY) refuses to recognize Rep. Dan Goldman s (D-NY) point of order.Comer: You keep speaking about no evidence. Why don t you all just listen and learn? Goldman: I m trying to introduce evidence! pic.twitter.com/eo1X3ihUSB— The Recount (@therecount) September 28, 2023 Repúblikanar vildu einni reka Shokin Það er rétt að Biden krafðist þess af yfirvöldum Úkraínu að ríkissaksóknarinn Viktor Shokin yrði rekinn og að hann hótaði því að dregið yrði úr fjárstuðningi við Úkraínu ef Shokin yrði ekki rekinn. Biden stærði sig einnig opinberlega af því, nokkrum árum síðar, að hafa fengið ráðamenn í Úkraínu til að reka Shokin. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta, sem finna má hér á vef bandaríska þingsins, var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Rob Portman, einn þingmannanna, birti meðfylgjandi tíst árið 2016 þar sem hann sagði Bandaríkin standa með Úkraínumönnum í baráttunni gegn spillingu. Ukraine s US friends stand w/#Ukraine in fight against corruption. Impt to continue progress made since #EuroMaidan: https://t.co/wQ1pqDC2mp— Rob Portman (@senrobportman) February 12, 2016 Þetta var á sama tíma og Biden, sem var þá varaforseti Bandaríkjanna, þrýsti á stjórnvöld í Úkraínu um að koma saksóknaranum úr embætti, vegna þess að hann þótti ekki berjast gegn spillingu af nægilega miklum krafti og var jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin. Petro Poroshenko, fyrrverandi forseti Úkraínu, var nýverið spurður út í málið í viðtali við Fox News. Þá var hann spurður um það að Shokin sjálfur hefði sagt að hann hafi verið rekinn út af því að hann var að rannsaka Burisma. Poroshenko gaf lítið fyrir þessi ummæli og sagði að Shokin væri galinn. Hann sagði saksóknarann fyrrverandi vera að ljúga og gaf í skyn að Shokin hefði verið spilltur. Þá bað Poroshenko starfsmenn Fox um að nota Shokin ekki til að grafa undan sambandi Úkraínu og Bandaríkjanna. amazing - during a Fox News interview w/ Brian Kilmeade, former president of Ukraine Petro Poroshenko denounces Victor Shokin, who plays as a leading role in Kilmeade's conspiracy theories, as a "completely crazy person" & says "there's something wrong with him" as Kilmeade melts pic.twitter.com/MXedG1FmrB— Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2023 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06 Forsetahundurinn heldur áfram að bíta fólk Commander, tveggja ára German Shepherd-hundur Joe Biden Bandaríkjaforseta, beit leynilögreglumann í Hvíta húsinu í Washington D.C. á mánudagskvöld. Þetta er í ellefta sinn sem hundurinn bítur manneskju. 27. september 2023 15:27 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 McCarthy í basli og þingið lamað Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi. 20. september 2023 13:53 Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, tilkynnti nýverið að formleg rannsókn þingmanna væri hafin og að hún ætti að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. Meðal annars ætla Repúblikanar að rannsaka hvort Joe Biden hafi hagnast af viðskiptum sonar hans, Hunter. Rannsóknin fer fram í þremur nefndum þingsins og er leidd af þingmönnunum James Comer, sem leiðir eftirlitsnefnd þingsins, Jim Jordan, sem leiðir dómsmálanefndina, og Jason T. Smith, sem leiðir fjármálanefndina. Sjá einnig: Hefja formlega rannsókn á Biden Þessi fyrsti nefndarfundur var haldinn í eftirlitsnefnd Fulltrúadeildarinnar og þar báru þeir Jonathan Turley, íhaldssamur lagaprófessor, Bruce Dubinksy, rannsóknarendurskoðandi, og Eileen O‘Connor, fyrrverandi skattalögmaður dómsmálaráðuneytisins, vitni. Það vakti mikla athygli að á meðan þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni sökuðu Joe Biden um glæpi og spillingu sögðu vitni þeirra á fundinum að ekki væri tilefni til þess að ákæra Biden fyrir spillingu. Rannsókn Repúblikana á Joe Biden hefur staðið yfir í níu mánuði en hingað til hefur hún ekki enn varpað ljósi á sönnunargögn sem sýna að Joe Biden hafi hagnast störfum sonar hans í Úkraínu eða annarsstaðar. Repúblikanar hafa varið árum í að rannsaka Hunter Biden, sem var nýverið ákærður vegna byssukaupa. Eins og fram kemur í frétt Washington Post hafa rannsakendur Repúblikanaflokksins fundið vísbendingar og aflað vitnisburðar um að Hunter Biden, sem var í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma, hafi reynt að nota nafn sitt og föður síns til að afla sér peninga. Engar vísbendingar hafa fundist um að Joe Biden hafi tekið þátt í því eða hagnast á því. „Hörmulegur“ fundur Þegar Comer hóf fundinn sagðist hann ætla að opinbera á þriðja tug sönnunargagna sem varpa ættu ljósi á spillingu Joe Biden og hvernig hann hefði misnotað embætti sitt. Aðrir Repúblikanar slógu á svipaða strengi og kölluðu Biden meðal annars spilltasta forseta Bandaríkjanna. Í einrúmi hafa Repúblikanar hins vegar sagt að fundurinn hafi ekki farið vel. Í samtali við New York Times sagði einn heimildarmaður innan Repúblikanaflokksins að þingfundurinn hefði verið „hörmulegur“. Heimildarmenn miðilsins segja Comer hafa misst tök á fundinum og grafið undan eigin ásökunum með vitnunum sem kölluð voru til. Þegar Dubinsky bar vitni sagðist hann til að mynda ekki ætla að gefa í skyn að forsetinn hefði brotið af sér. „Að mínu viti, þarf að afla frekari upplýsinga og fara yfir þær, áður en ég gat lagt fram mitt mat“. Turley sagðist telja að tilefni væri til rannsóknar en sönnunargögnin hingað til styddu ekki ákæru fyrir embættisbrot. Demókratar hafa sagt að rannsókn Repúblikana þjóni eingöngu þeim tilgangi að auðvelda kosningabaráttu Trumps. Forsetinn fyrrverandi hefur þrýst mjög á Repúblikana að ákæra Biden fyrir embættisbrot en Trump var tvisvar ákærður. Þeir segja Repúblikana vilja grafa undan alvarleika þess að vera ákærður fyrir embættisbrot og að verið sé að nota þingið til að reyna að setja Trump og Biden á sama stall í augum kjósenda fyrir kosningarnar á næsta ári. Vitnin fjögur sem rætt var við á fundinum í gær. Frá vinstri: Jonathan Turley, Eileen O'Connor, Bruce Dubinsky og Michael Gerhardt.AP/Jacquelyn Martin Birtu hluta skilaboða án samhengis Á einum tímapunkti á fundinum í gær birtu Repúblikanar hluta af skilaboðum milli James Biden, bróður forsetans, og Hunter Biden, sonar forsetans. Sá hluti skilaboðanna sem Repúblikanar birtu var tekinn úr öllu samhengi og gáfu þingmennirnir til kynna að þarna væri verið að ræða spillingu. Svo var ekki. Frændurnir voru að tala um vandræði Hunters og það að hann gæti ekki greitt meðlag án aðstoðar föður síns. Eins og áður segir, var hann í mikilli neyslu fíkniefna á þessum tíma og átti í miklum vandræðum. GOP screenshot left, full context right. Jim Biden appears to be telling Hunter that he will try to convince Joe Biden to pay Hunter's alimony, and the GOP is spinning it into Jim saying Joe would help with their businesses. https://t.co/u39B1ihHMO pic.twitter.com/Q7tZK4IcRX— Matthew Gertz (@MattGertz) September 28, 2023 Eftir að fundinum lauk tilkynnti Comer að hann ætlaði að stefna James og Hunter Biden og krefast bankaupplýsingaþeirra og sagði að nefndin myndi áfram „fylgja peningunum og sönnunargögnunum“. Enn um saksóknarann og Burisma Mál Repúblikana snýst að miklum hluta um störf Hunter Biden í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma. Hafa þeir sakað Joe Biden um að hafa þrýst á yfirvöld í Úkraínu, þegar hann var varaforseti Barack Obama, um að saksóknari sem á að hafa verið að rannsaka Burisma vegna spillingar, yrði rekinn. Þessar ásakanir eiga ekki rétt á sér. Jim Jordan nefndi þetta sérstaklega á fundinum í gær. Vísaði hann þriggja staðreynda. Sú fyrsta var að Hunter Biden hafi verið skipaður í stjórn Burisma. Önnur staðreyndin var að Hunter hafi ekki verið hæfur til þessa starfs og hann hefði sjálfur viðurkennt það. Þriðja staðreyndin, samkvæmt Jordan, var að aðrir meðlimir í stjórn fyrirtækisins hefðu beðið Hunter Biden um hjálpa þeim við að losna undan þrýstingi frá saksóknara sem á að hafa verið að rannsaka fyrirtækið. Jordan sagði fjórðu staðreyndina vera þá að þann 9. desember 2015 hefði Joe Biden farið til Úkraínu, þar sem hann hélt ræðu sem leiddi til þess að umræddur saksóknari yrði rekinn. Michael Gerhardt, lagaprófessor sem Demókratar fengu til að bera vitni, benti á að fyrstu tvær staðreyndir Jordan snerust ekki um Joe Biden. Hann sagði að hinar tvær staðreyndirnar bentu þar að auki ekki til þess að Joe Biden hefði gert neitt af sér. "A fishing expedition is not a legitimate purpose" -- Prof. Gerhardt uses his opening statement to take apart the GOP impeachment inquiry pic.twitter.com/gFh2mW1siR— Aaron Rupar (@atrupar) September 28, 2023 Jordan vísaði þá til ummæla viðskiptafélaga Hunter Biden, sem heitir Devon Archer, þegar hann bar vitni nýlega. Archer sagði að Hunter Biden hefði hringt í Joe Biden föður sinn, eftir að aðrir stjórnarmenn Burisma báðu hann um hjálp. Það sem Jordan tók ekki fram, en Daniel S. Goldman, þingmaður Demókrataflokksins benti strax á, var að Archer sagði einnig að Joe Biden hefði ekkert gert til að hjálpa Burisma og að stjórnarmeðlimir fyrirtæksins hefðu ekki fengið aðgang að forsetanum, sem þá var varaforseti. Archer sagði einnig að brottrekstur Shokin hefði komið niður á Burisma. Goldman vildi að þessum ummælum yrði bætt í fundarskrá en Repúblikanar neituðu því í fyrstu. Comer leyfði það svo seinna meir. At the Biden impeachment inquiry hearing, House Oversight Chair James Comer (R-KY) refuses to recognize Rep. Dan Goldman s (D-NY) point of order.Comer: You keep speaking about no evidence. Why don t you all just listen and learn? Goldman: I m trying to introduce evidence! pic.twitter.com/eo1X3ihUSB— The Recount (@therecount) September 28, 2023 Repúblikanar vildu einni reka Shokin Það er rétt að Biden krafðist þess af yfirvöldum Úkraínu að ríkissaksóknarinn Viktor Shokin yrði rekinn og að hann hótaði því að dregið yrði úr fjárstuðningi við Úkraínu ef Shokin yrði ekki rekinn. Biden stærði sig einnig opinberlega af því, nokkrum árum síðar, að hafa fengið ráðamenn í Úkraínu til að reka Shokin. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta, sem finna má hér á vef bandaríska þingsins, var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Rob Portman, einn þingmannanna, birti meðfylgjandi tíst árið 2016 þar sem hann sagði Bandaríkin standa með Úkraínumönnum í baráttunni gegn spillingu. Ukraine s US friends stand w/#Ukraine in fight against corruption. Impt to continue progress made since #EuroMaidan: https://t.co/wQ1pqDC2mp— Rob Portman (@senrobportman) February 12, 2016 Þetta var á sama tíma og Biden, sem var þá varaforseti Bandaríkjanna, þrýsti á stjórnvöld í Úkraínu um að koma saksóknaranum úr embætti, vegna þess að hann þótti ekki berjast gegn spillingu af nægilega miklum krafti og var jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin. Petro Poroshenko, fyrrverandi forseti Úkraínu, var nýverið spurður út í málið í viðtali við Fox News. Þá var hann spurður um það að Shokin sjálfur hefði sagt að hann hafi verið rekinn út af því að hann var að rannsaka Burisma. Poroshenko gaf lítið fyrir þessi ummæli og sagði að Shokin væri galinn. Hann sagði saksóknarann fyrrverandi vera að ljúga og gaf í skyn að Shokin hefði verið spilltur. Þá bað Poroshenko starfsmenn Fox um að nota Shokin ekki til að grafa undan sambandi Úkraínu og Bandaríkjanna. amazing - during a Fox News interview w/ Brian Kilmeade, former president of Ukraine Petro Poroshenko denounces Victor Shokin, who plays as a leading role in Kilmeade's conspiracy theories, as a "completely crazy person" & says "there's something wrong with him" as Kilmeade melts pic.twitter.com/MXedG1FmrB— Aaron Rupar (@atrupar) September 25, 2023
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06 Forsetahundurinn heldur áfram að bíta fólk Commander, tveggja ára German Shepherd-hundur Joe Biden Bandaríkjaforseta, beit leynilögreglumann í Hvíta húsinu í Washington D.C. á mánudagskvöld. Þetta er í ellefta sinn sem hundurinn bítur manneskju. 27. september 2023 15:27 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 McCarthy í basli og þingið lamað Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi. 20. september 2023 13:53 Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06
Forsetahundurinn heldur áfram að bíta fólk Commander, tveggja ára German Shepherd-hundur Joe Biden Bandaríkjaforseta, beit leynilögreglumann í Hvíta húsinu í Washington D.C. á mánudagskvöld. Þetta er í ellefta sinn sem hundurinn bítur manneskju. 27. september 2023 15:27
McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04
McCarthy í basli og þingið lamað Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi. 20. september 2023 13:53
Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10